Tuesday, May 30, 2006

Milli svefns og vöku

Stundum þegar ég ligg uppi í rúmi á kvöldin og er alveg að sofna, þá dettur mér allskonar undarlegt í hug.
Muniði eftir fyrstu tölvunum sem komu inn á heimilið hjá ykkur? Anna fékk tölvu í fermingargjöf og þvílík dásemd. Það sem var hægt að leika sér í henni, teikna í Paint (unaðsforrit), skrifa í word (smásögur handa ömmu og svona), fara í allskonar skemmtilega leiki svo sem "Prince" (hver man ekki eftir Prince sem fékk spjót í gegnum sig miðjan og var íklæddur ljósum fötum sem ég ímynda mér að hafi verið úr höri), já og "Ski" það var nú líka dúndur leikur.
En já allavega, í því að ég ligg þarna uppi í rúmi einhvers staðar milli svefns og vöku, mundi ég allt í einu eftir leyninúmeri sem ég bjó til þegar ég var ca. 9 ára. Veit ekki hvaðan þetta númer kom, eða af hverju mér fannst það svona mikið leyni. Ég man eftir því einu sinni að hafa skrifað númerið inn í word þannig að það fyllti fleiri síður:
...
123579100
123579100
123579100
123579100
123579100
123579100
...
Já, ég ákvað að deila leyninúmerinu með ykkur og alheiminum. Er reyndar búin að vera að pæla í því afhverju mér datt þetta í hug og af hverju þessi tala varð til til að byrja með. Ætti ég kannski að kaupa lottómiða?

Hulda

6 comments:

Anonymous said...

Æji mússí mússí múss...þegar ég las þessar tölur lagði ég hægri hönd á tölurnar hægra megin á lyklaborðinu og mundi alveg mynstrið sem maður gerði með fingrunum...svo mikið þú eitthvað...minnir á verkefnin úr MA, svo sem líknardráp og annað skemmtilegt...hahahahha, good times! Miss you baby!

Anonymous said...

Sæl englakroppur.
Ormurinn var alltaf skemmtilegastur. Hét kannski eitthvað allt annað. Anna fékk þetta í tengslum við ritvinnslu í Brekkuskóla og frábært að reyna að stinga bölvaðan af. Tókst reyndar ekki oft.
Sól og blíða á henni Akureyri LOKSINS..... erum búin að vera á kafi í snjó eða allt að því í langan tíma.
Knús til ykkar og Hannibals frá múttu og mönnunum sem ég þvæ sokkana af :o/

Anonymous said...

Hulda lottó núna. myndi bara kaupa áskrift með þessum tölum fyrir kaffihúsapeninginn þ.e.a.s. námslánin.
Knús úr borginni*

Anonymous said...

Einmitt Helena, man hvad ég var stolt af tví í gamla daga ad vera jafn fljót og bankadömurnar í ad pikka inn tölur.
Mamma, tad er rétt ritvinnslu"leikurinn" hét ormurinn. Stelpurnar í hópnum mínum voru einmitt ad dást á fimni minni á lyklabordinu, en ég takkadi audvitad orminum góda kunnáttu mína.
...og Valgerdur tú ættir ad sjá kaffuhúsapeninginn sem madur fær sem námsmadur í útlöndum. Íslenska krónan verdur ad kúk og kanil...hugsa ad ég myndi kalla lánin fyrir hafragrautspeninga í stadinn!

Anonymous said...

Einmitt Helena, man hvad ég var stolt af tví í gamla daga ad vera jafn fljót og bankadömurnar í ad pikka inn tölur.
Mamma, tad er rétt ritvinnslu"leikurinn" hét ormurinn. Stelpurnar í hópnum mínum voru einmitt ad dást á fimni minni á lyklabordinu, en ég takkadi audvitad orminum góda kunnáttu mína.
...og Valgerdur tú ættir ad sjá kaffuhúsapeninginn sem madur fær sem námsmadur í útlöndum. Íslenska krónan verdur ad kúk og kanil...hugsa ad ég myndi kalla lánin fyrir hafragrautspeninga í stadinn!

Anonymous said...

Einmitt Helena, man hvad ég var stolt af tví í gamla daga ad vera jafn fljót og bankadömurnar í ad pikka inn tölur.
Mamma, tad er rétt ritvinnslu"leikurinn" hét ormurinn. Stelpurnar í hópnum mínum voru einmitt ad dást á fimni minni á lyklabordinu, en ég takkadi audvitad orminum góda kunnáttu mína.
...og Valgerdur tú ættir ad sjá kaffuhúsapeninginn sem madur fær sem námsmadur í útlöndum. Íslenska krónan verdur ad kúk og kanil...hugsa ad ég myndi kalla lánin fyrir hafragrautspeninga í stadinn!