Tuesday, January 31, 2006

Á ég að þora að taka metróinn?

Veit ekki hvort þið hafi fylgst með málunum hérna í Danmörku en það er allt í háa lofti út af grínteikningum af Múhameð spámanni sem birtust í Jyllands posten um daginn. Ætti maður að búast við hryðjuverkaárás?

Er alltaf að læra eitthvad nýtt. Þó að danskan mín sé nokkuð nett á kantinum þá er nú hitt og þetta sem má lagfæra og bæta við. Sumar villurnar sem ég geri eru fyndnar aðrar ekki. Hér koma dæmi:

Um daginn setti ég myndband með óhugnalega-liðugri stelpu inn á skólanetið hjá bekknum mínum. Yfirskriftin var svo "Hun kan ta' ormen...lige som mig!"og var ég með því að meina að það sem við ættum sameiginlegt væri að við kynnum að taka orminn. Þarna hefði kannski verið heppilegra að segja "Hun kan lave ormen...lige som mig". Kannski frekar óheppilega orðað...en þetta vakti kátínu meðal skólasystkinanna og það er fyrir öllu. Hér eru nokkur kommentanna sem komu:
"hm...hvaffor en orm Hulda?"
"man får jo en hel masse idéer...eller er det kun mig?"

Já gaman að þessu.

Svo er annað. Þegar ég hef notað sögnina "sagt" í þátíð, sem er skrifuð "sagde" á dönsku þá hef ég sagt hana eins og hún er skrifuð. Var að komast að því að ég á að segja hana eins og hún sé skrifuð "sage". Gaman að því. Óþolandi að fatta svona villur seint því þetta gamla situr svo fast í manni.

Þar til næst bossarnir mínir...
Hulda

p.s. þessi bloggfærsla var kannski ekki upp á marga fiska...í mesta lagi einn kola!

Friday, January 27, 2006

Ég bý í mjög hljóðbæru húsi...


Efrihæð:
Múslima-fjölskylda sem flutti inn fyrir um mánuði. Rífast 24/7, karlinn öskrar og konan hrópar og grætur þess í milli. Rúsínan í pylsuendanum er svo þegar maðurinn tekur bænamottuna fram, snýr sér mót austri og byrjar á sínu "haja man he ja ra da haja".

Neðri hæð:
Mr. Abdúl sem er ávallt í stuði. Reykir pottþétt tvo pakka á dag því hann hóstar viðstöðulaust. Hann er gamall hermaður og er hálf geðveikur eftir þá upplifun. Um daginn fékk hann eitthvað kast og hrópadi einhverja hluti aftur og aftur. Svo snappar hann alveg ef er mikill hávaði í húsinu. Núna er t.d. smiðir að vinna í uppganginum hjá okkur og þá er hann alveg í essinu sínu.

Við hliðina, til hægri:
Tveir hundar sem gelta í hvert skipti sem maður labbar upp tröppurnar...eda niður. Gelta svo líka á morgnana þegar maður fer í sturtu. Eftir sturtuna og hundagelt er ekki hægt að segja annað en að maður sé vakandi.

Við hliðina, til vinstri:
Fjögurra manna fjölskylda med brjáluð börn. Börnin vita greinilega hvað þau vilja og láta foreldra sína heldur betur finna fyrir því. Svo þegar eldhússkúffunum þeirra er skellt aftur er eins og himinn og jörð séu að farast.

Umburðarlyndi er orðin mín sérgrein...

Skólinn byrjar rólega hjá mér. Var bara í tímum mán. og þri. en svo fer allt á fullt í næstu viku. Þessa önn ætla ég að hafa svo mikla stjórn á lífi mínu að annað eins hefur ekki sést. Námið, félagslífið, heilsan, maturinn, allt! Hef aldrei sagt þetta áður...ehh.

Sunday, January 22, 2006

Komin heim heil á höldnu...

Jæja nú er ég komin heim. Reif mig upp klukkan sjö af því ad skólinn byrjaði klukkan átta...eða það hélt Hulda allavega. Ég elska hvað ég er alltaf med hlutina á hreinu. Sit núna og dreg ýsur hérna við lyklaborðið og hugsa mér til skelfingar að ég gæti legið heima í bólinu! Arg. En jæja tíminn byrjar eftir klukkutíma...

Mig langar aðeins ad segja ykkur frá ferðalaginu mínu í gær. Unaðslegt ferðalag ad sjálfsögðu. Byrjaði þannig að ég vaknaði klukkan 10, morgunhress að vanda og ekki laust við að alkóhólið í blóðinu væri enn til staðar. Þynnkan ágerðist því miður með hverri mínútunni sem leið þannig að í fluginu var hún í hámarki. Lenti við hliðina á Gilzenegger tvö, Dana sem var í mjög þröngum Bláa lóns bol, með tveggja daga skegg og snyrtar neglur...næs týpa! Við byrjum eitthvað að spjalla og hann fer að tala um ferð sína og vina sinna á strippbúllu kvöldið áður og sýnir mér visanóturnar frá ferðinni...FLOTTUR! Ef einhver strippklúbbs fari les þetta blogg þá vil ég vinsamlegast benda á að það sem kostar að gefa einni svona "bunny" kampavín get ég næstum lifað á heilan mánuð! Kannski að ég fari bara í strippið?
Við áttum það þó sameiginlegt að dorga aðeins í flugvélinni...ég lá þó ekki andvana alla nóttina(...dorga og andvana...æji töff kona sem sagði þetta, mjög töff, alveg pastalita töff, þess vegna vildi ég herma).
Við lentum í DK klukkan sex og ég var ekki komin heim til mín fyrr en tveimur og hálfum tíma síðar sökum langrar biðar eftir töskum og óheppni með samgöngur. Æðislegt!

Vil annars þakka Bárunum á Bárugötunni fyrir unaðslega helgi...laugardagskvöldið var toppurinn!

Monday, January 16, 2006

Spaugstofan...

Var að horfa á Spaugstofuna og fékk nasaþefinn af íslensku plebbalífi. Einhver smástelpa fær 130 milljónir í starfslokasamning eftir 5 mánaða vinnu (við skulum vonað að hún hafi unnið fyrir laununum sínum. Kannski að hún hafi farið undir borð?), einhver nýríkur plebbi heldur partý á safni í London, Tom Jones spilar og menntamálaráðherra lætur sjá sig (flott Katrín), Tarantino kemur, land og þjóð missir sig og forsetinn okkar er með í að sleikja á honum rassgatið og býður til kvöldverðar! Tarantino er flottur en mér finnst það ekki passa að Hollywood stjörnum sé boðið í mat á Bessastaði. Við getum kannski átt von á því að Bush bjóði Baltasar til kvöldverðar í Hvíta húsið næst þegar hann er í BNA....eða hvað?
Mér ofbýður við íslensku efnahagslífi...já og einn kjúklingur í nettó kostar rúmlega 1100 krónur. Guð hvað ég er ánægð að vera ekki fátækur námsmaður á Íslandi...ég kaupi minn kjúkling á 350 krónur!

Já ég er komin á frón og það er gott.

Kom síðasta fimmtudag og fer næsta sunnudag.

Fer svo á fimmtudag eða föstudag til Reykjavíkur og þá verður tekið á því með stelpunum á Bárugötunni. Kristjanan mín verður 22ja þannig að G&T verður haft við hönd og haldið verður partei vei vei!

Er farin að sofa...

Hulda

Tuesday, January 10, 2006

"Råttan"

Vid rotturnar tegar vid vorum rottu"beibís".

Einhver ykkar hafa líklega heyrt mig tala um Rottu klúbbinn sem var stofnadur á Krabbesholm. Vid erum fimm medlimir (rottur)og fundir ganga út á ad rottast. Ad rottast merkir ad horfa á video (tá sérstaklega Slå på ring) og borda flögur á medan, dansa eins tryllt og madur getur, fara á kaffihús og drekka bjór, borda eins sódalegan mat og unnt er og bara nördast. Ég elskan thennan klúbb en hann heitir réttu nafni Råttan-klub (råttan=rottan á norsku). Planid fyrir næsta sumar er ad ég og rotturnar mínar ætlum í Rottu ferdalag, ákvördunarstadur er annadhvort Ísland eda austur Evrópa, spennó.

Hér koma ljód sem hafa verid samin af rottu-medlimum. Njótid...

I DON'T GIVE A

hold on to my tail and I will hold on to yours

it makes us go in circles

it makes a nasty course

Pass me, past! PASS!

I love your sexy (I dont give a) rat's ass



RÅTTAN 4EVAH-diktet

Rat-rat - thing

looking for a fling

Sexy tits & ass

Råttan's gonna last


Rat-rat - thing

watching slå på ring

hidin' in their nest

not welcoming another guest


Rat-rat - goo

corners filled with poo

make a sticky floor

leave old food behind the door


Rat rat - boom

sleapin in my room

filled with cotton balls

newspaper n' sqiky calls


Rat-rat - me

happy to be free

but I allways am alone

without my other rats at home


Svo er búid ad búa til tvö lög sem heita:

"The Rats last day" og " Don't tease me with your cheesecake"

Halv grimt-dådyr og -råtta kvedur ad sinni

Friday, January 06, 2006

Nýtt ár gengid í gard

Ég og Lene ad fá okkur ad snæda á Sólbakkanum.

Nýtt ár gengid í gard...

Árid 2005 var heldur betur vidburdaríkt. Bjó í tremur löndum og taladi trjú tungumál. Hlídarfjall var upplifun í allri sinni ledju, ég og brettaguttarnir læk this, Frakkland var unadur med sól í hjarta og sól í sinni, Kaupmannahöfn er ávallt minn tebolli. Takk fyrir árid 2005, tó svo ad flest ykkar hafi ég hitt mun minna en ég vildi.
Hef trú á árinu 2006...


Yfir og út
Hulda

Sunday, January 01, 2006

Jól og áramót á Sólbakkanum







Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir allt gamalt og gott. Nú styttist í heimför mömmu og pabba og Jón Ingi íshokkítröll fer áfram til Litháens sem fyrirliði Íslenska u-20 landsliðsins. Það er búið að vera svo notalegt að hafa þau hérna að ég vil helst ekki hleypa þeim heim aftur.
Jólin eru búin að vera kósí mósí og áramótin voru ágæt. Reyndar eru áramót oft dæmd til að valda svekkelsi því maður býst alltaf við kreisí, tjútt, gleði, öðruvísi, boombastic áramótum, en svo er þetta oft bara eins og hvert annað djamm. Lenti reyndar í undarlegum aðstæðum í gær, einhverju sem gerist ekki á hverjum degi. Þegar klukkan var að verða tólf að miðnætti, fórum við familían upp á efstu hæð hérna á Sólbakkanum þar sem var kollegipartý. Þegar ég er búin að vera þar í smá stund kemur sauðdrukkin íslensk stelpa upp að mér og kynnir sig. Ég kynni mig líka og hún fer svo að tala um að hún finni fyrir einhverjum rosalegum tengslum okkar á milli. Það kemur svo uppúr krafsinu að hún er skyggn. Hún talar meira og meira um að hún finni fyrir svona rosalegum tengslum og reynir að fá allt ættartréð mitt og ég segi henni allt sem ég veit (takið eftir að hún var með tárin í augunum meðan á þessu stendur). Allt í einu fer hún svo að signa sig og grætur enn meira og segir að hún sjái eitthvað hræðilegt í framtíðinni hjá mér.
ARG PARTÝKILLER!!!! Skemmtilegar upplýsingar að fá svona á gamlárskvöldi. Hef ákveðið að taka ekki mikið mark á henni þar sem hún var útúrdrukkin og ekki með "fulde fem". Framtíð mín er bara full af gleði og glaum!

Yfir í allt aðra sálma. Í kvöldmat borðuðum við fjölskyldan þynnkupítsu (með shawarma, lauk, papriku, gorgonzola o.fl.) sem var með eindæmum góð en Jón Ingi kom með góða setningu eftir að hafa borðað sneið af henni. "Það er svitalykt af andardrættinum mínum"...já honum fannst vera svitalykt af pítsunni en borðaði hana samt og uppskar svitalyktsandardrátt. Umm lekkert svona í þynnkunni.


Stay tuned my friends...
Hulda með svitalyktsandardrátt