Við ástþyrstu systur héldum í gær Prison break maraþon, enda elskum við Michael Scofield...og eiginlega bróður hans líka. Hélt ég myndi aldrei segja þetta, en damn tattúin hans eru dead sexy.
Jan var að koma heim í gær eftir helgarferð í suður Frakklandi. Hann kom með gjafir handa okkur. Ég fékk alveg sting í magann þegar hann tók upp Gucci töskur, því eins og flestir sem þekkja mig vita er ég ekki mikið fyrir svona merkjavörur og það hefði verið verra að fá einhverja tösku upp á fleiri tugi þúsunda og finnast hún forljót. En nei karlinn hafði verið á markaði í Ítalíu og keypt nokkrar eftirlíkingar...hjúkketí púkketí.
Hef engan tíma til að 1.maí-ast þó að ég glöð vildi fara í Fælledparken ásamt 100.000 öðrum og halda upp á daginn...en Stjanan mín skilaðu kveðju til múttu þinnar og segðu að ég hefði alveg verið til í að kíkja í kaffi til hennar og jóns í dag og heyra "Fram þjáðir menn..."!
Þó að maður hafi ekkert að segja býst ég við að það sé betra að halda smá hreyfingu inni á þessari síðu. Er farin aftur á vit prófundirbúnings. Ég og hópurinn minn erum að fara í hóppróf á fimmtudaginn. Við erum að fara að verja verkefnið okkar sem við skrifuðum um slippstöð í Odense...þarna þriggjadaga casið þið vitið. Hljómar spennandi ekki satt!
Njótið dagsins ljúfurnar.
Hulda
5 comments:
Það eru greinilega spennandi tímar framundan hjá þér eins og hjá okkur sambýliskonunum á Bárunni. Sitjum sveittar þessa dagana að læra fyrir próf. Hver elskar ekki próftíð!
"Hold my pocket" perinn í fanglesinu sem segir þetta er fokking sexý ;)
ég alveg að meika það í að skrifa allt vitlaust.... en ég meina hver hefur ekki heyrt um fanglesi
Sorry að ég beilaði á skypinu honní;) Ég hringi í dag...
já Hulda mín...ég heyrði ekki framþjáðir menn í þúsund löndum á sovésku þetta árið heldur! Það hefði verið næs að vera í smá baráttukaffi í tilefni 1.maí. En í staðinn erum við öll bara í baráttu við svefninn og bækurnar, svona í tilefni prófanna! og ég er komin með steiktan heila...búffedípúff Hallelúja fyrir magic, orku og öðrum örvandi og athyglisvekjandi efnum...múhahahah
Post a Comment