Sunday, March 26, 2006

Glimmer og kampavín = Trabant

My Ziggy, rottumeðlimur með meiru, var í heimsókn hjá mér um helgina. Hún er dúndur og einhverra hluta vegna var hún öll í glimmeri daginn eftir tónleikana með Trabant...hehe. Tónleikarnir voru líka æðisgengnir!!...en getið þið sagt mér, hvernig stendur á því að sveittur maður með bjórvömb, sem er að hella yfir sig kampavíni getur verið sexí?

Er annars bara í því að henda peningum út um gluggann þessa dagana. Ég og stöðumælaverðir Kaupmannahafnar erum 'læk ðis'...ég er nú þegar búin að næla mér í tvær sektir. Anna Mjöll, stórsöngkona hefði líklega sungið "stoppaðu hér, stopp trúðu mér" og það segi ég líka "stopp hingað og ekki lengra!"
Hvernig er það svo með eurovision, hvenær er keppnin? Mig langar í svona bling bling hring eins og Silvía Nótt á og mig langar í Júróvisionpartý! Held að ég hefji herferð hér í Danmörku, svona image-herferð, það vantar nefnilega aðeins meiri júróvisíongleði í Danina.

Hef sagt það áður og segi það aftur, I need some sun. Núne er rigning og rok og ógeðslegt veður...og greyið litlu blómin sem voru svo bjartsýn að gæjast upp úr moldinni fyrir nokkrum dögum eiga sér ekki viðreisnar von. Mig langar að sjá túlípana, páskaliljur og finna lyktina af vorinu. Ég er grá að innan sem utan...mest samt að utan, hárið á mér er "leverpostejfarvet" og húðin á mér er gegnsæ. Sól, sól skín á mig!

Vona að þið hafið fullt af sól í hjarta til að koma ykkur í gegnum þessa síðustu og verstu;)

Sunnudagsknús
Hulda

Wednesday, March 15, 2006

Hún hló, hún hló, hún skelli-, skellihló...


Fór í samheitaordabókina í Word ádan(btw rosalega snidugt fyrirbæri) og vantadi annad ord fyrir "arbejdede" - á íslensku "vann"...einn möguleikinn sem kom upp var "åd sit brød i sit ansigts sved" - á íslensku "át braudid sitt í svitanum af andliti sínu".

Já eitt er víst ég át braudid mitt í andlitssvita mínum í dag.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar!

Það var glampandi sólskin sem líklega bendir til þess að ég hafi verið voðalega góð stelpa í ár. Amæliskveðjurnar "made my day", sem annars var með eindæmum hversdagslegur.
Var eiginlega búin að taka þá ávkörðun að fresta afmælinu þangað til á laugardaginn, ætla að halda í það og bjóða stelpum í brunch.
Er farin aftur á vit verkefnaskrifa...

Hulda 22ja

Saturday, March 11, 2006

Nýtt met slegið!

Ég er partý pooper! Var boðið í tvö partý, ætlaði í bæði en sit samt hérna heima undir sæng og er að læra. Nörd...haa ég?! Verð samt að viðurkenna að ég er pínu stolt, því ég er hér með að slá nýtt met. Þetta er ÖNNUR helgin í röð sem ég djamma ekki! Eins gott að næsta helgi verði dúndur. Er að fara á tónleika með Jenny Wilson (er þetta ekki pínu pornólegt nafn?) þannig að ég býst ekki við öðru.

Það er svo kalt hérna í íbúðinni okkar að ég verð að sofa með tvær sængur, en vakna samt með rautt og kalt nef. Var að skrifa sms áðan á símann minn og hann var allur svona hægur....þið vitið eins og þegar maður gleymir símanum úti í köldum bíl. Mér líður pínu eins og ég búi í íshöll.

Vorkveðjur
Hulda

Thursday, March 09, 2006

Sætur rass, því að sitja á honum?

Hér er ég...rétt með hausinn uppúr verkefnaflóðinu, var reyndar að skila einu af mér rétt í þessu þannig að ég hugsa að ég muni ekki drukkna í þetta skiptið. Er samt of þreytt til að vera glöð og líka of þreytt til að fara að sofa. Meikar það sens? Ekki beint, en samt sit ég hér blogga og skoða blogg.

Honníbal var gleðigjafi í dag. Ég sat í tölvunni og var á kafi í mínum eigin hugsunum þegar ég heyri einhver undarleg hljóð. Hannibal, litli feiti kúturinn, sat á rassinum og var að hlunkast um, að reyna að bíta í skottið á sér. Þvílík sjón.

Á fóninum: Jenny Wilson -Love and Youth- Góður diskur sko...

Bæbb

Hulda

p.s. er það ekki soldið aumkunarvert að það áhugaverðasta í lífi mínu þessa dagana er hundur? æjiégveitþaðekki

Sunday, March 05, 2006

Helgin sem er að líða.

Hæ þið...
Helgin að verða búin...ansans vesen! Næ aldrei að gera helminginn af því sem ég ætla mér, ætti að vera farin að venjast því en nei ég er enn og aftur að fara stressuð inn í nýja viku. Skipulagning Hulda skipulagning!

Hannibal liggur hérna við hliðina á mér. Fann nýtt nafn á hann um daginn, hef kosið að kalla hann Honníbal...því hann er svo hunangsbossasætur, með húðina sem er XXL meðan stærðin sem hann þyrfti er M! Hann er eins og svona feitt fólk sem fer á úberslimfit-kúra og grennist svo hratt að húðin nær ekki að fylgja með. Hann er algjört dekurrassgat, en sætur er hann. Reyndar er hann soldið andfúll þessa dagana. Hvernig tannburstar maður hund? Notar maður Colgate?

Lenti í klaustrófóbísku upplifun á föstudaginn. Var í metró sem stoppaði í miðjum göngum og svo fór rafmagnið af vagninum. Engar upplýsingar bárust í kallkerfinu, þannig að ég var farin að ímynda mér að það hefði verið gerð hryðjuverkaárás á Nörreport. Margar mínútur liðu og myndir af fólki með sprengjubrot í andlitinu, vantandi útlimi o.s.frv. birtust mér í skortinum á upplýsingum. Allt í einu heyrist þó í kallkerfinu "nú er hægt að þvinga hurðirnar upp, starfsmaður er á leiðinni til ykkar". Ok, þýddi þetta að við áttum að þvinga hurðirnar upp? Allir sátu sem fastast og horfðu ringlaðir hvor á annan. Starfsmaðurinn kom, sá og sigraði...eða bjargaði okkur allavega úr metrógöngunum ógurlegu.

Á fimmtudaginn borðaði ég sushi með nokkrum stelpum sem ég er með í verkefni og á föstudaginn fór ég út að borða með mömmu, önnu, jónu hlíf og hjálmari...og borðaði meira sushi. Ég elska sushi sushi sushi sushi sushi. Góð saga!
Hitti Valgerði afmælisbarn og Elsu næstum því afmælisbarn í dag. Við fengum okkur góðan göngutúr meðfram söerne og settumst svo með raudar eplakinnar inn á kósý kaffihús á nörrebro. Þær eru nú meiri perlurnar.

Var að pæla hvort ég ætti að byrja á svona "á fóninum" dæmi. Þið vitið til að vera eins og allir. Hér kemur prufa allavega. Á fóninum: Silent shout, nýji diskurinn með The knife! Aaaaaaaaa ég er að fara á tónleika með þeim 31.mars í Lundi í Svíþjóð!!!!

Elska ykkur, dýrka og dái...
Hulda