Sunday, December 30, 2007

Súkkulaðicraving og ölæði

Jólin eru ágæt...en ég verð samt á einhvern undarlegan hátt fegin þegar ég hugsa til þess að machintoshið sé bráðum búið og ferðum mínum á Karó linnir. Ekki misskilja mig ég elska machintosh og Karó og allt sem henni blessaðri fylgir er ó svo ljúft, en samt fæ ég alveg ársskammtinn á þessum tveimur vikum. Líklega er ástæðan samt bara misnotkun af minni hendi....misnotkun sem veldur því að ég hugsa með hryllings til kampavínsins sem ég mun drekka á morgun. Ölæðið síðustu daga hefur víst dregið svolítið úr áramótatilhlökkuninni.









En eitt er samt víst á Akureyri er gaman.................á jólunum.

Friday, December 14, 2007

Bæði betra...



Vona að þið njótið þess að vera inni í hlýjunni meðan veðrið er svona!

Ást, Hulda

Sunday, December 09, 2007

Pipardropar og sálgreining

Hér sit ég með fjörmólk í glasi og maula pipardropa. Ég stóðst hreinlega ekki mátið þegar ég var í Bónus um daginn heldur fjárfesti í 500 grömmum af pipardropum....svo keypti ég líka 70% bónus suðusúkkulaði en það er önnur saga.

Ég sit hérna og er virkilega að tónlistarhommast....er að hlusta á Capri Catarina með Bó, geri aðrir betur segi ég nú bara. Mér varð bara hugsað til þessa lags um daginn og annarra ljóða eftir Davíð Stefánsson og langaði svo mikið að hlusta á annað hvort það eða Konuna sem kyndir ofninn minn en fann lögin hvergi á netinu. Sit svo núna í tölvunni hennar Ingibjargar og hvað haldiði að stelpan hafi fundið í iTunesinu hennar annað en Capri Catarínu, já lífið kemur stundum svo skemmtilega á óvart haha. Vona virkilega að enginn fari með þessa elliheimilissögu áfram.

Annars er ég að gera vinnubók í Leadership áfanga sem ég er í. Spurningarnar hljóma meðal annars svona:
  • What are the elements of my style, personality, an skills that will make my learning to be at better leader more difficault?
  • Who were considered leaders in your family?
  • The patterns I've discovered from my family history that block or support me as a leader are:
  • What are the hardes lessons you have learned in our life?

You get the picture? Ég sit hérna og er að sálgreina sjálfa mig, barnæsku mína og hæfileika mína og galla. Shiiiiiittt æl æl æl! Pipardroparnir, Catarína og fjörmjólkin eru þó að bjarga þessu aðeins. Er komin á bls. 80....130 to go úff!

Skil á þessu á morgun og þá tekur við jólaföndur og kortaskrif júbbíí.

Hulda

Friday, November 23, 2007

Einhverskonar krísa...kannski

Engar skýringar eru á því hvers vegna færslum á þessari síðu virðist fækka með tíð og tíma.
Ungmeyjarhitans hefur allavega ekki orðið vart á henni í þó nokkurn tíma, þó svo að hann sé að sjálfsögðu ríkjandi í hinum "raunverulega" heimi.

Ungmeyin, eigandi bloggsins hefur ákveðið að tala um sig í þriðju persónu í dag. Hún veit ekki af hverju...she just feels like it.
Það er skiptinemahittíngur í kvöld og skiptineminn sjálfur ætlar að sjálfsögðu að láta sjá sig og leika á alls oddi. Að því tilefni fjárfesti hún í mjöð nokkrum kenndan við Lite. Lite vegna þess að hún var ennþá með blautt hárið og íþróttatöskuna á bakinu og fannst þess vegna að Lite ætti betur við. Rassinn verður stinnari en ever þessi jólin, en eins og Guðjón sagði svo snilldarlega einu sinni þá "getur smjörlíki líka verið hart".

Undanfarnar vikur í lífi ungu dömunnar hafa liðið ógnvænlega hratt. Kannski er þetta bara hluti af því að verða eldri - time flies. Ungu stúlkunni finnst allt í einu eins og fullorðinslífið nálgist aðeins of hratt. Jafnaldrar virðast í óða önn við að unga út börnum, þéna peninga og kaupa sér jeppa, á meðan hún sjálf getur ekki hætt að hugsa um hvert hún ætlar að ferðast, hvaða tungumál hún ætlar að læra og hvað hún ætli að ná að upplifa. Að festa rætur einhvers staðar virðist svo óralangt í burtu.
Eftir langa unaðs helgi í foreldrafaðmi áttaði ungmeyin sig samt einnig á því að mest langar hana bara að vera í tryggum foreldrafaðmi um ókomna tíð. Þannig myndi hún losna við allar þær erfiðu ákvarðanir um framtíðina sem virðast vera endalausar í augnablikinu: hvar á hún að fara í praktík, hvar á hún að búa, hvað langar hana að verða þegar hún verður stór og hvað ætlar hún að gera að bachelornum loknum?

Unga stúlkan með ævintýraþrá ákvað þó að segja skilið vil allar áhyggjur í bili því að í dag er föstudagur og á föstudögum á maður ekki að hugsa um framtíðina heldur lifa í núinu. Núna situr hún með nýopnaðan bjór í annarri og maskara í hinni og er svo sannarlega tilbúin í slaginn.

Eigiði góða helgi ljúfurnar,
Hulda

Saturday, November 10, 2007

Það er laugardagur....

...og gleðin er kannski ekki alveg eins ríkjandi eins og á Airwaves-laugardeginum.
Hér erum ég og Kris í góðu glensi...eins og okkur einum er lagið.

Sunday, October 21, 2007

Airwaves 2007 - heljarinnar stöööööð

Long asses - hell yeah
Kolaportið stendur fyrir sínu
mmm...
Einbeittar að panta pizzu

Í góðra vina hópi á Kaffibarnum
Í tyggjóskúlptúrgerð
Ása að taka sig til...
Lene á Nasa
Á þingvöllum með Óttar Una í kerru

Skemmtilegasta kvöldið - föstudagur á Listasafninu

Sveittar eftir trylltan Trentemøller dans

...þið trúið því ekki hvað við erum búnar að hlæja að þessari mynd

Lene náði regnboganum

Á þriðjudögum eftir bjór á Sirkus má maður alveg fara í "hrista haus-taka mynd" leikinn


Lifið heil,
ykkar
Hulda

Thursday, October 11, 2007

Hvernig er það...

...getur það ekki alveg talist til alvarlegra vandamála ef maður kaupir sér 19.000 kr. skó og sér framá að þurfa að ganga með 600 kr. hælsærisplástur í hvert skipti sem maður ákveður að láta sjá sig skónum? Ég er samt búin að sætta mig við að námslánin þessa önn fari bara í þetta....enda eru þetta með eindæmum fallegir skór.

Thursday, September 27, 2007

Um viðtökur á færslunni "Götur eru [greinilega] ekki ruslafötur"

Ég komst svo sannarlega að því þegar ég póstaði blogginu "Götur eru [greinilega] ekki ruslafötur", að fyrir mig skiptir magnið af lesendum þessa bloggs ekki máli, heldur gæðin.
Ég ákvað að taka færsluna út af alheimsnetinu því mér fannst umræðan vera komin út í bölvað rugl...orðin ómálefnaleg og fólk byrjað með derring.
Kommetin fóru að flæða inn í gær og enduðu í þeirri skemmtilegu tölu 69. Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda var að linkað var inn á bloggfærsluna af B2.is undir yfirskriftinni "Ofbeldi lögreglunnar í miðbænum nær hæðum" eða eitthvað álíka. Yfirskriftin var í sjálfu sér nóg til að ég hugsaði "þessum leik nenni ég ekki", enda átti bloggið aldrei að gera lítið úr lögreglu þessa lands heldur þess í stað setja stórt spurningamerki við lögreglusáttmálann sem verið er að vinna eftir.
Ég vona að við í framtíðinni getum átt í málefnalegum umræðum á þessu bloggi...

kv. Hulda

Wednesday, September 26, 2007

Bless, bless umræða um ruslafötur og piss

Ég kom hingað inn á síðuna og ætlaði að skella í eins og eina bloggfærslu. Hér sit ég um klukkutíma síðar en ekki komin lengra en þetta, ástæðan, ég varð að lesa í gegnum þau 63 komment sem komu við síðustu færslu...já og að sjálfsögðu bæta einni við. Pabbi orðaði þetta rosalega pent áðan, hann sagði "Hulda, ég held að þú hafi stigið inn á jarðsprengjusvæði" og eins og allir vita þá hefur pabbi alltaf rétt fyrir sér.
Eiginlega var ég með fullt af eldheitum efnum sem mig langaði að blogga um; Jagtvegj 69, framkomu Íslendinga við útlendinga, útbreiðslu HIV og ég veit ekki hvað og hvað.....

...en í staðinn ákvað ég að segja ykkur frá því hvað ég borðaði í hádegismat. Hádegismaturinn samanstóð af samloku með hangikjöti og piparrótarsósu. Þurr var hún, en ljúffeng engu að síður.

Hulda - 'sem er farin að dorga yfir sjónvarpinu og býst því við að liggja andvana alla nóttina'.

Tuesday, August 07, 2007

Nú er sumar...

Sumarið er komið og ég held svei mér þá að þakka megi föður mínum fyrir það. Allt bendir til þess að hann hafi verið afskaplega ljúfur og góður í ár, því árin eru orðin 51 og dagurinn í dag var einn af bestu dögum sumarins. Til hamingju með daginn pabbi minn.

Um helgina var ég í bústað með Selmu, Lene, Idu og pabba Selmu (hluta úr ferðinni). Á síðasta ári fórum ég, Selma og Lene til Vesterhavet, en í ár var Rørvig staðurinn og Ida bættist í hópinn. Við, hinar fjóru fræknu, erum búnar að ákveða að síðsumarbústaðaferðin sé orðin að hefð – og hefðir eru svo sannarlega til að halda í (ég lærði’ða sko í MA!). Veðrir var gott, geiturnar voru vinir okkar, íslensku hestarnir voru landi og þjóð til sóma, spjallið og þá sérstaklega um hitt kynið vantaði ekki, við böðuðum okkur í hafinu, sólin skein sem aldrei fyrr og við nutum þess að vera til. Maturinn var víst líka góður og bjórinn ekki síður, en þar sem Roskildekvefið, sem er enn að stríða mér þrátt fyrir 10 daga pensilínkúr, gerir það að verkum að ég hvorki finn bragð né lykt af neinu. Ég reyndi þess vegna að ímynda mér hvernig þessi dýrindis matur sem við matreiddum væri á bragðið. Bragðskynið og lyktarskynið er enn ekki komið og sælkerinn ég er að ganga af göflunum yfir því. Kunnið þið einhver ráð við þessu?
Jæja, en hvað um það. Grámyglan og gegnsæjan (þó ekki kvefið) eftir blautt sumar hvarf eins og dögg fyrir sólu í sumarbústaðnum og ég er ekki frá því að ég sé búin að fá smá lit.

Ég bjó til slideshow bara fyrir ykkur:



Núna var ég að koma af síðustu vaktinni minni á sambýlinu. Ég var leist út með gjöfum og heillaóskum og fékk að vita það að það væri alltaf laus staða fyrir mig í O-huset. Ein sem er fastráðin þar tilkynnti mér það svo að hún hefði skírt hvolpinn sinn eftir mér. Ég er sko hæst ánægð með það að eiga hvolpanöfnu.

Rétt rúmlega vika í heimkomu....

sjáumst,
Hulda

Wednesday, July 11, 2007

Drulluskelda 2007

Ég sá fréttamann frá Ríkissjónvarpinu standa með hljóðnemann sinn á tónleikasvæðinu þegar rigningin var sem mest og geng þess vegna út frá því að fréttir af blautri Hróarskelduhátíð hafi borist heim á Frón.

Á sunnudeginum sem tjaldsvæðið opnaði þurfti ég að vinna og fékk þess vegna stelpurnar sem ég ætlaði að vera í tjaldbúðum með til að tjalda mínu tjaldi. Ég fékk skilaboð inn á talhólfið mitt um að þær hefðu náð frábærum stað og það sem eftir var af vaktinni sat brosið fast. Brosið hvarf þó eins og dögg fyrir sólu á leiðinni heim úr vinnunni. Ég fékk að vita að búið væri að reka okkur og eigendur 200 annarra tjalda af svæðinu sem við höfðum tjaldað á af öryggisástæðum. Klukkan var þá orðin 12 á hádegi en það þýddi, þrátt fyrir mikla leit, að ómögulegt var að finna gott stæði fyrir tjaldbúðirnar. Þetta endaði þess vegna með að við þurftum að splitta okkur, sumar bjuggu á austur- og aðrar á vestursvæðinu. Bömmer...

...en fall er fararheill - eins og sagði einhversstaðar.

Rafmagnslagersvinnan var jafnvel enn betri í ár en síðasta ár. Vaktirnar enduðu oftast nær í bjórdrykkju og eiginlega var skúrinn okkar annað heimili, okkar þurra og hlýja heimili og ísskápurinn með kalda ókeypis bjórnum okkar besti vinur. Limbókeppnin með rafvirkjunum er líka eitthvað sem seint gleymist og DJ útvarpssappari stóð fyrir sínu. Eftir vikuna breyttum við nafninu á skúrnum úr því að vera EL-lageret í ad vera ØL-lageret - það átti svo miklu betur við.

Veðurspáin sem ég hafði óttast svo mikið stóðst því miður - og vel það. Tölurnar eftirá segja að rignt hafi yfir 100mm en síðasta metregnár rigndi um 47mm.
Ég svaf vel í tjaldinu mínu í þrjár nætur en þegar komið var að fjórðu nóttinni stóð tjaldið mitt og Lene í miðri tjörn.
Björgunaraðgerðir hófust til að bjarga fötum og öðru, en allt var orðið rakt þannig að skottúr til Kaupmannahafnar var nauðsyn. Það sem eftir var af hátíðinni svaf ég í hlöðu inni á starfsmannasvæðinu. Það er gott að eiga lítinn bróður sem sér um systur sínar og það er gott að vera með aðgang að starfsmannasvæðinu.

Já og svo fór ég víst líka á nokkra tónleika...

Analogik tónleikarnir voru einir af fyrstu tónleikunum á Roskilde í ár. Það var þó ekki hægt að sjá það á fólkinu því það hagaði sér eins og vel upphitaður mannskari. Stemningin var unaðsleg og gleðin í algleymingi. Ekki slæmt að byrja hátíðina á dúndurpartýi. Strákarnir í Analogik fá fullt hús hjá mér sem partý hljómsveit - þeir spiluðu líka á Krabbesholm ellevstævne og þar var stemningin ekki síðri. Fór að finna fyrir harmonikkusöknuði þarna.

Arcade fire tónleikarnir voru búnir að vera tilhlökkunarefni í fleiri mánuði. Eftir að tónleikunum hér í Kaupmannahöfn var aflýst urðu væntingarnar til Roskilde tónleikanna tvöfalt meiri. Ég hef samt ekki ekki ennþá alveg getað gert uppvið mig hvort tónleikarnir stóðu undir væntingum. Tónleikarnir byrjuðu vel og enduðu stórkostlega, en það kom einhver smá lægð um miðbikið. Lægðin var svo sem ekki djúp, ca. tvö lög sem voru svona la-la og hljóðið hefði getað verið betra. Góðir tónleikar...ég ætti ekki að kvarta.

Björk hélt tónleika á Orange senunni í grenjandi rigningu. Guli regnjakkinn minn reyndi allt hvað hann gat en þrátt fyrir baráttuna var ég blaut og köld eftir tónleikana. Kuldinn og votviðrið skiptu samt engu máli því að ég og allir sem í kringum mig stóðu gleymdum öllu um rigningu og gráðviðri þegar bjarta og orkuríka rödd Bjarkar ómaði. Það fór ekki á milli mála að berfætta sjarmatröllið hafði prófað þetta áður! Tónleikarnir voru ótrúlega massív og flott heild þrátt fyrir að blandað væri saman gömlu og nýju efni.

Booka shade. Þvílík stemming og stuð! Eftir þessa tónleika var ég ekki blaut af rigningu heldur svita - held að það segi það sem segja þarf.

Whitest boy alive
. Drengirnir fengu yfirdrull í Roskilde blaðinu - sem ég skil ekki!?! Er ekki viss um að gagnrýnandinn hafi verið á sömu tónleikum og ég, því þeir tónleikar sem ég var á voru szhnilld. Erland Øye var auðvitað augnayndi eins og fyrri daginn og eiginlega var það afþreying útaf fyrir sig að horfa á allar slefandi stelpurnar í tjaldinu.

Flaming Lips. Það fer ekkert milli mála að Wayne Coyne hefur notað einhver "gleðiefni" í gegum tíðina, maðurinn er steiktur og talar steypu. Vinkonu minni finnst hann sexy - hann er það kannski á einhvern undarlegan hátt. Tónleikarnir í Tivoli koncertsal voru betri, en þessir voru fínir og það rigndi ekki meðan á þeim stóð. Karlarnir eru þrælgóðir í skemmtanabransanum og þeir vita hvernig á að ná stemmingunni upp. Blöðrur, sprengjur, dansandi geimverur og jólasveinar, fjöldasöngur o.s.frv. Mér finnst alltaf jafn gaman að syngja með Yoshimi Battles the Pink Robots - og ég söng eins hátt og ég gat.

Beirut. Hér fór ég fyrir alvöru að finna fyrir harmonikkusöknuðinum, svo mikið að ég er búin að fara inn á Den Blå Avis og leyta að harmonikkum til sölu. Þetta er flott band og tónlistargleðin og hæfileikarnir skína hvarvetna. Ég var ekki vöknuð almennilega þegar tónleikarnir hófust, en þegar þeim var lokið var ég svo sannarlega vöknuð og klár í daginn. Held að þetta hafi verið besta 'vakna-móment' sem ég hef átt.

Taxi Taxi! Sænskar 17 ára tvíburasystur sem eru fallegri en orð fá lýst (x 2!), feimnar á sjarmerandi mátann og með ótrúlega fallegar englaraddir. Held að það sé vert að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Justice. Hefði ekki getað hugsað mér betri máta að enda þessa festival á - dansaði frá mér allt vit og daðraði smá á meðan á því stóð.
Apafestin sem fylgdi á eftir með leyfunum af festivalgestunum var stórkostleg. Hef sjaldan séð nokkuð fyndnara en 200 manns sem allt í einu finnst þau vera bestu stomparar í heimi. Garðstólar voru rifnir í sundur og rörin notuð sem "trommu"kjuðar og allt sem á vegi varð var notað sem ásláttarhljóðfæri. Ég mun alltaf vera á Roskilde fram að mánudeginum eftir þessa upplifun!


CSS, The National, Beasty boys, Basement Jaxx, Band Ane, Bonde de Role, Djuma Soundsystem og Timbuktu voru allt fantalega góðir tónleikar sem ég sá líka. Núna er ég bara þreytt og nenni ekki að skrifa meira.

Ég er þó með eina tilkynningu: Bleiku stígvélin mín lifðu Hróarskeldu ekki af. Þegar leðjan var farin að vella inn um lítið gat á hægri fæti fjárfesti ég í nýjum stíbbum, þau eru svört með gullglimmeri. Megi þau bleiku hvíla í friði.

Það stóð einhversstaðar skrifað með graffity "Hvis du tuder over mudder er du en luder" - ég er engin lúða og skemmti mér því DRULLUvel á Hróarskeldu í ár!

Koss, knús, yfir og út
Hulda
p.s. lesið e.t.v. um Sólarskelduna 2006 hér.
p.p.s. mánuður í heimkomu...

Thursday, June 28, 2007

Bleiku stígvélin enn og aftur nefnd í færslu

Hér sit ég alveg stjörf og sé tölvuskjáinn tvöfaldan, enda er klukkan hálf sex ad morgni og ég er treytt ó svo treytt. Held ad ég sé búin ad draga tá ályktun ad næturvaktir séu ekki minn tebolli, er á einni svoleidis í tessum töludu og hef ekki getad hugsad um annad en rúmid mitt sídasta klukkutímann. Ég hugsa ad klukkutíma hjólatúrinn heim fái ad bída betri tíma...S-tog hér kem ég!

Í sambandi vid gremjuna og svekkelsid vardandi vedurspána fyrir Roskilde tá hef ég ákvedid ad slá tessu bara upp í kæruleysi og segja "op med humøret og på med regnslaget". Tetta á örugglega eftir ad verda dúndur ledju Roskilde og ég ætla ekki ad láta nokkra mm af rigningu slá mig út af laginu, heldur líta á tetta í stadinn sem tækifæri til ad vidra bleiku stígvélin mín....já og gulu regnkápuna ef út í tad er farid.

Vid sem ætlum ad vera saman í tjaldbúdum fundudum ádan yfir dýrindis kvöldmáltid. Atridin sem fundad var um voru:
  • Hvenær eigum vid ad tjalda?
  • Hverjir eiga ad tjalda?
  • Hvar eigum vid ad tjalda?
  • Hverju eigum vid ad tjalda?

Ykkur ad segja tá voru tessi fjögur fundaratridi afar erfid vidureignar, en ég held ad okkur hafi ad lokum tekist ad komast ad samkomulagi um tau. Næsta mál er svo bara ad fara í hlaupaskóna og standa tilbúinn tegar opnad verdur inná svædid á sunnudagsmorgninum.

Annad sem var rætt var til dæmis mikilvægi tess ad hafa skóflu med í för til ad geta drenad í kringum tjöldin og hvort vid ættum ad kaupa "pavillion" til ad geta setid og "hygget os"(svona tjald bara med thaki - getum næstum bókad ad tad fjúki eda rigni burt) eda hvort vid ættum bara ad fjárfesta í stórum segldúk til ad breida yfir allar tjaldbúdirnar.

Adal nidurstada fundarins vard samt sú ad alkóhólid verdur okkar besti félagi og mun hlýja okkur í stad sólarinnar sem enn einu sinni hefur svikid okkur.

Svo heyrdi ég ad spáin um metsumarid med öllum sínum hitabylgjum sé búid ad breytast í spá um ad hér í baunalandi verdi rigning næstu sex vikurnar. Madur veit hreinlega ekki hvort madur á ad hlæja eda gráta...

Hulda

Wednesday, June 27, 2007

"Við skýin felum ekki sólina af illgirni" - Heldur hvað?

Ef er eitthvað sem ég er upptekin af þessa dagana þá er það veðurspáin, þó ekki veðurspáin fyrir daginn í dag eða morgundaginn heldur veðurspáin fyrir næstu viku. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Roskilde festival nefnilega í næstu viku og þá munu um 30.000 manns gista í tjöldum í viku, þar á meðal ég.



Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá líst mér ekkert á þetta!!! Tölurnar fyrir ofan stöplaritin sýna líkurnar og einhvern veginn virðast hæstu prósentutölurnar ansi oft liggja fyrir ofan gráustu myndirnar.

Hátíðin hefði, samkvæmt vananum, átt að vera í þessari viku s.s. síðustu vikunni í júní, en sökum þess að tölfræðin sýndi að veðurfarslega væri oftast betra veður í fyrstu vikunni í júlí þá var hátíðin færð. Veðrið þessa viku er búið að vera ógeð, grámi og rigning þannig að Roskilde nefndin fær tímabundið hrós fyrir þessa ákvörðun, nú er bara að sjá hvort það rætist ekki úr veðrinu í næstu viku. Bara að rigningar júlí 2004 endurtaki sig ekki!




Ég komst í sumarfrí á föstudaginn var. Þvílík gleði! Prófið gekk vel og við í hópnum fórum með bros á vör út í "sumarið". Það er auðvitað búið að vera rigning frá því að ég komst í þetta langþráða frí, en vona innilega að sumarið sé bara að taka út rigningarskammtin og að í júlí- og ágústmánuði verði öll hita, grill, bjór, sólar og gleði met slegin.



Hulda

Wednesday, June 20, 2007

Hundraðasta færslan hvorki meira né minna...

...og þið eruð að kvarta yfir því að ég bloggi ekki nóg.

Þrjár þvegnar vélar, heimatilbúin pizza, jógatími og síðast en ekki síst blogg - já af hverju ætli ég hafi verið svona aktív í dag? Giskið þrisvar...

...mikið rétt próf á föstudaginn.

Kom heim frá Frakklandi og var varla lent þegar ég skellt mér á skrallið - eins og síðasta færsla kannski bar vitni um. Lakkrís-snusið var eitthvað sem Anna hafði fengið gefins á einhverri tóbaksráðstefnu og það ilmaði, en reyndist vera afar slæm hugmynd að skella pokanum svona undir efrivörina í þynnkunni - nikótínsógleði er eitthvað sem ég er ekki aðdáendi að.

Ég og Anna fengum okkur 17.júní köku á kaffihúsi - það var mín þjóðhátíð. Ég setti samt á mig maskara í tilefni dagsins, en ykkur að segja er ég næstum orðin fráhverf fyrirbærinu eftir Frakklandsdvölina. Hvað er betra en að fara í sturtu og vita að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að mæta pandabirni á miðju baðherbergisgólfinu. Er að hugsa um að halda maskaralaust sumar 2007.

Brúnkan virðist eitthvað vera að dofna, en von er á betri tíð - sumarfrí á föstudaginn og ég er búin að gera díl við sólina. Hótaði henni að brúnkukremið yrði minn nýji vinur ef hún færi ekki að gera sig strandvæna.

Við skulum húrra-a fyrir blogginu, 17.júní og bleika deginum 19.júni - já og fyrir henni Lilý sem einmitt varð 22ja þann fína dag.

Húrra
húrra
húrra
húrra
húrra
húrra
húrraaaaaa
...já og hæ hó og jibbí jei og jibbííí jeiii
jeiii
jeiii
jeiii
jeiii
jeiii


Eitt að lokum: Ég er búin að glata öllum símanúmerum - þau fóru norður og niður með gamla nokia símanum mínum (aka. bindinu, leddarasófanum æji þið vitið flotta trendí símanum) sem ákvað að gefa upp öndina í gær. Þess vegna vil ég biðja ykkur kæru lesendur að rita nafn og númer í kommentin hér að neðan - þá gætuð þið orðið svo heppin að fá upphringingu frá mér einhvern daginn.

Hulda - sem daðrar stundum við geðveikina

Sunday, June 17, 2007

Sunnudagur til þynnku

Ég fékk mér lakkrís-snus áðan og er ennþá óglatt af nikotín trippinu, ég með hausverk aka. þynnkuhausverk eftir svaðilfarir gærkvöldsins...þrátt fyrir það fékk ég mér bjór með kvöldmatnum.

Sunnudagur til þynnku
Mánudagur til mæðu

Wednesday, June 13, 2007

Smà update frà Côte d'Azur

Foreldrarnir àkvàdu ad skella sèr til St. Tropez ì dag og gista eina nòtt, thannig ad èg er ein med grìslingana tvo. Tad skiptast à skin og skùrir med stràkana...eina stundina eru teir lömb ad leika sèr vid og tà naestu er allt ì hers höndum. Èg hef fengid ad heyra: "NEEEEJ", "du er dum" "vil iKKe" o.s.frv. en svo hef èg lìka fengid ad heyra "du er sod", "jeg kan godt lide dig" og fengid kossa og fadmlög.

Teir eru yndislegir, en guuuud hvad mig langar stundum ad rassskella tà - sèrstaklega litla skratta sem er à sjàlfstaeda triggja àra aldrinum og heldur ad hann megi allt og geti allt....og ef madur segir "NEI!" tà hlaer hann stundum bara. ARG. Sjaldan hef èg sett upp reidisvipinn og notad vìsifingur eins oft og èg hef undanfarna daga (tid vitid tetta er bara svona reidi'grìma' - èg er sko glöd inni bakvid;)


Ef vid lìtum burt frà tessu litla uppeldisfraedilega verkefni tà er bùid ad vera yndislegt ad vera hèrna à gömlum heimaslòdum. Èg get stolt tilkynnt tad ad èg var sù fyrsta sem gat lokkad Marius nidur ì sundlaugina hèrna og fèkk hann til ad synda med mèr, èg er bùin ad kenna Lèon ad brjòta pappìrsbàta, èg er bùin ad byggja lego, vera ì playmo, leika med brillo lestir og gera svölustu brautarteinaleidir sem um getur, èg er bùin ad leika mikid à ströndinni og komin med hid kaerkomna bikinìfar, bùin ad fara ì strandblak og badminton à strandvellinum sem familìan er med hèrna vid nyja hùsid sitt, èg er bùin ad fara mjög oft ùt ad borda med teim, bùin ad spila fleiri tugi bakkamon leiki vid Birgitte, bùin ad drekka gòdan slatta af ròsavìni (drukkid mikid hèrna à tessum slòdum), bùin ad keyra um hlykkjòtta vegi Sudur Frakklands og àtta mig à tvì ad èg à ekkert ökuskìrteini og èg er bùin ad labba um Valbonne gamla baeinn minn og heilsa gamla saeta manninum sem var nàgranni minn...to be continued


Jaeja gott fòlk thetta voru nokkrar lìnur...var vìst bùin ad lofa teim.


Aetla ì hàttinn enda bùin ad leika mömmu frà tvì klukkan àtta ì morgun og ordin ansi lùin.


Ciao mes amis


Hulda


Thursday, June 07, 2007

Bjartsynin nadi yfirhöndum tarna um daginn...

...og liklega verdid tid ekkert ad drukkna i faerslum fra mèr à naestunni.


Carlsberg verkefnid gekk storvel og nùna er èg stödd i sudur-Frakklandi hjà gömlu au-pair fjölskyldunni minni. Stràkarnir eru ordnir storir og eru enntà jafn saetir. Sà eldri talar eins og fullordinn (enda umgengst hann bara fullordna Dani) og sà litli er komin med ljosar englakrullur og er med ljosblà og stor augu og thetta til samans naer stundum ad draga athyglina frà tvi ad hann getur verid svolitill villingur...hehe.


Nyja husid sem tau bua i er risastort......og sundlaugin er löng og kjörin til ad taka smà sundsprett. I gaer ringdi eins og hellt vaeri ùr fötu en èg vona ad vedrid verdi betra svo èg geti nàd mèr i smà brùnku;)

Aetladi bara rètt ad làta heyra i mèr, aetla ad fara ad lesa fyrir Marius.

Knùs

Hulda

Monday, May 28, 2007

Fyrsta skrefið að virkara bloggi

Ég er sveitt,
úti er heitt,
ég er þreytt...

....og ég er með hælsæri eftir gullskóna.
...og Anna er að steikja eitthvað sem er pulsulykt af, sem eiginlega veldur smá ógleði hjá mér af því að ég er búin að borða (nei mamma ég er ekki ólétt!).

Þessi færsla er fyrsta skrefið í átt að nýja fleiri-en-eina-færslu-á-mánuði blogginu mínu. Ég ákvað svo að gefa henni smá neikvæðan undirtón svona til að halda tilfinningalegu "jafnvægi" hérna á síðunni (þið munið of mikið+of lítið), síðasta færsla var jú allt of jákvæð.

Adios amigos
Hulda

Wednesday, May 23, 2007

Afsakið biðina...

Mér líður eins og það sé ár og dagur síðan ég skrifaði hingað inn síðast. Það mætti halda að ég væri að reyna að hræða burt mína fáu, en mjög svo tryggu lesendur.

Margt hefur borið á daga mína síðan ég hripaði nokkur orð hérna inn síðast. Allt er alltaf að gerast og ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja í öllu “góðar sögur” flóðinu. Náttúrulegast væri auðvitað að byrja á svo sem eins og einni hjólasögu...bara svona til að hita upp.

Rocky er enn að “standa fyrir sínu”. Hún þeysist um götur Kaupmannahafnar þrátt fyrir ryð og of lausa keðju sem dettur af “hist og her”. Það er auðvitað ekkert til að kippa sér upp við því handlagna Hulda reddar því á ‘no time' - ja ca svona 3 sinnum í hverjum hjólatúr. Olíusmurnir puttar (sem reyndar eru nær hættir að vera olíusmurnir af því að keðjan er svo ryðguð) heyra reyndar brátt sögunni til. Með blendnum tilfinningum tilkynni ég ykkur hér með að arftaki Rocky er fundinn! Fékk annan ryðdall í gjöf frá ljúfum dreng á djamminu um daginn. Alltaf gott að fá gjafir, en kannski minna gott þegar maður veit að þær eru teknar ófrjálsri hendi....en ég meina. Ég hef ákveðið að þar sem eigandinn mjög ólíklega mun fara á löggustöðina og leita að hjóli sem stóð ólæst og púnkterað, þá hef ég ákveðið að hjóla um á því um götur Kaupmannahafnar og líta svo á að ég hafi gert góðverk ef eigandi hjólsins finnur mig...og hjólið. Ég mun einfaldlega stíga af hjólinu rétta viðkomandi það og segja “ertu ekki þakklát/ur, ég lét lappa það”.
-----
Roskilde vinnan er komin á hreint. Troels, uppáhalds rafvirkjinn minn (fyrir utan Árna frænda auðvitað hehe), hringdi í mig í dag og tjáði mér það að búið væri að skrifa mig á vaktir 2., 3. og 4. júlí. Við erum fjórar stelpur á vakt í einu ég, Anna, Selma og Ida. Hann sagði að það væru svona margir á vakt í ár til þess að við réðum við þetta og hefðum líka tíma til að hafa það huggulegt....með öðrum orðum, það verður ekkert að gera heldur nægur tími til að spila rommy og drekka frían bjór. Þetta er vinna að mínu tagi.
-----
Svo ber kannski hæst í fréttum það að ég er að koma til Íslands á næstu önn. Ákvað bara að breyta smá til og gera eitthvað villllllt....ég er jú svo villt, svo villt. Eftir miklar e-mail sendingar fram og til baka, ferðir á alþjóðaskrifstofuna í skólanum og bara almennt tuð, þá hef ég fengið leyfi til að fara sem skiptinemi til míns eigin heimalands (á ekki að vera hægt, heldur á maður bara að geta farið sem free mover s.s. alveg á eigin vegum) Ég beitti reyndar mörgum bröllum, hvolpaaugun voru notuð, tölfræði fékk að fljóta með, sálfræðin var nýtt og gríðarlega góða samskiptakunnáttan stóð fyrir sínu. Þetta þýðir það að ég þarf ekki að borga önninu sjálf, auk þess sem ég held að ég fái kannski Erasmus. Svo ætlar Sigríður (hjá alþjóðaskrifstofu HR) að hjálpa mér að finna húsnæði. Já kæra fólk...ég er í skýjunum.
------
Ingibjörg og Kristjana voru hérna svo í nokkra daga. Það var nú ljúft að sjá píurnar, en pínu pirrandi að þurfa að skólast og nördast og geta ekki bara verið að túristast eins og mig langaði mest af öllu. Litla hafmeyjan varð því miður að bíða að sinni, hef ekki séð greyið í 15 ár. En tíminn sem við menntaskólagærurnar náðum saman var quality-time eins og hans gerist bestur! Takk fyrir að vera svona yndislegar.
-----
Birgitte, mamman í au-pair fjölskyldunni minni, hafði svo samband við mig í gær. Hún vildi heyra hvort ég gæti komið og passað eitthvað í júní, sem ég og get....víííhúú. Allt lítur út fyrir það núna að ég fari til suður-Frakklands (á gamlar heimaslóðir;) frá 5.-16.júní s.s. í millitímanum frá því að ég skila stóra Carlsberg prófverkefninu og þangað til ég fer í próf úr því 22. Það væri fullkomið að komast aðeins niður í sól og sumar og njóta lífsins og passa tvo gullklumpa.
-----
...svo skín sólin í Kaupmannahöfn og það er ótrúlegt hvað það getur gert mig hamingjusama að hjóla í skólann með sólgleraugu á nefinu og vind í hárinu – jafnvel þó að ég sitji inni í 9 tíma á dag.

Sjáiði mynstrið í færslunni - lífið bókstaflega leikur við mig þessa dagana.
Ég vil þess vegna nota tækifærið og þakka guði!

Hulda - sem skrifar ofur hamingjusamar færslur

Thursday, May 03, 2007

Táragas og bolafar

Grámyglan, sem var með smá dash af grænu og bláu virðist smátt og smátt vera að hverfa af andliti mínu eftir fleiri mánaðar dvöl. Sólin skín og ég er með rauðar kinnar og 2 bolaför, ofsalega smart.

Prófið gekk glimrandi - og á eftir var skálað....og um helgina var skálað. Ég skellti mér til Krabbesholm í heimsókn til Jóns Inga og því sé ég sko ekki eftir. Ótrúlega indæll náungi þessi bróðir sem ég á.

Eftir að sólin fór að láta sjá sig, finn ég að mig langar bara að sitja á teppi í einhverjum garði með kaldan bjór í hendi - en það gengur líklega ekki því við erum byrjuð á 2. árs verkefnunum. 60 síðna dæmi og skil 4.júní. Reyndar get ég séð það sem smá sárabót að við völdum Carlsberg sem case fyrir verkefnið. Don't drink it, write it!

1.maí var haldin hátíðlegur hér í bæ í Fælledparken. Ég skellti mér þangað ásamt góðu gengi og sat á teppi, með bjór í hendi (hehe endar með því að færslan snúist bara um bjórdrykkju) og naut þess að vera til - hlustaði á ræður, hlustaði á tónlist og horfði á allar þær skemmtilegu týpur sem fylltu þennan risastóra garð hérna mitt í Köben. Anders Fogh og hans ríkistjórn fengu heldur betur að heyra það, enda þeir 12 mánuðir sem liðnir eru frá síðasta 1.maí búnir að vera afspyrnu hræðilegir þegar kemur að ýmsum pólitískum baráttumálum vinstrisinna. Garðurinn var fullur af vinum Ungdomshússins og Christianíu og stemmingin var góð, enda sólskin og blíða og gott fólk samankomið. Ég þurfti því miður að yfirgefa svæðið alltof fljótt, vinnan á sambýlinu beið mín. Á leiðinni heim 8 klukkutímum síðar hjólaði ég fram hjá Fælledparken og áttaði mig á því að góða stemmingin hefði kannski ekki varað allt kvöldið. Reykmökkurinn sem ég hjólaði í gegnum var eins og eftir þrefalt gamlárskvöld. Ég frétti svo af því daginn eftir að löggan hefði verið kastandi táragasi hægri vinstri (alsaklaus vinkona mín lenti meðal annars í því að þurfa að hlaupa í gegnum táragas), bál höfðu verið kveikt, veggir verið spreyjaðir og einhverjir handteknir. Þessir atburðir eru líklega eitthvað sem maður á Nørrebro bara myndi kalla "æji þetta venjulega".

Eigið góðan dag, lausan við táragas og múrsteinakast
Hulda

p.s. það er von á myndabloggi á næstu dögum m.a. frá Krabbesholm.

Wednesday, April 25, 2007

Óslökkvandi þorsti...


Undanfarna daga hef ég verið haldin einhverjum óstöðvandi þorsta. Klósettferðirnar á bókasafni skólans voru ófáar, enda innbyrgði ég fleiri lítra af vatni á dag. Einhvern veginn virtist þorstinn samt aldrei hverfa - alveg óþolandi. Það var ekki fyrr en ég kom heim í gærkvöldi og leit inn í ísskápinn að ég áttaði mig á hvers vegna. Þorsti minn var ekki vatnsþorsti heldur bjórþorsti! Tvær djammlausar helgar í röð kalla sem sagt fram síðbúinn "cold turkey". Ég ákvað þess vegna að opna einn Carlsberg sem beið eftir mér ískaldur og góður og ahhhhh þvílíkan unað hef ég varla upplifað.

Á föstudaginn eftir prófið ætla ég svo að slökkva á þorstanum í eitt skipti fyrir öll.

Thursday, April 19, 2007

Dagatalið segir að sumarið sé komið...

...en þegar ég lít út um gluggann sé ég gráma, hvassviðri og rigningu.
Man ekki betur en að ég hafi um síðustu helgi setið á teppi á grasinu, berfætt, með sólgleraugu að drekka kælandi gosdrykk.

Veðrið síðustu vikur hefur líka verið of gott til að vera satt. Það versta við það þegar ég fæ svona snemmbúinn 'appertizer' á sumarveðrið þá skipti ég í huganum yfir í sumargírinn og fer út í nælonsokkum og á peysunni. Þetta hefur gert það að verkum að sultardropar eru aðal áhyggjuefni mitt þegar ég sit hérna á bókasafninu í skólanum. Enn eina ferðina neyðist ég til að gera tilraun til að yfirstíga feimni mína þegar kemur að snýtingum á almannafæri.

Tuesday, April 17, 2007

Ég segi svo mikið af góðum sögum...hafiði tekið eftir því?

Ég er örþreytt eftir langan skóladag og jógatíma og ætla þess vegna að láta kvöldmatinn samanstanda af nestisleyfum sem eru búnar að liggja í töskunni minni frá því klukkan hálf átta í morgun. 13 tímar í yfir 20 gráðum er það eitthvað?

Mmmm þurr gulrót, 1/5 þurr gúrka og þurr rúbrauðssamloka með skinku og osti.

Reyndar var lúxus á mér í hádeginu sem var ástæðan fyrir því að ég átti afgangs nesti. Mér var nefnilega boðið út að borða af Birgitte, sem ég var au-pair hjá hérna í den, þannig að í rauninni borðaði ég kvöldmatinn í hádeginu og hádegismatinn er ég að snæða í þessum skrifuðu.

Bon app...mín kæru

Sunday, April 15, 2007

80's vs. 90's

Héðan er allt gott. Sólgott. Er með rauðar eplakinnar og var berfætt í skónum í gær...stundum er lífið bara ljúft.

Berlín var góð sem alltaf. Reyndar var kortið ekki straujað alveg jafn oft og ætlunin var - keypti mér voða lítið. Ég hugsa að Danirnir hafi verið búnir að tæma allar 'genbrug' um páskana því það eina sem var eftir voru krumpusundbolir, útvíðar buxur og nælonskyrtur með kraga.

Einhvern tímann lét ég hafa eftir mér að 80's tískan hefði verið hræðilegasta tíska allra tíma - ég hef ákveðið að draga þessi ummæli mín tilbaka og breyta áratugnum í 90. Ímyndið ykkur eftirfarandi stelpu. Skór: Buffalo með extra breiðum botni. Buxur: Svartar mittisbuxur úr teygjuefni, útvíðar. Bolur: Magabolur sem á stendur "I'm sexy" skreytt með semelíusteinum. Úr: G-shock. Málning: Hvítt og glossss....já eða svona natural litir með brúnum augnskugga og vínrauðum varalit. Flott??

...reyndar verð ég að viðurkenna að mér finnst Kelly (90210) buxur alveg blíva...elska hvernig rassin verður 1 meter á lengd. Ég elska það - þetta er ekki kaldhæðni. Stundum er erfitt að vera kaldhæðin að eðlisfari og reyna að skrifa eitthvað sem ekki á að vera kaldhæðið. Frakkar þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af þessu, enda með eindæmum ókaldhæðnir. Góð saga.

En önnur góð saga er að ég eldaði mitt fyrsta páskalæri á páskadag. Klapp á öxlina.

Ætla að fara að lesa - enda komin í upplestrarfrí. Fer í munnlegt próf úr tveggja anna námsefni í áfanganum Aðferðarfræði vísinda (Videnskabsteori og metode) þann 27. Smá kvíðahnútur í maganum - en það góða er að ég hef gaman af því að lesa um alla gömlu góðu kallana Kant, Bourdieu, Marx, Popper o.s.frv.

Ást yfir og út
Hulda

Wednesday, April 04, 2007

Stund milli stríða - bloggpása milli "positivisme" og "kritisk rationalisme"

”Hulda ætlaru ekki að fara að blogga” heyrðist í Önnu í morgun. Henni fannst liðið of langt síðan ég bloggaði síðast, auk þess fór yfirskriftin ”Andi með rass í bala” afskaplega í taugarnar á henni. Gæti ekki verið meira sammála henni...

Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa út smásögusafnið ”Hjólasögur frá Köben”.
Veit ekki hvort þið munið eftir öllum hjólasögunum sem birst hafa á þessu bloggi, en þær eru orðnar all margar – og ég er enn að safna í sarpinn.
Hjólið mitt sat fast í 2 gír um daginn. 2. gír er mjög léttur gír og Danmörk er mjög flatt land. Þegar ég var að taka af stað á ljósum hentaði gírinn rosa vel, en annars voru hjólatúrarnir bara eins og villtir spinning tímar. Fólki virtist samt líka vel við mig svona – sá allavega nokkra glotta útí annað þegar ég hjólaði fram hjá. Skilekkiakkuru!

Þegar ég var orðin leið á spinningástandinu kíkti ég við hjá hjólasmiðnum í götunni. Hann tjáði mér að hjólið mitt ætti heima á haugunum (ha í alvöru á ryðhaugurinn minn heima á ruslahaugunum!) og að það myndi ekki borga sig að gera við það. Þegar ég hjólaði frá honum gerðist svo undur og kraftaverk. Hjólið hafði greinilega tekið þessu sem móðgun og ákvað að festast í þyngsta gírnum í staðinn. Já herrar mínir og frúr það er sko bara annað hvort eða hjá miss Roxy. Spinningástandið ríður sem sagt ennþá rækjum...að taka af stað á ljósum er vandamálið núna.

Keðjan á miss Roxy finnst hún heldur ekki eiga alveg heima þar sem hún á að vera. Olíuputtar eru þess vegna nær orðnir hluti af mér. Hvað segiði er nýtt hjól málið?

Úr einu í annað...
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá thai-stelpu-afmælis-matarboðinu sem ég hélt um þar síðustu helgi. Er búin að vera á thai matarnámskeiði og ákvað að sína snilli mína og hafa margréttað thai matarboð. Ég bauð 12 stelpum sem áttu að koma klukkan 19 á laugardegi. Það var mikið að gera í skólanum vikuna áður, þannig að frítíminn fór í að skipuleggja matseldina og versla galangarót, svart chilly pasta, sítrónugras og þar frameftir götunum. Ísskápurinn hjá okkur hefur aldrei verið svona fullur.


Á föstudeginum setti ég kjúkling og nautakjöt í marineringu og undirbjó það sem hægt var. Laugardagurinn fór að einhverju leyti í tiltekt og annað stúss og um 16 leytið ákvaðum ég og Anna að skella okkur út í búð og kaupa það síðasta sem vantaði...aðallega vín. Anna skellir hurðinni á eftir sér og svo kemur einhvað skrítið bros á hana – ég spyr hana af hverju hún sé að glotta svona og þá spyr hún mig tilbaka ”ertu með húslykla?”....aaaaaaaaaaaaaaaaa ég held að ég hafi sjaldan á ævi minni orðið svona stressuð. Nóbb engir lyklar...ENGIR LYKLAR og stelpurnar væntanlegar. Ég hefði verið til í að læsa mig úti alla aðra daga en þennan – þetta var of týpískt ég.
Þetta reddaðist samt allt saman – en í staðinn urðum við systur 7000 kr. fátækari. Held að maður gæti verið með ágætis tímakaup sem lásasmiður!
Vel heppnað matarboð varð þetta þó...





Jæja bakk tú biss – læra, læra, læra.

Hulda

Wednesday, March 21, 2007

Andi með rass í bala

Settist hérna við tölvuna og bjóst við að geta hrist svo sem eins og einni blogg færslu fram úr erminni. Ég sit hér og bíð andans góða - blogg andans. Stundum lætur hann bíða óþarflega lengi eftir sér þessi andi fjandi. Í þessum skrifuðu er ég enn að bíða, en á meðan á biðinni stendur fylli ég upp í línurnar með þvaðri. Er strax komin með fjórar línur og enn ekki búin að segja neitt. Ágætis árangur myndi ég segja (4 1/2 núna).

Jæja nú treysti ég á andann vin minn...
einn
tveir
og
  • Ég bakaði speltbollur með fjölkorni og sólblómafræjum í fyrradag.
  • Ég er að drekka rauðvín núna.
  • Veðrið er ógeðslegt - alltaf!
  • Ég er með kveikt á sjónvarpinu, en samt með það á mute. Stundum getur sjónvarpið virkað eins og vinur - verið til staðar, en þarf ekki endilega að segja neitt.
  • Ég keypti mér nýjan klút í genbrug dag - safnið er orðið 32 stk.
  • Ég er að fara til Berlínar um páskana með Lene og Selmu.
  • Ég keypti mér kort í RÆKTINA áðan!

Ok, andinn hjálpaði ekki rass í bala til við þessa færslu, en en en en en samt fenguð þið fullt af góðum sögum. Heppin þið!

Hulda skapulda segir góða nótt og sofið rótt

Friday, March 16, 2007

Blá og marin...

Fyrir nokkrum mánuðum var ég á leiðinni í skólann í mínu mesta sakleysi. Þegar ég lagði af stað þann morgun hefði mig aldrei grunað að ég ætti eftir að komast svo nálægt dauðanum - eða allavega góðri spítaladvöl. Sendiferðabíll var nálægt því að taka líf mitt, en í heppni minni slapp ég, ég var ekki meira en 1 cm frá því að lenda fyrir bílnum. Í einhverju fegins-, brjálæðis-, gleði-, hræðuslu-, skelfingarkasti setti ég brosið upp, náði augnsambandi við bílstjórann, vinkaði og sagði "eigðu góðan dag". Fokk - hvar er reiðin, hvar er æðiskastið, hvar er umferðarpirringurinn og æsingurinn!!

Núna er klukkan korter i fjögur að nóttu til. Ég var að koma heim af djamminu, blá og marin. Drukkin stelpa hjólaði í veg fyrir mig og við hrundum báðar af hjólunum. Ég lenti á hægri hendi og hægra hné og er að drepast núna. Hún lenti á píkubeininu...og var að drepast hahaha sorry en það var pínu fyndið. Enn og aftur lék ég óendanlega glaða borgarann sem aldrei tekur brosið niður, hvað sem á dvín. Ég sagði nó prob, nó prob. Djííísúúús kræst! Ég hefði átt að öskra, æpa og pirrast og vera svöl. En nei hér sit ég blá og marin eftir að hafa sagt "eigðu góða helgi" við stelpuna!

Flott Hulda haltu bara áfram að vera fölsk og flott!

Ciao mínu kæru vinir.

Thursday, March 15, 2007

23ja og enn að safna brjóstum!

Að verða 23ja er einhvern veginn, ég veit það ekki, ekkert spes....eða allavega hélt ég ekki.
23ja hljómar óþægilega fullorðinslega - en samt nær maður engum áfanga, ekkert svona "jesssss núna má ég fara í Sjallann". Ætli þetta sé ekki búið með "jess núna má ég..."?!?

Dagurinn í gær var samt yndislegur!
Ég vaknaði við að sólin skein inn um gluggan hjá mér og fuglarnir sungu svo fallega (ég má vera væmin ég á næstum ennþá afmæli).
Anna systir útbjó dýrindis morgunmat með nýpressuðum appelsínusafa, latte, heitu brauði og sænskum kanelsnúðum...mmm...
Ég hjólaði svo í skólann með sólgleraugun á mér og með köku undir hendinni (þó ekki í handakrikanum). Sólin skein sko bara af því að ég er búin að vera svo ógó góð stelpa í ár - þið vitið mega, ýkt, geðveikislega góðhjörtuð.
Eftir tímana í skólanum bauð ég nokkrum vel útvöldum í köku og við sátum líklega 15 saman í "kaffihúsi" skólans og smjöttuðum á heimabakaðri brownie köku og drukkum kakó með. Vinirnir góðu sungu svo afmælissönginn fyrir mig og ég roðnaði auðvitað smá...maður má það skooo alveg þegar maður á afmæli. Eftir huggustundina með bekkjarfélögunum hittist ég með Önnu niðri í bæ. Við fórum út að borða í boði mömmu og pabba (takk ma og pa :*) og Anna bauð mér svo í konunglega ballettinn þar sem við sáum stykkið Caroline Matilde.
Hef bara eitt að segja - vóóóóóóóóóó!!! Hafið þið séð stálrassana sem karlkyns ballettdansarar eru með! Sýningin var góð, en roplyktin sem gusaði upp frá manninum við hliðiná var ekki eins góð.

Takk fyrir öll þau fögru sms skeyti, myspace skilaboð, símtöl og fallegu hugsanir sem ég fékk í gær. Þið eruð yndisleg...

Hulda 23ja - og aldrei verið stærri (haha)

Thursday, March 08, 2007

8. mars og ég fékk prins póló í Jónshúsi

Ég var á samkomu í Jónshúsi í kvöld í tilefni af Alþjóðlega baráttudegi kvenna. Skemmtileg samkoma með fínum fyrirlestrum, sem fylgdu líflegar umræður. Það var gaman að sitja þarna meðal gamalla rauðsokkna, sem svo sannarlega börðust á sínum tíma, já og gera enn.

Í gegnum fyrirlestra og spjall komu ýmsar staðreyndir upp og ég get ekki sagt annað en að mitt litla jafnréttishjarta hafi tekið aukaslag af og til.

  • Vissuð þið að Ísland eru að verða ansi aftarlega á merinni þegar kemur að jafnrétti?
  • Vissuð þið að við stöndum verst af öllum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur t.d. að hlutfalli kvenna á þingi?
  • Vissuð þið að árið 2003 voru fleiri konur á Alþingi, en nú er?
  • Vissuð þið að aðeins 9 konur hafa verið ráðherrar á Íslandi?
Allt virðist standa í stað...

Jafnréttisbaráttan er ekki búin, ónei ónei svo langt því frá. Enn er langt í land, þó svo að maður fái næstum gubbuna af að hugsa um það. Hver nennir að hlusta á meira þvaður um jafnrétti, af hverju getur heimurinn ekki bara verið sanngjarn án þess að það kosti blóð, svita og tár.
En við verðum að horfast í augu við það að eitthvað þarf að gerast - að taka Sjálfstæðisflokkinn og rassskella hann væri til dæmis góð byrjun!
"Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins." Þetta stóð á Vísi áðan.

Ég gleymdi að fara í rauða sokka í morgun......en er samt með rauðar varir af rauðvínsdrykkju í tilefni dagsins. Skál fyrir konum, skál fyrir körlum, skál fyrir jafnrétti!

Hulda feministi - eruð þið það ekki örugglega líka?

Monday, March 05, 2007

Ég er fiskur...með Dolly í tungli

Þetta er lýsing á þeim sem eru fæddir á tímabilinu 21.feb-21.mars:

"Du er en viljesvag, holdningsløs og overfølsom mystiker, der gemmer sig bag en maske af påtaget kynisme...og ingen kan være mere verdensfjern, uden at fjerne sig HELT fra denne planet. Bliver du ikke elsket nok, opfinder du ofte dine egne imaginære kærlighedsaffærer, og lider dine medmennesker, hjælper du dem gerne med en fantasifuld hvid løgn, da du dårligt tåler livets barske virkelighed.
Du bør have respekt for de våde varer, for netop der kan du finde trøst...med risiko for at blive hængende på krogen."

Í stuttu máli hef ég engar skoðanir á hlutunum, engan sjálfstæðan vilja, ég er kaldhæðin, lygin og ætti heldur betur að passa mig á bakkusi.

Þessi litlu klausu er að finna aftan á go-cardi (ókeypis auglýsingapóstkort) og á víst að lýsa þeim sem fæddir eru í fiskamerkinu. Herra minn sæll og glaður "tak for lort" segi ég nú bara!

Hef ákveðið að blogga með myndum, því mér er orða vant eftir go-card lesninguna:

Ó svo fríðar! Nanna var í úrslitum skandinavíska topmodels fyrir nokkrum árum, þar lærði hún myndavélasvipinn.

Dolly fyrir ári.

Prufu-Dolly fyrir nokkrum dögum....

...and again

Smá sílí í varirnar verður pottþétt að veruleika eftir þetta...

Drakk rauðvín með Valgerði á föstudaginn. Guðrún Jóna og Adda Soffía kíktu svo í heimsókn og úr varð úrvals spjall og huggulegheit áður en ég hélt á vit ævintýranna - á öskudagsball í designskólanum.

Mine og Selma - prinsessurnar tvær.

Prinsess Lea og Dolly


Neon sverðið og Johnny boy. Hann kom í heimsókn af lýðháskólanum um helgina...og það var fjör.


úúúúú...man ekki hvað við erum að segja.

Ulrik og vinur fengu lánaða gadgets frá Leu og Dolly.

Í gær fórum við systkinin í 30 afmæli hjá Söru. Það var sushi hlaðborð, hvítvín og huggulegheit. Við hliðinni á Söru er Kim vinur hennar, sem ég hef verið að vinna með nokkrum sinnum á Noma veitingastaðnum.

Akira kærasti Söru er sushikökkur og sá um vetingarnar...mmm.

Anna sæta í göngutúr með mér.


Ætla að fara að hjálpa Önnu að elda...það er thai matargerð í gangi.

Knús Hulda