Héðan er allt gott. Sólgott. Er með rauðar eplakinnar og var berfætt í skónum í gær...stundum er lífið bara ljúft.
Berlín var góð sem alltaf. Reyndar var kortið ekki straujað alveg jafn oft og ætlunin var - keypti mér voða lítið. Ég hugsa að Danirnir hafi verið búnir að tæma allar 'genbrug' um páskana því það eina sem var eftir voru krumpusundbolir, útvíðar buxur og nælonskyrtur með kraga.
Einhvern tímann lét ég hafa eftir mér að 80's tískan hefði verið hræðilegasta tíska allra tíma - ég hef ákveðið að draga þessi ummæli mín tilbaka og breyta áratugnum í 90. Ímyndið ykkur eftirfarandi stelpu. Skór: Buffalo með extra breiðum botni. Buxur: Svartar mittisbuxur úr teygjuefni, útvíðar. Bolur: Magabolur sem á stendur "I'm sexy" skreytt með semelíusteinum. Úr: G-shock. Málning: Hvítt og glossss....já eða svona natural litir með brúnum augnskugga og vínrauðum varalit. Flott??
...reyndar verð ég að viðurkenna að mér finnst Kelly (90210) buxur alveg blíva...elska hvernig rassin verður 1 meter á lengd. Ég elska það - þetta er ekki kaldhæðni. Stundum er erfitt að vera kaldhæðin að eðlisfari og reyna að skrifa eitthvað sem ekki á að vera kaldhæðið. Frakkar þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af þessu, enda með eindæmum ókaldhæðnir. Góð saga.
En önnur góð saga er að ég eldaði mitt fyrsta páskalæri á páskadag. Klapp á öxlina.
Ætla að fara að lesa - enda komin í upplestrarfrí. Fer í munnlegt próf úr tveggja anna námsefni í áfanganum Aðferðarfræði vísinda (Videnskabsteori og metode) þann 27. Smá kvíðahnútur í maganum - en það góða er að ég hef gaman af því að lesa um alla gömlu góðu kallana Kant, Bourdieu, Marx, Popper o.s.frv.
Ást yfir og út
Hulda
Sunday, April 15, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
16 comments:
umm já...90's..hvítt og gloss geggjað! Og blómabelti, Levis 501, vesti (ljót) og allt þetta sem þú taldir upp að hefði verið til í genbrug í Berlín. Ég fæ hroll þegar ég hugsa um nælonskyrtur með stórum kraga ughh!
Hæ Miss Dolly parton...ég rakst á slóðina á síðunni þinni hjá Nóel Atla.
allavega...vá, ég og frænka mín vorum eimmitt að ræða það í gær að 90's væri svooo miklu verra en 80's. ég man bara að systir mín var eimmitt gelgja á þessum árum og hún átti eimmitt dökkan vínrauðbleikan varalit, levi´s 501 gallabuxur bæði í svörtu og hvítu og svo einhverjar hrikalegustu blóma og skraut skyrtur sem sögur fara af. og svo ef ég man rétt þá var hún stundum í hvítum langerma afanærbol og vesti yfir...mjá. ekki góðir tímar.
an annars ætlaði ég bara aðeins að kvitta, ég bara bjóst ekki svona svakalega skemmtilegu umræðuefni hehe.
hilsen, Adda
Ekkert að skoða bad
Hej min kære.
Upp með lesgleraugun og niður með hárkolluna.
MySpace bindindi sem og E-mail, Skype, Google og allt hitt NEMA þegar ég þarf að ná í þig.
Kossar ma
hahah.... thad er fyndid ad mæla rass-stærd i lengd !! hahahaha
og til hamingju med ammæli drottningarinnar oll somul !
ta ta
konunglegar afmæliskvedjur,
audur
Hæ skat, góð færsla:) Fyrst var ég sko alveg sammála þér með að 80's væri mun skárra en 90's, en svo fór að rofa til fyrir dýrkun minni á 501, sérstaklega hvítum og svörtum, köflóttum skyrtum og hringlóttum sólgleraugum, new kids on the block, whitney houston, fugees og janet jackson.. sko 90's er best!;) Já og náttla beverly hills, kelly var alltaf flott, dylan included! haha! Gangi þér über vel að lesa! Ég fer fyrir höggstokkinn fyrst 23. þ.a. þú getur enn andað rólega=) Kv. V
Halló, halló, halló. Allt í einu líður mér svo ótrúlega gamalli. Ég var öll í þessum stíl og var mega sega tussu flott, engin vafi.
Kannski ekki svo flott ef ég hugsa út í það en kann enganvegin við að lasta þessa tísku á einhvern hátt. Því jú, ég fylgdi henni með hjartanu.
Sæja..þú ert alltaf svo hjartanleg í kommentunum þínum..lov it! Þið eruð allar hjartanlegar, Danadrottning sjálf hvað mest!
já, það er gaman að geta sagst hafa átt Levis 501 og köflótta skyrtu, og afabol og vesti!! ég lét pabba minn m.a.s. kaupa fyrir mig 2 stk Levis 501 þegar hann fór til USA þarna einu sinni..svo hvarflaði að mér að kaupa þannig í fyrravetur, en ég hætti við..sem betur fer..góð góð góð saga
...ég var alveg að gleyma mínipilsunum, ens-buxunum, ofurglans sokkabuxunum, röndóttu hnésokkunum, Clueless og síðast en ekki síst efnis-hárteygjunum.
En já 501, Whitney, 90210, Danadrottning, afabolir og Særún rúla svo feitt...og Kristjana þú kemst með í upptalninguna ef þú lætur verða af 501 kaupunum.
Jaaaá Clueless! Hafði "life-changing-effect" á mig, veitiggi hvort maður á að vera að uppljóstra svoleiðis hah=) 90's eru snilld, og bara betri ef Kristjana kemst á listann, treysti á að stjana verði mætt í 501 innan fárra daga!
Valgerður ég mana þig til að byrja að ganga með efnis-teygjur þú veist þessar sem eru soldið pöffí...þá kemst þú líka á listann...mkey?
hey í lífi mínu hef ég átt fjögur stykki Levis 501 þannig að á það fyllilega skilið að komast á listann. Ég ætlaði líka að giftast sæta stráknum sem var bróðir Aliciu og svo kærastinn hennar í Clueless. Ég tók m.a.s. mynd af honum í sjónvarpinu! Sorglegt en satt..ég hef líka alltaf verið frekar sorgleg í karlamálum..mhúhahaha I´m the Scatman...er ekki málið að fara að rifja upp gömlu "reif í..." diskana?
Hulda, mannstu líka eftir Just Seventeen blöðunum hennar Önnu?
stelpur...grunge tískan... ég var einmitt of mikið í henni til að meika það að það sé nú þegar komið revival og bíðiði bara: á næsta ári vera örugglega allir komnir í útvíðar buxur úr teytgjuefni og púls 180 peysu á röngunni. Það var einkennisbúningur aðalgellanna í gagganum "hér í den"
Já Just Seventeen blöðin voru æði...sérstaklega plakötin þau voru toppurinn. Ég meina hver vill ekki hafa Keanu Reeves hangandi uppá vegg hjá sér?
En Kristjana þér er hér með addað á listann fyrir að hafa átt þrjú stykki 501, Valgerður þú kemst líka á listann fyrir að horfa ennþá aðdáunaraugum á rafvædda fataskápinn í Clueless (I know you do), Auður þér er líka addað á listann með því skilyrði að þú héðan í frá bara mælir rassastærð út frá lengd, mömmu er addað á listann af því að hún vill bara vera í buxum sem ná upp fyrir nafla (og svo á hún hvítar gallabuxur) og Adda Soffía kemst á listann af því að hún héðan í frá bara ætlar að ganga með hvítt og gloss.
Hey Anna þú náðir að skrifa meðan ég var að skrifa...þú kemst á listann fyrir að hafa verið með slöngulokka á fermingunni.
Hulda FYRIR HVAÐ kemst þú á listann hmmm? En ég tek áskoruninni um að ganga með svona ljóta teygju þó að það sé ein af dauðasyndunum sbr. vinkonurnar í SATC!
Ég kemst á listann af því að dvd safnið mitt stendur af einum dvd disk - DIRTY DANCING! og af því að ég fíla Roxette í botn og syng gjarnan með;)
Post a Comment