Wednesday, May 28, 2008

meðaljón

Jæja, nú er ég búin að senda stressaðu stelpuna í vonleysiskastinu, sem tók sér bólfestu í líkama mínum síðasta mánuð, af stað til mánans. Hún var nánast gróin föst við tölvuna, baugarnir voru farnir að lafa niður á efrivör og munnvikin komin full langt suður. Mér líkaði ekki við hana og vona svo sannarlega að ég rekist aldrei á hana aftur á lífsleiðinni.

Hef aldrei fundið fyrir öðrum eins létti og þegar ég skilaði barninu mínu á CBS. Krakkagemlingurinn hafði verið erfiður viðureignar og uppeldið var langt og strangt, en ég held að þetta hafi bara verið ágætis meðaljón sem ég sendi út í hinn stóra heim.

Bjórinn hefur aldrei smakkast betur og rúmið aldrei verið eins þægilegt....ohhh þvílíkur unaður.

Það eina sem er eftir er að verja verkefnið. Hef ekki miklar áhyggjur af prófinu enda þekki ég barnið út og inn.

Vona að allir séu að koma heilir út úr próftíð og verkefnaskilum.

Kossar,
Hulda

Saturday, May 24, 2008

Wednesday, May 21, 2008

fyrir stúdenta í dönsku

Í gærkvöldi skrifaði ég inná innranetið hjá "bekknum" mínum...og svörin sem eru komin eru frekar fyndin. Veit ekki alveg hversu mikið skóladanskan dugar manni í þessu samhengi, en ég veit allavega að það eru nokkrir "hálf"danskir sem lesa þetta blogg sem gætu haft gaman af.

------------------------------

Er jeres negle begyndt at vokse ned i tastaturet, er I groet fast ved skrivebordsstolen og hænger jeres psykiske tilstand i en tynd tråd?

Sådan kan mit nuværende tilstand i hvert fald beskrives...men om en uge er det slut slut slut slut sluuuuuuuuut!!

Hvad siger I til at vi mødes til en lille jeg-har-ikke-sovet-i-tre-døgn-men-jeg-vil-da-lige-sige-hej-til-mine-soon-to-be-ex-medstuderende?

Kl. 11.30 om en uge kommer jeg i hvert fald til at sidde udenfor, hvis det er godt vejr, ellers inde i Nexus. I kan kende mig på de mørke rander under øjnene, på joggintøjet der efter bachelortiden er ved at være en anelse slidt, det uredte hår og det utrolig lykkelige smil.
Vi ses skattebasser. Pas på jer selv og skriv løs.

Hulda Hallgrímsdóttir
-----------------

Tak fordi vi må være dine skattebasser...:-)

Leman Kanat

-----------------

....vi tilslutter os hermed 100%. Både når det gælder seriøs psykisk ustabilitet og en aftale om at ses på tirsdag! Wauw, det bliver godt... '

Marie Louise Schneeklooth

----------------

Den fæces-fikserede (og en anelse isolerede) sommerhusgruppe melder deres ankomst! Watch out og lad os battle rander under øjnene. Strategi til når joggintøjet begynder at lugte en kende for fælt. Byt simpelthen tøj med en anden sørgelig medstuderende. En ny svedlugt kan synes som en frisk brise, når den friske luft kun er noget der observeres gennem et vinduet. Kh Mette, Christine, Nanna og Lercke

Camilla Lercke

-----------------

Lercke, jeg vil gerne have min gymnastikdragt og min Rexona tilbage...NU! Det går bare ikke at du sådan stjæler vores tøj mens vi er på toilettet....bare fordi at du ikke skal skide! Skulle aldrig have spist den kage!....vel Chris? Og Lercke...du rører ikke mine regnbuestribede strømpebukser - og du holder bare nallerne fra den stikpille!...og forresten Hulda-baby. I'll be there!S

Nanna Schultz Schultz Christensen

-------------------

Nej, Nanna - du har ret. Når kagen er kommet ind, skal den jo også ud igen på et tidspunkt.. Trist når man er fire kageglade tøser, der befinder sig i sommerhusland med overfyldte ceptitanke... Hurra for uciviliserede jordhuller! Jeg tropper også op, Hulda - og lader skovl blive i sommerhuset...

Christine Ravn Skovlund

--------------------

Hermed en opfordring til andre grupper, nu hvor vi så yndefuldt at udstillet vores hemmelige gruppeliv til folket!

Byd endelig ind med anekdoter fra the dark side of the bachelor days!!

Vær ej sky,ej heller forlegen...

----------------

Vores erkændelse: Vi har laget en fake spørgeundersøgelse på SiteScape som er ret sjov (synes vi). Find den frem og bytt ut Blog med Sex. Vi kalder det overskudd, men det er nok et tegn på det motsatte.

Kjartan Slette

-------------


Allavega er ég búin að skemmta mér vel yfir svörunum enda þarf kannski ekki mikið til,
Hulda

Tuesday, May 20, 2008

engin meðaumkun?!

Þegar þið vitið að ég er að skrifa bachelor af hverju kommentiði þá ekki? Vitiði ekki að ég tjékka bloggið sirka 30 sinnum á dag í von um smá líf á síðunni?



Finniði fyrir því hvað ég er orðin óþægileg manneskja?



Ég er farin að krefjast þess að lesendur bloggsins kommenti hjá mér, ég er farin að grátbiðja aðra bloggara að blogga oftar (hafði ekki góðar afleiðingar, sjá færsluna 'fyrir Huldufólkið' á www.blog.central.is/garparnir), ég er farin að skipta mér að félagslífi MA aftur (sjá hér) og ég er farin að pirrast yfir óaktífu fólki á Facebook, ég meina halló koma svo loada inn myndum, hættu með kærastanum, sendu 'good karma', joinaðu einhvern skemmtilegan hóp - I need some action!


Hvað segiði skiladagur eftir viku - er það eitthvað...

Monday, May 19, 2008

já já

Ég var að tala við vinkonu mína um þessa geðveiki sem grípur mig þegar ég er að skrifa stór verkefni eða í próftíð. Ég nefndi hluti við hana eins og armbeygjur, jarðaberjagloss, símtöl til vina sem ég hef ekki heyrt í lengi, grettur, ljótufatakeppni, vatnsþamb og svo ekki sé minnst á balletsporin og teyjuæfingarnar sem eiga sér stað á Woltersgade. Vinkonan hló að mér.

Sú hin sama vinkona, sem skal taka fram er líka að gera bachelor verkefni, hringdi í mig degi seinna eftir að hafa sjokkerað sjálfa sig við að flasha fyrir framan spegilinn. "Þetta gerðist bara" sagði hún í uppnámi eftir stundargeðveikina.

Kleppur er víða gott fólk...

Monday, May 12, 2008

Ég er alveg ágæt

Ég hló pínu að sjálfri mér þegar ég íklædd sumarkjól reisti mig upp frá gólfinu, rauð í framan eftir að hafa tekið 10 armbeygjur.

Þessi inniseta fær mig til að gera undarlegustu hluti...

Sunday, May 11, 2008

2 vikur

Blandan af að ganga illa með bachelor og horfa á sólina fyrir utan lætur mann líða svona...



Ákvað að deila því með ykkur, ef þið skilduð ekki þekkja þessa tilfinningu sem lætur mann langa til að öskra og gretta sig, stappa niður fótunum og grenja.

Spilaði samt aðeins á harmonikkuna áðan...það hjálpaði aðeins uppá brosið.

Hulda