Tuesday, May 30, 2006

Milli svefns og vöku

Stundum þegar ég ligg uppi í rúmi á kvöldin og er alveg að sofna, þá dettur mér allskonar undarlegt í hug.
Muniði eftir fyrstu tölvunum sem komu inn á heimilið hjá ykkur? Anna fékk tölvu í fermingargjöf og þvílík dásemd. Það sem var hægt að leika sér í henni, teikna í Paint (unaðsforrit), skrifa í word (smásögur handa ömmu og svona), fara í allskonar skemmtilega leiki svo sem "Prince" (hver man ekki eftir Prince sem fékk spjót í gegnum sig miðjan og var íklæddur ljósum fötum sem ég ímynda mér að hafi verið úr höri), já og "Ski" það var nú líka dúndur leikur.
En já allavega, í því að ég ligg þarna uppi í rúmi einhvers staðar milli svefns og vöku, mundi ég allt í einu eftir leyninúmeri sem ég bjó til þegar ég var ca. 9 ára. Veit ekki hvaðan þetta númer kom, eða af hverju mér fannst það svona mikið leyni. Ég man eftir því einu sinni að hafa skrifað númerið inn í word þannig að það fyllti fleiri síður:
...
123579100
123579100
123579100
123579100
123579100
123579100
...
Já, ég ákvað að deila leyninúmerinu með ykkur og alheiminum. Er reyndar búin að vera að pæla í því afhverju mér datt þetta í hug og af hverju þessi tala varð til til að byrja með. Ætti ég kannski að kaupa lottómiða?

Hulda

Thursday, May 25, 2006

Eyrnamergur og ást á systur

Áður en ég keyrði í skólann greip ég með mér Cat Stewens diskinn Tea for a Tillerman, út í bíl en sá diskur fer næstum aldrei í spilarann. Í morgun var ég samt greinilega í þessu Cat Stewens-skapi. Ég söng eins og óð í þessar 30 mín. og er ennþá sömu skoðunar og í 'gamla daga' um að 'Sad Lisa' sé fallegasta lagið á disknum. Mæli eindregið með 30 mín. söng til að starta daginn.

Það er nauðsynlegt að eiga mikið af tónlist svo að maður eigi alltaf eitthvað til að setja á fóninn sem getur "coverað" 100% skapið sem maður er í. Í morgun var það Cat en undanfarna daga hefur Antony verið mér ofarlega í huga. Held að það sé rigningin, kannski ekki bara rigningin heldur líka einhver fegurð, dulúð og hreinleiki sem liggur yfir öllu þessa dagana. Þó að 'I'm a bird now' sé ótrúlegur janúar-diskur, þá gefur þessi blanda af sumri, vori, og hausti, eins og er núna, einhverja sérstaka stemmingu.



Anna á græjur til að skola eyrnamerg úr eyrum. Hún spurði mig í kvöld hvort ég væri ekki til í að hreinsa út úr eyrunum á henni. Þetta var svo súrrealistískt eitthvað, hlustuðum á Antony and the Johnsons á meðan á aðgerðinni stóð og ég man ekki hvort að ég var búin að segja ykkur það en þá eigum ég og Anna okkur lag, en það er "You are my sister" (ég grét á tónleikunum í vetur þegar þetta lag kom...að deyja úr ást á systur minni!) og það ómaði hátt í græjunum á meðan á þessu stóð. Stundum finnst mér sjálfri við vera skrítnar.

Ansk***** freistaðist inn á blogg og myspace og allt í einu er klukkan orðin hálf tólf. Hvernig geta svona skemmtilegir hlutir verið svona mikið til vandræða. Heilu klukkutímarnir fljúga í þetta. Jæja þarf víst að fara að læra...

Adios amigos
Hulda

Friday, May 19, 2006

Belle & Sebastian tónleikar í kvöld

Sit hérna og er að hita aðeins upp fyrir kvöldið. Ekki misskilja mig, bjórinn er víðsfjarri en hinsvegar eru það unaðstónar B&S sem halda mér gangandi yfir námsbókunum. Það er stutt í Sólveigu Ásu, stutt í að ég geti haft ástæðu fyrir því að loka þessum skruddum og hætt að lesa um "risikosamfundet" og vin minn hann Beck. Anna er reyndar í þessum töluðum orðum að hljóðmenga því hún er með hrærivél á fullu blússi. Hún ætti að vera að læra, en eins og ég þá er hún góð í svokölluðum "overspringshandlinger" en það er svona þegar maður er allt í einu búin að ryksuga heima hjá sér, skoða öll heimsins blogg og þvo þegar maður hefði frekar átt að vera að læra. Reyndar mun ég njóta "góðs" af hennar litla sjálfsaga því hún er að baka köku jömmí.
Horfði á Júró í gær með öðru auganu...en auðvitað báðum þegar Silvían kom á svið. Bömmer segi ég bara...bömmer, eða ætti ég kannski að segja fokk?

Ætla að fara að tæta á mér lappirnar. Bjútí is pain eins og einhver vitur maður sagði þannig að ég læt mig hafa það, ég ætla nebbbbblilega að vera svo ógó sæt í kvöld. Kannski að ég fari jafnvel í svörtu háhæluðu lakk skónum sem ég var að kaupa mér á loppó,

Annars vildi ég bara segja góða helgi gott fólk...

Hulda

p.s. er komin með myspace ef einhver skildi vilja kíkka þar við. Slóðin er www.myspace.com/huldahall

Tuesday, May 16, 2006

Gúbbífiskur einn með sjálfum sér

Sit hérna hlusta á sumardiskinn með Gnarls Barkley og pæli í því hvað varð af sumrinu og sólinni sem var hérna fyrir örfáum dögum.
Ég kíki út um þakgluggann hérna og sé bara grátt..rigning og rok. Þarf að fara út að labba með Hannibal eftir smá og er að spá í hvort ég eigi að fara í gula, bláa eða fjólubláa regnjakkanum mínum...á bara ein stígvél en það er allt í lagi því þau eru bleik. Regnföt eru það eina góða við rigningu...þau eru eitthvað svo kósý.

Er að horfa á neglurnar á mér meðan ég pikka inn hérna á lyklaborð og það er ófögur sjón. Er með rautt naglalakk sem er flagnað af niður hálfar neglurnar. Hef reyndar heyrt að það sé töff að vera skítsama -og mér er skítsama --> Hulda = töff!
Var líka einstaklega töff síðasta föstudag, þið munið þegar ég var despó að reyna að finna einhvern til að bjóða í matarboð. Fyrir það fyrsta komst ég að því að ég er með alzheimer. Fólkið sem ég reyndi að ná í var allt utanbæjar og ég vissi það alveg en var bara "aðeins" búin að gleyma. Ég er með minni á við gúbbífisk. Átti samt stórglæsilegt kvöld og hélt unaðslegt matarboð. Bauð sjálfri mér í mat, borðaði hvítlauksristað brauð með tómatsalati í forrétt, grís m.m. í aðalrétt og fékk mér svo ekspressó og delikatess súkkulaði í boði Jans í eftirrétt, svo grenjaði ég yfir ameríska Idolinu (var svo stolt, því þeim gekk öllum svo vel) og dormaði aðeins á sófanum. Stundum er líka gott að vera einn með sjálfum sér.

Ætla að skella mér út í "sumarið"

koss Hulda

Friday, May 12, 2006

Hver vill koma í matarboð?

Gleði gleði gleði gleði gleði gleði...lalalalaaalalalalala.
Já það er einhver hamingju, gleði, spennu, tilfinning sem býr í mér þessa dagana. Veit alveg hvað veldur -sólin-! Ótrúleg hvaða áhrif hún hefur, ekki bara á mig heldur er eins og öll Kaupmannahöfn hafi byrjað að brosa þegar hún fór að glenna sig. Mér leið eins og ég væri túristi í "minni eigin" borg þegar ég fékk mér göngutúr í gær inni í bæ stemmingin var eitthvað svo mögnuð.

Ég ligg í þessum skrifuðu orðum á sólbekk hérna úti á veröndinni hjá mér, er með kóngabláu 80's sólgleraugun mín, heyri fuglakvak og sjávarnið og er alveg að fíla lífið í tætlur. Langar að bjóða fólki í matarboð...en ég næ ekki í neinn, bömmer. Hvað er fólk að gera? Er búin að skilja eftir trilljón missed calles, senda sms og tala inná talhólf...eru þetta kannski skilaboð til mín?
Kannski að ég verði þá bara ein heima í kvöld og lesi í eins og einni unaðslegri námsbók, get ekki hugsað mér að eyða föstudagskvöldi á betri hátt ehhhh! Þarf líka að mæta í vinnu klukkan sjö í fyrramálið, gæti heldur ekki hugsað mér að eyða laugardagsmorgni á betri hátt ehhhh.

Held að ég sé að brenna hérna...finnst eins og síðdegissólin sé aðeins sterkari en ég hélt. Ætla að reyna að verða ekki eins og leðurhjónin sem ég sá um daginn. Það eru hjón sem skella sér út í sólbað um leið og rétt sést í sólina, húðin á þeim var orðin kolsvört, hrukkótt og svona eins og hún væri úr leðri...þið vitið eins og húðin á konunni í Something about Mary....þessi með fallegu brjóstin með naflanum á milli.

Er farin inn að setja á mig sólarvörn...

Yfir og út
Hulda

Sunday, May 07, 2006

Blá haka og dúfuskítur

Ég tók orminn á hipp hopp kvöldi sídasta fimmtudag. Töffleikar mínir eru audvitad óstjórnlegir... kostudu mig bláa höku. Finnst ekkert fallegra en ad vera marin á hökunni, ætla ad gera meira af tessu í framtídinni.

Var med nokkrum vinum mínum frá skólanum tetta kvöld. Vid vorum ad fagna tví ad vera búin í prófinu í vidskiptafrædinni, en tad gekk ógó vel hjá mér og hópnum mínum...vid fengum níu. vúúúhúúúú Segid svo ad ég sé ekki business hahaha

Á föstudaginn fór ég á vit hámenningarinnar, lydháskólahámenningarinnar. Sólveig Ása er dúndur og ég skemmti mér stórvel hjá henni og med henni. Drukkum bjór, spjölludum og lágum í sólbadi, ójá sumarid er komid. Vid vorum svo samfó til Kbh. aftur tví buddan var ad fara á Radiohead tónleika, hún er faktískt á teim as we speak!




Flaming lips tónleikarnir á midvikudaginn voru Hreinn unadur Hringsson. Einir bestu tónleikar sem ég hef farid á! Tvílík upplfiun: stórar blödrur, syngjandi fólk, gerviblód, geimverur, jólasveinar, Wayne Coyne, syrutal, Yoshimi...ohhhh tetta var ótrúlegt. Á leidinni heim skeit dúfa á hausinn á mér, mér var alveg sama.

Er óstjórnlega hamingjusöm í augnablikinu...

Sumar- og sólarkvedjur
Hulda

Monday, May 01, 2006

Flaming Lips...


Æji já ég er að fara á Flaming Lips tónleika í kvöld...og í próf á morgun. Ótrúlega gáfuleg, enda sjaldan verið þekkt fyrir annað. Held að þessi stjörnuspá mín segi allt sem segja þarf. Fékk næstum því hjartastopp þegar ég las hana svo vel passar hún.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars):

Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki
hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að
fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt,
þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í
sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

Æji góði vertu ekki með þetta
Hulda
yfir og út

Gleðilegan 1.maí og til hamingju með afmælið Brynja Vala!




Við ástþyrstu systur héldum í gær Prison break maraþon, enda elskum við Michael Scofield...og eiginlega bróður hans líka. Hélt ég myndi aldrei segja þetta, en damn tattúin hans eru dead sexy.


Jan var að koma heim í gær eftir helgarferð í suður Frakklandi. Hann kom með gjafir handa okkur. Ég fékk alveg sting í magann þegar hann tók upp Gucci töskur, því eins og flestir sem þekkja mig vita er ég ekki mikið fyrir svona merkjavörur og það hefði verið verra að fá einhverja tösku upp á fleiri tugi þúsunda og finnast hún forljót. En nei karlinn hafði verið á markaði í Ítalíu og keypt nokkrar eftirlíkingar...hjúkketí púkketí.


Hef engan tíma til að 1.maí-ast þó að ég glöð vildi fara í Fælledparken ásamt 100.000 öðrum og halda upp á daginn...en Stjanan mín skilaðu kveðju til múttu þinnar og segðu að ég hefði alveg verið til í að kíkja í kaffi til hennar og jóns í dag og heyra "Fram þjáðir menn..."!

Þó að maður hafi ekkert að segja býst ég við að það sé betra að halda smá hreyfingu inni á þessari síðu. Er farin aftur á vit prófundirbúnings. Ég og hópurinn minn erum að fara í hóppróf á fimmtudaginn. Við erum að fara að verja verkefnið okkar sem við skrifuðum um slippstöð í Odense...þarna þriggjadaga casið þið vitið. Hljómar spennandi ekki satt!

Njótið dagsins ljúfurnar.

Hulda