Helgin að verða búin...ansans vesen! Næ aldrei að gera helminginn af því sem ég ætla mér, ætti að vera farin að venjast því en nei ég er enn og aftur að fara stressuð inn í nýja viku. Skipulagning Hulda skipulagning!
Hannibal liggur hérna við hliðina á mér. Fann nýtt nafn á hann um daginn, hef kosið að kalla hann Honníbal...því hann er svo hunangsbossasætur, með húðina sem er XXL meðan stærðin sem hann þyrfti er M! Hann er eins og svona feitt fólk sem fer á úberslimfit-kúra og grennist svo hratt að húðin nær ekki að fylgja með. Hann er algjört dekurrassgat, en sætur er hann. Reyndar er hann soldið andfúll þessa dagana. Hvernig tannburstar maður hund? Notar maður Colgate?
Lenti í klaustrófóbísku upplifun á föstudaginn. Var í metró sem stoppaði í miðjum göngum og svo fór rafmagnið af vagninum. Engar upplýsingar bárust í kallkerfinu, þannig að ég var farin að ímynda mér að það hefði verið gerð hryðjuverkaárás á Nörreport. Margar mínútur liðu og myndir af fólki með sprengjubrot í andlitinu, vantandi útlimi o.s.frv. birtust mér í skortinum á upplýsingum. Allt í einu heyrist þó í kallkerfinu "nú er hægt að þvinga hurðirnar upp, starfsmaður er á leiðinni til ykkar". Ok, þýddi þetta að við áttum að þvinga hurðirnar upp? Allir sátu sem fastast og horfðu ringlaðir hvor á annan. Starfsmaðurinn kom, sá og sigraði...eða bjargaði okkur allavega úr metrógöngunum ógurlegu.
Á fimmtudaginn borðaði ég sushi með nokkrum stelpum sem ég er með í verkefni og á föstudaginn fór ég út að borða með mömmu, önnu, jónu hlíf og hjálmari...og borðaði meira sushi. Ég elska sushi sushi sushi sushi sushi. Góð saga!
Hitti Valgerði afmælisbarn og Elsu næstum því afmælisbarn í dag. Við fengum okkur góðan göngutúr meðfram söerne og settumst svo með raudar eplakinnar inn á kósý kaffihús á nörrebro. Þær eru nú meiri perlurnar.

Elska ykkur, dýrka og dái...
Hulda
3 comments:
Ert algjör perla sjálf:) Var rosa gaman að hittast! Þessi fer í minningarbankann:* Kv. V
Góð lýsing á hundinum ;)
ástin..nenniru að hringja í mig á the knife...eða allavega taka þá upp á diktófón og senda mér spóluna!
elska the knife, elska þig og hlakka mega mikið til að koma í haust til KÖB!
Atlinn fær að blæða á næsta tímabili..hehe
verð eiginlega að hætta að segja að Atli blæði því að ég á núna mág sem að heitir Atli...það gæti misskilist!
Post a Comment