Saturday, September 30, 2006

Vinaslit og töfrasproti

Það eru greinilega bara bölvaðir eiginhagsmunaseggir, nískupúkar og bévítans úrþvætti sem búa hérna í kringum mig. Er í fýlu við nágranna mína.
Ég hef labbað um íbúðina og hef ekki fundið net hvorki á klósettinu, eldhúsinu, ganginum, herberginu hennar Önnu né í mínu herbergi. Ég meina ’kommon’ gimmí somm internet, hversu erfitt getur það verið!
Ég og Anna fundum góðan granna þegar við fluttum inn. Hann hét Usher. Einhverra hluta vegna ákvað hann að slíta vinasambandinu í gær og troða lykilorði á netið hjá sér. Ég meina til hvers! Hallllló. Greinilegt að hin börn kapítalistaþjóðfélagsins hafa talað hann til sín. Belkin54 var líka stundum vinur okkar...hann var ekki svo stabíll, en góður þegar hann vildi. Hann hefur ekki látið sjá sig í nokkra daga, veit ekki hvað hefur komið upp á. Og þetta kallar maður nágranna sína.

Ég er að spá í að fara á milli íbúða hérna í uppganginum hjá okkur, með bolla í hendinni og stað þess að spyrja ”má ég fá lánaðan bolla af sykri?” að spyrja þá ”má ég fá lánaðan kóðann af internetinu hjá þér?”.

Reyndar sér vonandi fyrir internetleysinu, er búin að senda einhverja pappíra en er bara að bíða. Sit núna heima og skrifa þessa færslu í word, töff.

Það vantar reyndar hitt og þetta á heimili okkar. Anna er að keyra töfrasprotann (Anna er magísk en þetta er samt sem áður eldhúsgræja) sinn út með því að gera fleiri fleiri smoothia á viku með frosnum jarðaberjum og tilheyrandi. Sprotinn sárkvelst í hvert skipti og biður um að við köllum á vin hans blenderinn. Hugsa kannski að við förum að fjárfesta í sjóleiðis.

Brauðrist er önnur lífsnauðslynleg eldhúsgræja sem okkur sárvantar. Ég kom sársvöng heim úr skólanum áðan og langaði í bollu sem ég hafði bakað....og mig langaði í hana ristaða.
Ég dó ekki ráðalaus – hugsaði fyrir það fyrsta að það væri bruðl að fara að kveikja á ofninum til að hita eina bollu þannig að ég (snjalla) Hulda ákað að rista bolluna yfir gasi á eldavélinni. Ég get sagt ykkur að ég uppskar ÆÐISLEGA LJÚFFENGA RISTAÐA bollu, en sit núna með hendina í vatni milli þess sem ég pikka, því brunasárin urðu tvö. Ég veit pabbi – ég er ljóshærð!


Ég kveð að sinni

Arídú arídúradei

Friday, September 29, 2006

Halló halló halló

Ad vakna klukkan hálf sjö á föstudagsmorgnum og fara í tíma í viðskiptafræði klukkan átta ætti að vera bannað....BANNAÐ, bannað bannað bannað!

Ég hef ekki beint fundið andann koma yfir mig, en stundum finnst mér bara kominn tími á blogg, blogg blogg blogg blogg.

Sjáiði hvert ég er að fara ég...nei ekki ég heldur og þess vegna hef ég hætt við þessa færslu.

Hulda yfir og út

Wednesday, September 20, 2006

Þriðjudagur til lestrar...eða???

Jón Ingi litli bróðir er var í heimsókn hérna í tæplega viku en skellti sér upp í flugvél í morgun og hélt til fósturlandsins. Ég er ekki í tímum á þriðjudögum, sem þýðir að þriðjudagar eiga að vera lestrardagar hjá mér, en einhvern veginn hefur dagurinn í dag verið “back to the routine” dagur. Þegar maður fær gesti les maður lítið, tekur strætó, borðar nammi og hangir á kaffihúsum – unaðslíf en það gengur víst ekki til lengdar.

Hot chip tónleikarnir voru á föstudaginn. Alltaf jafn skrítið þegar eitthvað klárast sem er búið að valda tilhlökkunar tilfinningu í maganum í langan tíma. Man t.d. hvað var skrítið að fara að sofa þann 17.júni, kvöldið sem ég útskrifaðist úr MA. Það hlýtur líka að vera skrítið að fara að sofa eftir brúðkaupið sitt, eitthvað sem oft tekur einhverja mánuði að skipuleggja og klárast svo bara á nokkrum klukkustundum.
Ég naut allavega stundarinnar og dansaði mig næstum í hel. Næstu ‘stór’tónleikar eru svo The Knife 16.október. Sá tau reyndar í Lundi fyrir ekki svo löngu, en tvennir Knife tónleikar skaða ekki.

Yfir og út
Hulda

Tuesday, September 12, 2006

Nýtt rúm nýtt líf. Ný íbúð nýtt líf. Nýtt skólaár nýtt líf!

Það er alltaf jafn gott að fá leyfi til að byrja uppá nýtt, reyna að taka sig á vera skipulagðari, borða hollara og hreyfa sig meira.
Í augnablikinu eiga sér stað einhver kaflaskil í lífi mínu.

Ég vakna á hverjum morgni með bros á vör. Ástæðan er einföld - nýja rúmið mitt gerir mig svo hamingjusama. Þessir 8 tímar sem ég er í því á sólarhring eru hreinn draumur. Fékk mér eftirmiddagslúr í dag ahhhhhh zZzZz. Hérmeð kveð ég gamla rúmið mitt sem ég skildi eftir hjá Jan Fog á Strandvejen. Bless bless gamla mjúka mjúka mjúka rúm megir þú hvíla í friði.

Er flutt. Ég sérpantaði flutningamenn frá Íslandi, Stjöna og Sólina. Hvað er betra en alvöru íslensk hörkukvendi í burð upp á fimmtu hæð? Auður unaður kom líka og Thor sem er með mér í bekk. Við vorum með strengi á öllum ólíklegustu stöðum í fleiri daga á eftir. Bjórkassinn var þó tæmdur, ásamt rauðvíninu, freyðivíninu, vodkanum og á einhvern undarlegan hátt hurfu bananarnir líka...Sólveig áttu til skýringu á því?!?!;) Kósí flutningspartí.

Paradís ís, Dj Margeir, kaffihús, H&M, rigning, Burger King, David var meðal annars það sem var á dagskránni hjá okkur íslensku fljóðunum og svo bara að njóta þess að vera til. Það var ótrúlega gott að geta svona næstum framlengt sumarfríið um viku og fá leyfi til að vera með svona góðu góðu góðu liði.

Skipulagða líf mitt er hafið. Ég og dagbókin mín erum orðnar mestu mátar. Ég læt vinkonu mína muna allt fyrir mig og reyni ekki einu sinni að muna hvenær ég á stefnumót, hvenær ég á að fara að vinna, í skóla o.s.frv. Litla svarta bókin er heilinn minn....og það svínvirkar.
Annars hef ég verið að átta mig aðeins á sjálfri mér. Ég fúnkera best þegar ég hef mikið að gera. Ef ég vinn mikið les ég meira fyrir skólann, ef ég stunda líkamsrækt tek ég meira til heima hjá mér o.s.frv.. Ef er eitthvað á dagskránni hjá mér fyrir er ég betri í að fylla alveg upp í hana en ef hún stendur tóm. Í sumar, þá daga sem ég var ekki að vinna, var ég ótrúlega góð í að láta heilu dagana líða án þess að gera nokkuð og koma nokkru í verk. Þegar kemur að mér er það bara annaðhvort eða....veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt.

Jæja tölvan er að verða batteríslaus og ég er með langan ’To do’ lista sem ég þarf að komast í gegnum.

Heyrumst my loved ones

Hulda