Sunday, December 10, 2006

ammmmmæli

TILLYKKE m dagen søde Hulda..
Håber du har en dejlig dag..
Mange tanker og fødselsdagshilsner..

Svona e-mail getur kallað fram bros á vör, jafnvel í miðri prófatíð. Enn eru þrír mánuðir í herlegheitin, en kæru vinir afmæliskveðjurnar eru farnar að streyma inn...svona er maður vinsæll.

Thursday, December 07, 2006

Takk fyrir samstarfið kæru vinir - hér er sagan í öllu sínu veldi

Einu sinni var stelpa sem var alltaf með svo ískalda putta því hún gerði ekki annað en að pikka á lyklaborðið. Hún reyndi allt sem hún gat, fékk sér te, kveikti á kertum, fór í ullarsokka, en ekkert gékk puttarnir voru alltaf eins og grýlukerti. Hún ímyndaði sér að hún sætti uppi í kvistherbergi með nikkuna og renndi fingrunum eftir nótnaborðinu. Hún raulaði í takt við tónana sem ómuðu í höfði hennar. Fingurnir voru enn sem freðnir ýsustautar. Astandid var ordid thad slæmt, ad hun var hætt að getað fiktað í hárinu á sér með vísifingri þegar hún var ekki vid lyklaborðið…hræðilegt... það var annars henner uppáhalds iðja. Hún var vön að snúa uppá hárlokk alveg þar til að það var komin ný krulla í hárið, en nei…aldrei meir, fingurnir voru að detta af. Hún vissi ekki hvad hún ætti til bragðs að taka -hún ákvað því að gera nokkuð sem ekki er stúdínu sæmandi. Hún hækkaði á öllum ofnum í íbúðinni en fór auðvitað um leið að hugsa um komandi hitareikning. Æj æj æj. En skildi trixið virka?...
Ofnarnir hitnuðu og hitnuðu þar til einn sprakk. Allt í steik og enn voru fingurnir ískaldir, ef þetta héldi áfram svona yrði hún amk 10% öryrki! Og engan þekkir stúdínan iðnaðarmanninn til að laga skaðann...skyldi hún geta fengið þetta bætt?...
Stúdínan unga er víst fædd undir heillastjörnu vegna þess að í því sem hún byrjar að örvænta er bankað hjá henni. Hjartað byrjar að slá örar. Hver getur þetta verið. Hún læðist að hurðinni, passar að það braki ekki í þiljunum og kíkir út um 'kíkigatið' á hurðinni. Fyrir utan stendur fjallmyndarlegur ungur maður með bolla í hendinni. “Má ég fá lánaðan einn bolla af sykri?...það er hún amma mín, hún liggur fyrir dauðanum og á sér enga ósk heitari en að bragða á steiktri blóðmör með sykri í eitt síðasta skipti…”. Stúdínan heyrði næstum ekki hvað maðurinn sagði, heldur stóð kyrr og starði svo mikill var þokki hans. Hann var sköllóttur og með gleraugu. Hún kannaðist eitthvað við hann, mundi bara ekki hvaðan. Hmmm....? Jú allt í einu rann upp fyrir henni ljós. Hún hafði séð hann í raunveruleikaþættinum 'Handyman' og þarna stóð hann með bolla af sykri í hendinni! Einhvern veginn náði hún að kreista upp úr sér hljóð "haa sykur haa ööööö já, koddu inn fyrir". Fjallmyndarlegi, sköllótti handverksmaðurinn stígur inn fyrir og brosir. Reyndar hverfur brosið fljótt þegar hann sér ástandið á ofnunum. "Hvað kom fyrir?" spyr hann með skelfingarsvip. "Þessu þarf að kippa í lag, vina. Ég skal redda þessu" segir hann alvalegur í bragði og krípur niður að ofninum. Stúlkan starir á bakhluta piltsins og tekur eftir myndarlegri "handy" skorunni er glottir sínu breiðasta á milli bolsins og buxnanna. Hún fær sting í magan og hugsar "hann er þá alvöru, alvöru iðnaðarmaður, drauma tengdasonurinn fundinn"? Hún roðnar eilítið við tilhugsunina. Allt í einu grípur hana örvæntingar kast - hann má ekki sleppa héðan út- hugsar hún, svo hún spyr kauða "má bjóða þér kaffi?" og handy svarar að bragði "nej tak, men har du julebryg?". Uss haldiði ekki að kella hafi átt nokkra slíka. Hún gekk inn í eldhús og þóttist gramsa í ísskápnum, en var í raun að klifra bakvið eldavélina til þess að kippa henni úr sambandi...og kallar í leið fram "ég gæti kannski fengið þið til þess að kíkja á eldavélina, hún virðist eitthvað biluð"
"Eldavélina segiru..." Handymaðurinn með myndarlega bakhlutann reisir sig upp og um leið hverfur "handy" skoran eins og dögg fyrir sólu. "...ég ætti nú að geta það". Stúdínan fær smá sting í hjartað, æji nennir hann þessu kannski ekkert. Handymaðurinn heldur áfram "Ég hef ægilega gaman að því að bardúsa, þannig að you name it ég skal fixa það hm hm" segir hann og á andliti hans sér votta fyrir karlmennsku montsvip. Stúdínan réttir handymanninum jólabruggið sem hann opnar með tönnunum og teigar af. Hún horfir á hann lotningarfullum augum og sér svitataum rennar niður gagnaugað... "Já, svo þú hefur gaman af því að bardúsa" segir stúdínan. Handýmaðurinn horfir út um eldhúsgluggan og kinkar kolli og lítur svo snöggt í augun á henni og svarar:"já, það er lífið, bar og dús, annars vinn ég við að selja blóm í litlu blómabúðinni í Þingvallastræti, þú veist Paradísarblóm. Ég er sko...hérna lærður blómaskreytingamaður". "Nú!" segir stúdínan "guð ég hélt þú ynnir sem handverksmaður" segir hún og brosir breytt. Hún hefur nefnilega alltaf verið hrifin af þessum röff/mjúku gaurum sem virðast geta allt. Það skaðar ekki að þeir séu í smá tengslum við sinn innri kvenmann. Stúdínan var nú orðin rjóð í vöngum af öllum hamaganginum en mundi allt í einu eftir ísköldu höndunum sínum. Hún fer að velta fyrir sér hvort hún ætti nokkuð að þora að biðja blómaskreytingamanninn/handyman að hlýja sér, en í því hún hugsar sjálfa sig og hversu bágt hún eigi með sínar köldu hendur, man hún hver ástæðan var fyrir því að þokkatröllið barði að dyrum. “Var það sykur sem þig vantaði?” Sagði hún og ræskti sig. Hún var svo krókloppin á puttunum að hún gat varla hreyft þá. "já sykur var það heillinn, ég er að hjálpa henni ömmu minni að sjóða jólaglögg" sagði hann glottandi. Stúdína sagði umm!! sem hún reyndar hélt að hún hefði gert í hljóði en umm-ið hafði víst heyrst upphátt. Finnst þér jólaglögg gott? spurði Hr. Handy. Já sérstaklega með mikilum kanil, svaraði hún en þurfti að passa að hann sæji ekki spurnarblikið í augunum á henni" hafði hann ekki sagt áðan að sykurinn væri út á blóðmör handa deyjandi ömmu sinni? Hún lét á engu bera það var eitthvð sem ekki stemmdi. Af hverju sagði hann ekki allan sannleikan, hver var hin raunverulega ástæða fyrir því að hann stóð þarna? Var hann kominn til að hhitta hana? Var hann að njósna um hana? Var hann leigumorðingi með hana sem næsta fórnarlamb? Hugsanirnar hringsnerust í höfðinu á henni, hana vimaði af návist hans. "Er þér sama þó ég fari úr skyrtunni?, mig langar svo að sýna þér bolinn sem ég er í!", sagði Handý og tók af sér gleraugun. En viti menn, það var enginn bolur undir skyrtunni. Blasti ekki við ungu stúdínunni karlmennskan í öllu sínu veldi (tja eða næstum því). Stinnur brjóstkassinn með mátulegan hárvöxt, þreknir upphandleggirnir og fagurlagaður hálsinn. Hún kiknaði í hnjánum, en var um leið skíthrædd. Hún var hrædd því hún hafði tekið eftir því hversu mikið hún kannaðist við manninna þegar hann hafði tekið niður gleraugun..var þetta ekki pepsí max jólasveinninn sem hún hafði hitt í Fakta á Amagerbrogade í fyrradag?... og jú þetta var hann…hún þekkti hann, þó að skeggið og ístruna vantaði. Hún gleymdi öllu um handkuldann, sprungna ofninn, sykurbollann, blómörna, sögurnar tvær um ömmuna, handý skorunni, jólabrugginu, blómabúðinni í Þingvallastræti, óttanum um að kannski væri hann leigumorðinig, jólasveinabúningnum….reif hann úr því litla af fötum sem eftir var á karlmannlegum, þokkafullum líkama hans og…....

…þarf að segja meira en...

ÞAU LIFÐU HAMINGJUSÖM TIL ÆVILOKA

Höfundar. Auður, mamma, Valgerður, Steinbjörn, Jón Ingi, Ingibjörg, Kristjana og Hulda

Tuesday, December 05, 2006

One down - one to go!

Unanfarin vika hefur verið helv#%&...
Hún hefur einkennst af:
vöðvabólgu
viðskiptafræðitextum
inniveru
kösóttum augum
sinaskeiðabólgu
köldum puttum
köldum fótum
maskaraleysi
gammasíum
ullarpeysum
panikki
stöðugum grátkekki í hálsinum
og flötum stúdínurassi sökum of mikillar niðursetu.

Ég skilaði Scientific Paper-inu af mér í gær, prófverkefni í viðskiptafræðinni. Líklega lélegsta verkefni sem ég hef skilað af mér...en ég meina...

Muniðið eftir kontröstunum í lífinu, sem ég talaði einhvern tímann um? Dagurinn í gær var í algjörum kontrasti við undanfarna viku. Ég skilaði af mér klukkan 11, drakk latte með bekkjarfélögunum (sumir voru í bjórnum en ég ákvað að láta kyrrt liggja og spara mig fyrir kvöldið), fór svo í dýrindis lax til Soffíu frænku, bardúsaði aðeins fyrir hana og fékk heilnudd í staðinn ahhhhhhhh, fór svo um kvöldið og hitti nokkra vel valda bekkjarfélaga, drakk öllara og svo skelltum við okkur á kareoke bar og vorum þar til klukkan fimm í morgun. Yess yess yess.
Víúíúíú. Ég hef kannski sagt það áður og ég segi það aftur ÉG ELSKA KAREOKE!

Jæja, nú er næsta mál á dagskrá að lesa og undirbúa sig fyrir munnlega prófið í "kommunikation"...

Ciao ciao

p.s. er ansi ánægð með frammistöðuna söguleiknum okkar. Hvernig væri að einhver tæki af skarið og lyki sögunni?! Fyndist eðlilegast ef það væri Stefán Þór íslensku kennari...hann færi nú létt með að ljúka svona ljósblárri sögu. Held að sagan sýni það og sanni, að ég á vinkonur sem eru haldnar ungmeyjargreddunni;)