Thursday, June 28, 2007

Bleiku stígvélin enn og aftur nefnd í færslu

Hér sit ég alveg stjörf og sé tölvuskjáinn tvöfaldan, enda er klukkan hálf sex ad morgni og ég er treytt ó svo treytt. Held ad ég sé búin ad draga tá ályktun ad næturvaktir séu ekki minn tebolli, er á einni svoleidis í tessum töludu og hef ekki getad hugsad um annad en rúmid mitt sídasta klukkutímann. Ég hugsa ad klukkutíma hjólatúrinn heim fái ad bída betri tíma...S-tog hér kem ég!

Í sambandi vid gremjuna og svekkelsid vardandi vedurspána fyrir Roskilde tá hef ég ákvedid ad slá tessu bara upp í kæruleysi og segja "op med humøret og på med regnslaget". Tetta á örugglega eftir ad verda dúndur ledju Roskilde og ég ætla ekki ad láta nokkra mm af rigningu slá mig út af laginu, heldur líta á tetta í stadinn sem tækifæri til ad vidra bleiku stígvélin mín....já og gulu regnkápuna ef út í tad er farid.

Vid sem ætlum ad vera saman í tjaldbúdum fundudum ádan yfir dýrindis kvöldmáltid. Atridin sem fundad var um voru:
  • Hvenær eigum vid ad tjalda?
  • Hverjir eiga ad tjalda?
  • Hvar eigum vid ad tjalda?
  • Hverju eigum vid ad tjalda?

Ykkur ad segja tá voru tessi fjögur fundaratridi afar erfid vidureignar, en ég held ad okkur hafi ad lokum tekist ad komast ad samkomulagi um tau. Næsta mál er svo bara ad fara í hlaupaskóna og standa tilbúinn tegar opnad verdur inná svædid á sunnudagsmorgninum.

Annad sem var rætt var til dæmis mikilvægi tess ad hafa skóflu med í för til ad geta drenad í kringum tjöldin og hvort vid ættum ad kaupa "pavillion" til ad geta setid og "hygget os"(svona tjald bara med thaki - getum næstum bókad ad tad fjúki eda rigni burt) eda hvort vid ættum bara ad fjárfesta í stórum segldúk til ad breida yfir allar tjaldbúdirnar.

Adal nidurstada fundarins vard samt sú ad alkóhólid verdur okkar besti félagi og mun hlýja okkur í stad sólarinnar sem enn einu sinni hefur svikid okkur.

Svo heyrdi ég ad spáin um metsumarid med öllum sínum hitabylgjum sé búid ad breytast í spá um ad hér í baunalandi verdi rigning næstu sex vikurnar. Madur veit hreinlega ekki hvort madur á ad hlæja eda gráta...

Hulda

Wednesday, June 27, 2007

"Við skýin felum ekki sólina af illgirni" - Heldur hvað?

Ef er eitthvað sem ég er upptekin af þessa dagana þá er það veðurspáin, þó ekki veðurspáin fyrir daginn í dag eða morgundaginn heldur veðurspáin fyrir næstu viku. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Roskilde festival nefnilega í næstu viku og þá munu um 30.000 manns gista í tjöldum í viku, þar á meðal ég.



Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá líst mér ekkert á þetta!!! Tölurnar fyrir ofan stöplaritin sýna líkurnar og einhvern veginn virðast hæstu prósentutölurnar ansi oft liggja fyrir ofan gráustu myndirnar.

Hátíðin hefði, samkvæmt vananum, átt að vera í þessari viku s.s. síðustu vikunni í júní, en sökum þess að tölfræðin sýndi að veðurfarslega væri oftast betra veður í fyrstu vikunni í júlí þá var hátíðin færð. Veðrið þessa viku er búið að vera ógeð, grámi og rigning þannig að Roskilde nefndin fær tímabundið hrós fyrir þessa ákvörðun, nú er bara að sjá hvort það rætist ekki úr veðrinu í næstu viku. Bara að rigningar júlí 2004 endurtaki sig ekki!




Ég komst í sumarfrí á föstudaginn var. Þvílík gleði! Prófið gekk vel og við í hópnum fórum með bros á vör út í "sumarið". Það er auðvitað búið að vera rigning frá því að ég komst í þetta langþráða frí, en vona innilega að sumarið sé bara að taka út rigningarskammtin og að í júlí- og ágústmánuði verði öll hita, grill, bjór, sólar og gleði met slegin.



Hulda

Wednesday, June 20, 2007

Hundraðasta færslan hvorki meira né minna...

...og þið eruð að kvarta yfir því að ég bloggi ekki nóg.

Þrjár þvegnar vélar, heimatilbúin pizza, jógatími og síðast en ekki síst blogg - já af hverju ætli ég hafi verið svona aktív í dag? Giskið þrisvar...

...mikið rétt próf á föstudaginn.

Kom heim frá Frakklandi og var varla lent þegar ég skellt mér á skrallið - eins og síðasta færsla kannski bar vitni um. Lakkrís-snusið var eitthvað sem Anna hafði fengið gefins á einhverri tóbaksráðstefnu og það ilmaði, en reyndist vera afar slæm hugmynd að skella pokanum svona undir efrivörina í þynnkunni - nikótínsógleði er eitthvað sem ég er ekki aðdáendi að.

Ég og Anna fengum okkur 17.júní köku á kaffihúsi - það var mín þjóðhátíð. Ég setti samt á mig maskara í tilefni dagsins, en ykkur að segja er ég næstum orðin fráhverf fyrirbærinu eftir Frakklandsdvölina. Hvað er betra en að fara í sturtu og vita að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að mæta pandabirni á miðju baðherbergisgólfinu. Er að hugsa um að halda maskaralaust sumar 2007.

Brúnkan virðist eitthvað vera að dofna, en von er á betri tíð - sumarfrí á föstudaginn og ég er búin að gera díl við sólina. Hótaði henni að brúnkukremið yrði minn nýji vinur ef hún færi ekki að gera sig strandvæna.

Við skulum húrra-a fyrir blogginu, 17.júní og bleika deginum 19.júni - já og fyrir henni Lilý sem einmitt varð 22ja þann fína dag.

Húrra
húrra
húrra
húrra
húrra
húrra
húrraaaaaa
...já og hæ hó og jibbí jei og jibbííí jeiii
jeiii
jeiii
jeiii
jeiii
jeiii


Eitt að lokum: Ég er búin að glata öllum símanúmerum - þau fóru norður og niður með gamla nokia símanum mínum (aka. bindinu, leddarasófanum æji þið vitið flotta trendí símanum) sem ákvað að gefa upp öndina í gær. Þess vegna vil ég biðja ykkur kæru lesendur að rita nafn og númer í kommentin hér að neðan - þá gætuð þið orðið svo heppin að fá upphringingu frá mér einhvern daginn.

Hulda - sem daðrar stundum við geðveikina

Sunday, June 17, 2007

Sunnudagur til þynnku

Ég fékk mér lakkrís-snus áðan og er ennþá óglatt af nikotín trippinu, ég með hausverk aka. þynnkuhausverk eftir svaðilfarir gærkvöldsins...þrátt fyrir það fékk ég mér bjór með kvöldmatnum.

Sunnudagur til þynnku
Mánudagur til mæðu

Wednesday, June 13, 2007

Smà update frà Côte d'Azur

Foreldrarnir àkvàdu ad skella sèr til St. Tropez ì dag og gista eina nòtt, thannig ad èg er ein med grìslingana tvo. Tad skiptast à skin og skùrir med stràkana...eina stundina eru teir lömb ad leika sèr vid og tà naestu er allt ì hers höndum. Èg hef fengid ad heyra: "NEEEEJ", "du er dum" "vil iKKe" o.s.frv. en svo hef èg lìka fengid ad heyra "du er sod", "jeg kan godt lide dig" og fengid kossa og fadmlög.

Teir eru yndislegir, en guuuud hvad mig langar stundum ad rassskella tà - sèrstaklega litla skratta sem er à sjàlfstaeda triggja àra aldrinum og heldur ad hann megi allt og geti allt....og ef madur segir "NEI!" tà hlaer hann stundum bara. ARG. Sjaldan hef èg sett upp reidisvipinn og notad vìsifingur eins oft og èg hef undanfarna daga (tid vitid tetta er bara svona reidi'grìma' - èg er sko glöd inni bakvid;)


Ef vid lìtum burt frà tessu litla uppeldisfraedilega verkefni tà er bùid ad vera yndislegt ad vera hèrna à gömlum heimaslòdum. Èg get stolt tilkynnt tad ad èg var sù fyrsta sem gat lokkad Marius nidur ì sundlaugina hèrna og fèkk hann til ad synda med mèr, èg er bùin ad kenna Lèon ad brjòta pappìrsbàta, èg er bùin ad byggja lego, vera ì playmo, leika med brillo lestir og gera svölustu brautarteinaleidir sem um getur, èg er bùin ad leika mikid à ströndinni og komin med hid kaerkomna bikinìfar, bùin ad fara ì strandblak og badminton à strandvellinum sem familìan er med hèrna vid nyja hùsid sitt, èg er bùin ad fara mjög oft ùt ad borda med teim, bùin ad spila fleiri tugi bakkamon leiki vid Birgitte, bùin ad drekka gòdan slatta af ròsavìni (drukkid mikid hèrna à tessum slòdum), bùin ad keyra um hlykkjòtta vegi Sudur Frakklands og àtta mig à tvì ad èg à ekkert ökuskìrteini og èg er bùin ad labba um Valbonne gamla baeinn minn og heilsa gamla saeta manninum sem var nàgranni minn...to be continued


Jaeja gott fòlk thetta voru nokkrar lìnur...var vìst bùin ad lofa teim.


Aetla ì hàttinn enda bùin ad leika mömmu frà tvì klukkan àtta ì morgun og ordin ansi lùin.


Ciao mes amis


Hulda


Thursday, June 07, 2007

Bjartsynin nadi yfirhöndum tarna um daginn...

...og liklega verdid tid ekkert ad drukkna i faerslum fra mèr à naestunni.


Carlsberg verkefnid gekk storvel og nùna er èg stödd i sudur-Frakklandi hjà gömlu au-pair fjölskyldunni minni. Stràkarnir eru ordnir storir og eru enntà jafn saetir. Sà eldri talar eins og fullordinn (enda umgengst hann bara fullordna Dani) og sà litli er komin med ljosar englakrullur og er med ljosblà og stor augu og thetta til samans naer stundum ad draga athyglina frà tvi ad hann getur verid svolitill villingur...hehe.


Nyja husid sem tau bua i er risastort......og sundlaugin er löng og kjörin til ad taka smà sundsprett. I gaer ringdi eins og hellt vaeri ùr fötu en èg vona ad vedrid verdi betra svo èg geti nàd mèr i smà brùnku;)

Aetladi bara rètt ad làta heyra i mèr, aetla ad fara ad lesa fyrir Marius.

Knùs

Hulda