Jón Ingi litli bróðir er var í heimsókn hérna í tæplega viku en skellti sér upp í flugvél í morgun og hélt til fósturlandsins. Ég er ekki í tímum á þriðjudögum, sem þýðir að þriðjudagar eiga að vera lestrardagar hjá mér, en einhvern veginn hefur dagurinn í dag verið “back to the routine” dagur. Þegar maður fær gesti les maður lítið, tekur strætó, borðar nammi og hangir á kaffihúsum – unaðslíf en það gengur víst ekki til lengdar.
Hot chip tónleikarnir voru á föstudaginn.

Alltaf jafn skrítið þegar eitthvað klárast sem er búið að valda tilhlökkunar tilfinningu í maganum í langan tíma. Man t.d. hvað var skrítið að fara að sofa þann 17.júni, kvöldið sem ég útskrifaðist úr MA. Það hlýtur líka að vera skrítið að fara að sofa eftir brúðkaupið sitt, eitthvað sem oft tekur einhverja mánuði að skipuleggja og klárast svo bara á nokkrum klukkustundum.
Ég naut allavega stundarinnar og dansaði mig næstum í hel. Næstu ‘stór’tónleikar eru svo The Knife 16.október. Sá tau reyndar í Lundi fyrir ekki svo löngu, en tvennir Knife tónleikar skaða ekki.
Yfir og út
Hulda
6 comments:
það skaðar engan að fara á tvenna Knife tónleika...jafnvel þrenna!
Ó men, ó men hvað ég er afskaplega illa abbó (ákvað að nota stuttu útgáfu orðsins, þar sem ég er ekki viss um að ég kunni að stafsetja þá löngu)! Annars máttu alveg fara að koma hingað uppeftir og taka nokkra snúninga með okkur grýlukertunum... ...eða kannski við komum bara til þín:) Ég heimta þá að fá að leika við þig í D.Parton outfittinu, ókei?
Ég er ekki alveg að digga þessa lestrardaga rétt.. það er svo gaman að fara í kjól og labba í kringum kastalann. Þykjast vera útí garði heima og hlægja framan í sólina.
Má ég koma í heimsókn til þín um næstu helgi? Kannski kannski..
nei elefant...e-d danskt band.
Elsku Hulda mín.
Þú hefur misskilið eitthvað.
Maður sefur ekki á brúðkaupsnóttina!
hehe...
Post a Comment