Monday, February 25, 2008

Jááá ef thetta er ekki föstudagskvöld eins og tad á ad vera!



Fannst vera kominn smá tími á "fis og ballade" á thessa sídu.

Hulda

Sunday, February 17, 2008

2 1/2 kíló af vandamálum

Um daginn gerðist ég áskrifandi að Politiken. Frá föstudegi til sunnudags vakna ég því við dynkinn þegar helgarblaðinu er skellt inn um bréfalúguna. Dynkurinn hljómar sem fuglasöngur í mínum eyrum, ég gleymi stund og stað og "áverkum" gærkvöldsins og hleyp berfætt á brókinni út í forstofu og tek 3ja kílóa blaðið upp með bros á vör. Ohhh hvað er gott að kúra uppí rúmi, undir sæng og hafa tíma til að lesa blað.

Í dag er ég búin að sitja í hátt í tvo tíma og lesa fram og til baka um læti síðustu daga. Allir vita hver vandamálin eru, en engin veit hvernig á að leysa þau. Reiðin meðal ungra innflytjendastráka af annarri og þriðju kynslóð er mikil. Strákarnir hafa alist upp á heimilum sem hafa verið undir fátæktarmörkum, af foreldrum sem hafa verið atvinnulausir eða í störfum sem maður tengir við "lægstu stétt", lifað lífi þar sem hefur vantað fyrirmyndir og í staðinn fengið biturleika og vonleysi beint í æð frá blautu barnsbeini. Þetta eru strákar sem eru reiðir, strákar sem samfélagið hefur ekki haft nein úrræði fyrir, strákar sem eiga í vandræðum með að skilgreina hverjir þeir eru og sem finnast þeir vera óboðnir gestir í sínu eigin landi.

Þegar myndir eins og teiknaða myndin af Muhammed med sprengjuna í túrbaninum birtast í blöðum eykst reiði þessa innflytjendakynslóðar - skiljanlega! Þeir sjá þetta sem holdgervingu samfélagsins sem vill þá ekki, sjá þetta sem tilefni til að sprengja, kasta, öskra og sýna "samfélaginu sem er á móti þeim" í tvo heimana. Þetta er vægast sagt hættuleg þróun.

Þegar búið er að taka ákvörðun um að endurprenta þessar skopmyndir talar Pia Kjærsgård ekki um annað en mikilvægi tjáningarfrelsis og bla bla bla. Í fyrsta lagi er bara almennt eitthvað að kerlingunni (ég legg það ekki í vana minn að kalla konur kerlingar, en hún ER bara kerling þannig að...) og í öðru lagi skil ég ekki tal um tjáningarfrelsi í þessu samhengi. Auðvitað á að ríkja tjáningarfrelsi, en ætti maður ekki að hugsa sig tvisvar um þegar maður veit að endurprentun gæti sært, vakið reiði, aukið bilið á milli Dana og innflytjenda og haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir danskt orðspor á heimsvísu. Er einhver að reyna að vingast við bandarísk yfirvöld hérna?!

Ég felldi tvisvar tár yfir blaðinu í dag, í annað skiptið útaf mannvonsku og í hitt skiptið útaf manngæsku. Það er gott að maður geti ennþá lesið eina og eina jákvæða grein til að vega upp á móti öllum viðbjóðinum sem á sér stað í heiminum.

Njótið sunnudagsins,
Hulda

Thursday, February 14, 2008

Stríðið sem tekur á sig margar myndir

Nóttin er rétt að byrja. Staðan á Politiken.dk núna er svona:

Voldsom brand på skole i Bagsværd
Brandvæsnet slukker brændende biler i Kokkedal
Brand flere steder i København
Politiet beder om hjælp til at stoppe uro
Politiet opfordrer folk til at klage over chikane
Politiet beskyldes for chikane på Nørrebro
Politiet frygter ny uro i aften
Fem kræves fængslet efter uro i København
17 anholdt for ildspåsættelser i København
Lejlighed brænder på Vesterbro

Huggulegt ekki satt!!

Ekki skil ég fólk sem kveikir í bílum hjá saklausu fólki, hefur uppi morðhótanir og kastar steinum í lögreglumenn...en enn minna skil ég krísu-ákvarðanatöku hjá dönskum stjórnmálamönnum.

Ég er orðin þreytt á stríðinu í þessari borg. Verum góð hvort við annað, það er svo miklu skemmtilegra.

Hulda

Tuesday, February 12, 2008

GET LOST

Önnur sýninganna sem ég er með í að skipuleggja á DAC heitir GET LOST. Hún snýst um "social bæredygtighed", sem gæti þýðst yfir á íslensku sem félagsleg burðargeta.

Hvernig skipuleggjum við nútíma stórborgir, fyrir hverja og út frá hvaða gildum?
Að skipuleggja borg sem rúmar alla er meira en að segja það.
Hvernig býr maður til garð þar sem rónarnir geta eytt löngum stundum án þess að það hræði burt barnafjölskyldurnar?
Hvernig byggir maður upp hverfi með félagslegum íbúðum án þess að það endi með að verða ghetto?
Hvernig stuðlar maður að borg med margbreytilegu mannlífi, með fátækum, ríkum, útlendingum, barnafjölskyldum, einhleypum, öldruðum - öllum á sama stað?

Oft virðist "marginalisation" (útskúfun á íslensku?) eiga sér stað í stórborgum, þ.e. minnihlutahópum er ýtt burt frá miðju samfélagsins. Félagslegu íbúðirnar eru settar í útjaðar borgarinnar, gamla fólkið gleymist og fær að vera einmana í friði, skýli fyrir heimilislausa þurfa helst að vera í verksmiðjuhverfum því æsingur verður sjaldan meiri og undirskriftalistar sjaldan lengri en þegar sögur fara á kreik um að opna eigi athvarf fyrir heimilislausa í íbúðahverfi.

Mér finnst mjög áhugavert ad velta þessu fyrir mér. Hér sit ég á Amager sem hefur ekki beint besta orðsporið, en af hverju er það svo? Af hverju er Amager "ófínna" en t.d. Vesterbro? Göturnar eru sópaðar jafn oft og húsin eru jafn vel byggð.

Eiginlega vildi ég ekkert með þessu bloggi, ekki annað en kannski að vekja ykkur, lesendur góðir til umhugsunar. Ég hef engar lausnir á öllum þessum vandamálum sem borgarskipulagsmenn þurfa að glíma við, og eitt er víst, þeir hafa þær ekki heldur.

Lifið heil,
Hulda

Saturday, February 02, 2008

Aldurinn farinn ad segja til sín


Tarna sitjum vid sambylingarnir og bordum fyrstu kvöldmáltídina eftir ad vid fluttum formlega inn. Á bodstólnum var ristad rúgbraud og te.
Ég var ad horfa á fréttirnar í tölvunni og hafdi ekki græna glóru um ad Jón Ingi væri ad taka mynd. Útkoman var skrautleg og bendir svipurinn á mér til tess ad fréttirnar frá hinum stóra heimi hafi ekki beint verid broslegar.


Í dag er laugardagur og ég ætla ad vera ein heima, drekka te og horfa á DR (danska ríkissjónvarpid). Aldurinn er nefnilega ad færast yfir mig:


Efst á innkaupalista - hrukkukrem!


Ummerki gærkvöldsins eru líka enntá adeins of greinileg, tá í formi almennra tussulegheita já og polka-stimpils.



Eigidi gott kvöld og gódan sunnudag kæru vinir.

Hulda