Friday, May 19, 2006

Belle & Sebastian tónleikar í kvöld

Sit hérna og er að hita aðeins upp fyrir kvöldið. Ekki misskilja mig, bjórinn er víðsfjarri en hinsvegar eru það unaðstónar B&S sem halda mér gangandi yfir námsbókunum. Það er stutt í Sólveigu Ásu, stutt í að ég geti haft ástæðu fyrir því að loka þessum skruddum og hætt að lesa um "risikosamfundet" og vin minn hann Beck. Anna er reyndar í þessum töluðum orðum að hljóðmenga því hún er með hrærivél á fullu blússi. Hún ætti að vera að læra, en eins og ég þá er hún góð í svokölluðum "overspringshandlinger" en það er svona þegar maður er allt í einu búin að ryksuga heima hjá sér, skoða öll heimsins blogg og þvo þegar maður hefði frekar átt að vera að læra. Reyndar mun ég njóta "góðs" af hennar litla sjálfsaga því hún er að baka köku jömmí.
Horfði á Júró í gær með öðru auganu...en auðvitað báðum þegar Silvían kom á svið. Bömmer segi ég bara...bömmer, eða ætti ég kannski að segja fokk?

Ætla að fara að tæta á mér lappirnar. Bjútí is pain eins og einhver vitur maður sagði þannig að ég læt mig hafa það, ég ætla nebbbbblilega að vera svo ógó sæt í kvöld. Kannski að ég fari jafnvel í svörtu háhæluðu lakk skónum sem ég var að kaupa mér á loppó,

Annars vildi ég bara segja góða helgi gott fólk...

Hulda

p.s. er komin með myspace ef einhver skildi vilja kíkka þar við. Slóðin er www.myspace.com/huldahall

2 comments:

Anonymous said...

Bjútí is pain á þó ekki við í öllum tilfellum því þú ert algjört bjúti en ekki mikið pain!!

Anonymous said...

Rökuðum??? þú meinar tættum, er það ekki? hehe