Thursday, December 29, 2005

Jólaandinn ríður rækjum...


Hér í færslunni á undan var ég með litla jólasögu....hér kemur önnur.
Þann 27.desember ákvað ung stúlka í kóngsins Köben að skella sér, ásamt systur sinni út fyrir hússins dyr og "mingla" aðeins við annað ungt fólk í borginni. Fleiri ungar stúlkur voru með í för. Staðurinn sem varð fyrir valinu var úttroðin staður á Istedgade sem kallast Riga. Fyrr en varði tóku danstransgenin yfirvöldin hjá systrunum og þær fóru að dilla sér eilítið. Hinar stúlkurnar pössuðu töskurnar. Þegar loka átti staðnum, var taska ungu stúlkunnar hins vegar hvergi sjáanleg. Einhver fingralangur dúddi eða dúdda hafði fengið augu á þessa úttroðnu tösku og ákveðið að hún hlyti að vera full af monníngum og á einhvern hátt náð að lauma henni í burtu. So sorry en taskan var ekki full af monníngum! Innihald hennar var hinsvegar: 4 lyklapör (auðvitað allt masterlyklar sem kostar milljón að fá smíðaða), sími, veski fullt af skilríkjum, fínir skór, kápa, trefill, húfa, vettlingar, hjólaljós, peysa, rautt naglalakk og varalitur.


Ég hef eina spurningu! Hafa æðri máttarvöld eitthvað á móti dvöl minni hérna í Kaupmannahöfn, eða er ég einfaldlega bara undir einhverri óheillastjörnu. Breytist mótvindurinn ekki bráðum í meðvind? ....er ég ekki búin að vera góð stelpa í ár?


Annars er ég bara í stuði...tók smá down túr útaf þessu atviki en ég kom jafn fljótt upp og ég fór niður. Fékk mér heimalagaðan tobleroneís og þá var allt gott.

Keypti mér svo rúm í dag...hjúmöngus og fyllir upp í hálft herbergið mitt en "hú kers". Bæ bæ þunna dýna! Ég mun ekki sakna þín og stirðleikamorgnanna sem þú varst valdur að. Héðan í frá er ég kannski A manneskja, hver veit!



Hér er svo jólagjöfin frá mér til ykkar. Var svo glöð þegar ég fann þetta!

Klikkið hér og ég kem ykkur á óvart


Ást og kærleikur til ykkar allra

Hulda
-sem ætlar að vera A manneskja á nýju ári.

Tuesday, December 27, 2005

Lítil jólasaga


Máni Mar bróðursonur minn sem verður fimm ára á morgun hitti Kertasníki á dögunum. Hér er það sem fór þeim á milli:

Máni Mar: "Heyrðu, veistu hvað, ég er síðastur alveg eins og þú. Ég á afmæli síðastur á leikskólanum."
Kertasníkir: "Er það ekki bara fínt að vera eins og ég."
Máni Mar: " Jú en en veistu hvað" sagði sá stutti "þeir síðustu verða fyrstir ... það stendur í Biblíunni".

...góður!


Jólaknús Hulda