Saturday, July 12, 2008

Roskilde 2008

Hreinn unaður er það eina sem ég get sagt...
























Tuesday, June 17, 2008

Rokland

Stóran hluta af þessari önn er Rokland búin að liggja á náttborðinu mínu. Hálfnuð með verkið um miðjan mars, varð ég að leggja Hallgrím til hliðar og einbeita mér að öðrum bókum í von um að standa uppi sem bachelor um miðjan júní. Hér sit ég svo og svei mér þá, mér tókst það! Ég hef hlotið gráðuna, sem þrátt fyrir þriggja ára vinnu er nánast einskis virði og gefur lítið annað af sér en aðgang að meira námi. En mikið ofsalega er samt gott að vera búin með þetta og vita að þetta sé einmitt nánast einskis virði og því lítil hætta á að fullorðinslífið fari að anda í hnakkann á manni með sínu 9-17 og rótfestu. Ég á nefnilega eftir að fara í bakpokaferðalagið, læra ljósmyndunina og fara á brimbrettanámskeiðið.

Eftir að hafa dustað rykið af Roklandi var bókin opnuð aftur og á einhvern undarlegan hátt fann ég hvað þetta hálfkláraða verk hafði hvílt þungt á mér. Þungu fargi var af mér létt og brosið færðist á vör. Að finnast ég aftur hafa tíma fyrir skemmtilesningu var eins og að losna úr álögum. Mikið ofsalega er ljúft að vera bachelor og það eina sem getur valdið áhyggjum er veðurspáin - mun rigna á Roskilde?!?

Sunday, June 15, 2008

ræða smæða silkiþræða

Stóð upp frá tölvunni áðan og ákvað að það væri mikilvægara að finna út úr því í hverju ég ætla vera í prófinu á morgun en að læra litlu ræðuna mína utanað sem ég á að fara með í byrjun prófsins.
Eftir 20 mínútna mátun varð úr dress með smá dassi af lit og persónuleika, en þó ekki of miklu til að fara tótallí burt frá þessu bisssssnesss.

Þið eruð kannski búin að reikna það út en prófdómarinn minn er kona. Eins og þið vitið hefði ég að sjálfsögðu látið það nægja að hífa wonderbrainn, flegna bolinn og mínipilsið upp ef bæði prófdómari og leiðbeinandi hefðu verið karlmenn.

Er þó ekki frá því að dressið á morgun komi mér alla leið...held ég droppi bara ræðunni.


/H

Saturday, June 07, 2008

Sumar í Köben

Mér lídur eins og ég sé enn med sólgleraugun á höfdinu.

Ég er berfætt.

Ég er med raudar kinnar.

Ströndin bídur mín á morgun.

Bjórinn er gódur.

Djammid úti í götum Kaupmannahafnar er unadur.

Einnota grillid stód fyrir sínu í gær og ég reikna med ad tad muni gera tad á morgun líka.

Lífid er ansi ljúft.

Wednesday, May 28, 2008

meðaljón

Jæja, nú er ég búin að senda stressaðu stelpuna í vonleysiskastinu, sem tók sér bólfestu í líkama mínum síðasta mánuð, af stað til mánans. Hún var nánast gróin föst við tölvuna, baugarnir voru farnir að lafa niður á efrivör og munnvikin komin full langt suður. Mér líkaði ekki við hana og vona svo sannarlega að ég rekist aldrei á hana aftur á lífsleiðinni.

Hef aldrei fundið fyrir öðrum eins létti og þegar ég skilaði barninu mínu á CBS. Krakkagemlingurinn hafði verið erfiður viðureignar og uppeldið var langt og strangt, en ég held að þetta hafi bara verið ágætis meðaljón sem ég sendi út í hinn stóra heim.

Bjórinn hefur aldrei smakkast betur og rúmið aldrei verið eins þægilegt....ohhh þvílíkur unaður.

Það eina sem er eftir er að verja verkefnið. Hef ekki miklar áhyggjur af prófinu enda þekki ég barnið út og inn.

Vona að allir séu að koma heilir út úr próftíð og verkefnaskilum.

Kossar,
Hulda

Saturday, May 24, 2008

Wednesday, May 21, 2008

fyrir stúdenta í dönsku

Í gærkvöldi skrifaði ég inná innranetið hjá "bekknum" mínum...og svörin sem eru komin eru frekar fyndin. Veit ekki alveg hversu mikið skóladanskan dugar manni í þessu samhengi, en ég veit allavega að það eru nokkrir "hálf"danskir sem lesa þetta blogg sem gætu haft gaman af.

------------------------------

Er jeres negle begyndt at vokse ned i tastaturet, er I groet fast ved skrivebordsstolen og hænger jeres psykiske tilstand i en tynd tråd?

Sådan kan mit nuværende tilstand i hvert fald beskrives...men om en uge er det slut slut slut slut sluuuuuuuuut!!

Hvad siger I til at vi mødes til en lille jeg-har-ikke-sovet-i-tre-døgn-men-jeg-vil-da-lige-sige-hej-til-mine-soon-to-be-ex-medstuderende?

Kl. 11.30 om en uge kommer jeg i hvert fald til at sidde udenfor, hvis det er godt vejr, ellers inde i Nexus. I kan kende mig på de mørke rander under øjnene, på joggintøjet der efter bachelortiden er ved at være en anelse slidt, det uredte hår og det utrolig lykkelige smil.
Vi ses skattebasser. Pas på jer selv og skriv løs.

Hulda Hallgrímsdóttir
-----------------

Tak fordi vi må være dine skattebasser...:-)

Leman Kanat

-----------------

....vi tilslutter os hermed 100%. Både når det gælder seriøs psykisk ustabilitet og en aftale om at ses på tirsdag! Wauw, det bliver godt... '

Marie Louise Schneeklooth

----------------

Den fæces-fikserede (og en anelse isolerede) sommerhusgruppe melder deres ankomst! Watch out og lad os battle rander under øjnene. Strategi til når joggintøjet begynder at lugte en kende for fælt. Byt simpelthen tøj med en anden sørgelig medstuderende. En ny svedlugt kan synes som en frisk brise, når den friske luft kun er noget der observeres gennem et vinduet. Kh Mette, Christine, Nanna og Lercke

Camilla Lercke

-----------------

Lercke, jeg vil gerne have min gymnastikdragt og min Rexona tilbage...NU! Det går bare ikke at du sådan stjæler vores tøj mens vi er på toilettet....bare fordi at du ikke skal skide! Skulle aldrig have spist den kage!....vel Chris? Og Lercke...du rører ikke mine regnbuestribede strømpebukser - og du holder bare nallerne fra den stikpille!...og forresten Hulda-baby. I'll be there!S

Nanna Schultz Schultz Christensen

-------------------

Nej, Nanna - du har ret. Når kagen er kommet ind, skal den jo også ud igen på et tidspunkt.. Trist når man er fire kageglade tøser, der befinder sig i sommerhusland med overfyldte ceptitanke... Hurra for uciviliserede jordhuller! Jeg tropper også op, Hulda - og lader skovl blive i sommerhuset...

Christine Ravn Skovlund

--------------------

Hermed en opfordring til andre grupper, nu hvor vi så yndefuldt at udstillet vores hemmelige gruppeliv til folket!

Byd endelig ind med anekdoter fra the dark side of the bachelor days!!

Vær ej sky,ej heller forlegen...

----------------

Vores erkændelse: Vi har laget en fake spørgeundersøgelse på SiteScape som er ret sjov (synes vi). Find den frem og bytt ut Blog med Sex. Vi kalder det overskudd, men det er nok et tegn på det motsatte.

Kjartan Slette

-------------


Allavega er ég búin að skemmta mér vel yfir svörunum enda þarf kannski ekki mikið til,
Hulda

Tuesday, May 20, 2008

engin meðaumkun?!

Þegar þið vitið að ég er að skrifa bachelor af hverju kommentiði þá ekki? Vitiði ekki að ég tjékka bloggið sirka 30 sinnum á dag í von um smá líf á síðunni?



Finniði fyrir því hvað ég er orðin óþægileg manneskja?



Ég er farin að krefjast þess að lesendur bloggsins kommenti hjá mér, ég er farin að grátbiðja aðra bloggara að blogga oftar (hafði ekki góðar afleiðingar, sjá færsluna 'fyrir Huldufólkið' á www.blog.central.is/garparnir), ég er farin að skipta mér að félagslífi MA aftur (sjá hér) og ég er farin að pirrast yfir óaktífu fólki á Facebook, ég meina halló koma svo loada inn myndum, hættu með kærastanum, sendu 'good karma', joinaðu einhvern skemmtilegan hóp - I need some action!


Hvað segiði skiladagur eftir viku - er það eitthvað...

Monday, May 19, 2008

já já

Ég var að tala við vinkonu mína um þessa geðveiki sem grípur mig þegar ég er að skrifa stór verkefni eða í próftíð. Ég nefndi hluti við hana eins og armbeygjur, jarðaberjagloss, símtöl til vina sem ég hef ekki heyrt í lengi, grettur, ljótufatakeppni, vatnsþamb og svo ekki sé minnst á balletsporin og teyjuæfingarnar sem eiga sér stað á Woltersgade. Vinkonan hló að mér.

Sú hin sama vinkona, sem skal taka fram er líka að gera bachelor verkefni, hringdi í mig degi seinna eftir að hafa sjokkerað sjálfa sig við að flasha fyrir framan spegilinn. "Þetta gerðist bara" sagði hún í uppnámi eftir stundargeðveikina.

Kleppur er víða gott fólk...

Monday, May 12, 2008

Ég er alveg ágæt

Ég hló pínu að sjálfri mér þegar ég íklædd sumarkjól reisti mig upp frá gólfinu, rauð í framan eftir að hafa tekið 10 armbeygjur.

Þessi inniseta fær mig til að gera undarlegustu hluti...

Sunday, May 11, 2008

2 vikur

Blandan af að ganga illa með bachelor og horfa á sólina fyrir utan lætur mann líða svona...



Ákvað að deila því með ykkur, ef þið skilduð ekki þekkja þessa tilfinningu sem lætur mann langa til að öskra og gretta sig, stappa niður fótunum og grenja.

Spilaði samt aðeins á harmonikkuna áðan...það hjálpaði aðeins uppá brosið.

Hulda

Monday, April 28, 2008

Ég ákvad ad Googla mig...

Bachelorskrif fá mann svo sannarlega til að gera ýmislegt óþarflegt, tímafrekt og óviturlegt, en sumt af þessu óþarflega, tímafreka og óviturlega er samt svo nauðsynlegt og kærkomið þegar maður er við það að missa geðheilsuna.

Í gær ákvað ég að googla sjálfa mig, sem líklega gæti talist eilítið óviturlegt og jafnvel óþarflegt, en úr þessari litlu google leit uppskar ég þó bros á vör. Efst á blaði stóð "Hulda Hallgrímsdóttir - Upplýsingar úr afrekaskrá ..." ég þurfti auðvitað ekki að smella áfram, enda óþarfi að sjá upptalningu á öllum mínum afrekum, þau eru það kyrfilega fest í minni mitt.

Nokkrum linkum neðar stóð "Maraþonskrá FM" - ég þurfti auðvitað heldur ekki að smella áfram, enda óþarfi að sjá upptalningu á öllum þeim maraþonhlaupum sem ég hef tekið þátt í, þau eru það kyrfilega fest í minni mitt.

Nokkrum linkum neðar kemst maður inná MA-vefinn þar sem þessi mynd meðal annars bíður eftir manni:

Það var hér sem brosið fyrst kom inn, því hvað er ánægjulegra en þegar maður er með ljótuna á einstaklega háu stigi, situr í joggingfötunum og er maskaralaus að sjá menntaskólamynd af sér þar sem maður hreinlega slær úldnunni við. Að mæta fersk í skólamyndatöku er allavega ekki á afrekaskránni...

bomm bomm,
Hulda

Tuesday, April 22, 2008

Skokkedískokk

tómt blað, tóm Hulda.

Heil vika þar sem lítið hefur skriðið fram með verkefnið gerir það að verkum að ég sit hér og veit satt best að segja ekkert í minn haus. Ákvað að fara út að skokka áðan því ég sá að ég var ekki að gera neinum greiða við að sitja og góna á tölvuna. Þess má geta að ég var að vígja nýju svörtu hlaupabuxurnar mínar, var í fínu svörtu skónum sem ég fékk í jólagjöf, í svörtum sokkum, auk þess sem ég fór í hvíta hlaupabolinn og hvítu hlaupapeysuna, svo setti ég svörtu iPod-haldarateyjuna á upphandlegginn og skellti hvíta iPodinum í - auk þess er ég veeeel ljóshærð eftir síðustu aflitunarmeðferð og heltönnuð eftir San Fran og blíðviðri undanfarinna daga. Jahhh ef ég ældi ekki bara smá uppí mig þegar ég sá þessa rosa sporty gellu sem mætti mér í speglinum - éggetsvosvariða (sagt á innsoginu). Næst held ég að það verði gamlar KA stuttbuxur og kvennahlaupsbolur frá því árið '94...

Saturday, April 19, 2008

SAN FRANDISCO



(bloggið er sett inn nokkrum dögum of seint)

Hér sit ég og er í skýjunum í bókstaflegri merkingu. Er í flugvél á leiðinni til Parísar þar sem ég millilendi og tek vél áfram til Kaupmannahafnar. Eftir 10 daga afslöppun og hreina skemmtun finn ég hvernig stresshnúturinn stækkar í maganum, heima bíða bachelorskrifin sem verða líf mitt næstu 6 vikur.

En hvað um það, aftur að ferðinni. San Francisco er ótrúleg borg og ég skil vel að Önnu líði vel þar. Borgin er lifandi og skemmtileg, hún er falleg og fjölbreytileg og uppfull af góðu og jákvæðu fólki. 10 dagar líða auðvitað alltof hratt, en samt þegar ég lít á myndirnar í myndavélinni finnst mér óralangt síðan fyrsta mynd ferðarinnar var tekin – einhvern veginn náðum ég og Anna að gera alveg helling. Ferðin er heldur betur vel ”dokumenteruð” en myndirnar og videoin munu birtast á Facebook á næstu dögum.

Vinir Önnu sem ég hitti og allir þeir sem ég náði að hafa samskipti við voru yndislegir. Borgin laðar að sér alllskonar fólk, sem gerir að mannflóran er mjög litrík og fólk virkar einhvern vegin opnara fyrir þeim sem eru ”öðruvísi”. Í gegnum sambýling Önnu, Jamie, kynntist ég til dæmis fullt af fólki sem býr í vöruskemmu og lifir lífi sem er svo frábrugðið mínu eigin, en samt svo ótrúlega spennandi að fá innsýn inn í. Hjá þessum krökkum vaxa peningarnir svo sannarlega ekki á trjánum. Þau búa í vöruskemmunni Flowershop og borga enga húsaleigu, þau eru búin að búa til system sem gerir þeim kleift að nota regnvatn og þvottavélavatn til að sturta niður í klósettið með, nær engin þeirra hefur verið í skóla af neinu ráði og fæst þeirra eru í vinnum sem gætu kallast þessi týpísku 9-17. Þau eru upp til hópa mjög listræn og gædd allskonar mismunandir hæfileikum; ein stelpan hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur rafmagni og er einskonar sjálflærður rafirki, einn strákurinn er ’hjólamaðurinn’, annar er góður dj, nokkrir eru bílaviðgerðamennirnir og sjá m.a. um viðgerðir á rútunum sem þau eiga osfrv. osfrv. Þau lifa einskonar bóhemlífi eru stanslaust að bardúsa og betrumbæta vöruskemmuna, gera upp gamla bíla, taka gömul og ónýt hjól í sundur og búa til ný og fín hjól sem hægt er að selja...
Það víkkar sjóndeildahringinn að hitta svona frábæra krakka sem lifa svo frábrugðu lífi frá mínu. Orðið lífsgæði fær einhvern vegin aðra merkingu. Fyrir mér snúast lífsgæði um öryggi, ferðalög, góðan mat, kósí heimili osfrv. – allt eitthvað sem Flowershop-krakkarnir hafa ekki kost á dags daglega. Þau voru samt öll svo jákvæð, glöð og gjafmild og veittu mér á einhvern hátt mikinn innblástur.











Ferðin til San Francisco var eitt ævintýri frá byrjun til enda. Roadtrip okkar systra var eiturmagnað og “Son of a preacher man” varð roadtriplagið og líklega tekið um 20 sinnum, Dolores park var unaður, double dutching var gaman, SF MOMA kynnti mig fyrir Friedlander sem er flottur ljósmyndari, ég keypti unaðsskó – fallegri en allt sem fallegt er, sólin skein sem aldrei fyrr, vinir Önnu danskir, franskir, bandarískir og allt þar á milli voru frábærir, það var gaman að sjá San Francisco “þjóðbúninginn” aka. tattú sem helst eiga að fylla eins mikið af hörundinu og hægt er, fegurð borgarinnar er ótrúleg og gaman að sjá andstæðurnar náttúra – stórborg, háhýsi – gettó svona nálægt hvorri annarri. Já þessi upptalning er bara lítið brot af því sem mér fannst frábært við að koma til San Francisco og ég skora hér með á alla að setja ferð þangað inn í framtíðaráform sín.

Lifið heil kæru vinir,
Hulda

Monday, March 17, 2008

Hafragrautur eða gulrótarsúpa - ég vel súpuna!

Síðasta mánuðinn er ég búin að reyna að halda í jákvæðnina og hugsa "peningar eru bara peningar" - "þetta reddast" - "það er skemmtilegra að læra í útlöndum" - "hafragrautur er ekki svo slæmur" en núna blöskrar mér hreinlega. Vitiði hvað ég fæ fyrir áttatíuþúsundkrónurnar mínar sem LÍN er svo yndislegur að lána mér um hver mánaðarmót? 4.981 d.kr.! Jahh ef krónan er ekki búin að vera þá veit ég ekki hvað.

Ég sendi hér með uppskrift til allra LÍN-þega sem búa erlendis, nei ég meina ég sendi þetta á alla LÍN-þega. Megi gulrótarsúpan ylja ykkur á þessum síðustu og verstu...það skal tekið fram að þetta er með bestu og ódýrustu réttum sem völ er á. Verði ykkur að góðu.


Gulrótarsúpa med broddkúmeni


600 gr. gulrætur, skrallaðar og skornar í litla bita
1 stór laukur, hakkaður
3 lárberjablöð
2 tsk hvítlaukur, hakkaður
1 msk engifer, hakkað
2 tsk broddkúmen
1 ltr grænmetiskraftur
3 msk lime- eða sítrónusafi
1-1/2 tsk salt
1-1/2 tsk nýmalaður pipar
3-4 msk olía til steikingar

Til að bragðbæta og skreyta með:
Sýrður rjómi
ferskur kóríander

Laukur, lárberjablöð, hvítlaukur og engifer er steikt í ca. 2 mín í olíu í potti með þykkum botni. Gulrótunum er bætt í ásamt broddkúmeninu. Þetta steikt í ca. 3-4 mín og hrært á meðan. Grænmetiskraftinum er hellt á, lok sett á pottinn og súpan látin sjóða í 10-12 mínútur - eða þar til gulræturnar eru orðnar linar. Þá eru lárberjablöðin tekin úr og súpan látin kólna smá og síðan mixuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Í hverja skál sem borin er frá er sett smá "dash" (elska þetta orð!) af sýrðum rjóma og kóríanderblöð þar oná. Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm...prófið þetta.

Súpan er líka kjörin til að frysta. Ég mæli með því að geta tekið einn súpuskammt út eftir erfiðan vinnu- eða skóladag.

Knus og krammer,
Hulda

Sunday, March 16, 2008

Monday, February 25, 2008

Jááá ef thetta er ekki föstudagskvöld eins og tad á ad vera!



Fannst vera kominn smá tími á "fis og ballade" á thessa sídu.

Hulda

Sunday, February 17, 2008

2 1/2 kíló af vandamálum

Um daginn gerðist ég áskrifandi að Politiken. Frá föstudegi til sunnudags vakna ég því við dynkinn þegar helgarblaðinu er skellt inn um bréfalúguna. Dynkurinn hljómar sem fuglasöngur í mínum eyrum, ég gleymi stund og stað og "áverkum" gærkvöldsins og hleyp berfætt á brókinni út í forstofu og tek 3ja kílóa blaðið upp með bros á vör. Ohhh hvað er gott að kúra uppí rúmi, undir sæng og hafa tíma til að lesa blað.

Í dag er ég búin að sitja í hátt í tvo tíma og lesa fram og til baka um læti síðustu daga. Allir vita hver vandamálin eru, en engin veit hvernig á að leysa þau. Reiðin meðal ungra innflytjendastráka af annarri og þriðju kynslóð er mikil. Strákarnir hafa alist upp á heimilum sem hafa verið undir fátæktarmörkum, af foreldrum sem hafa verið atvinnulausir eða í störfum sem maður tengir við "lægstu stétt", lifað lífi þar sem hefur vantað fyrirmyndir og í staðinn fengið biturleika og vonleysi beint í æð frá blautu barnsbeini. Þetta eru strákar sem eru reiðir, strákar sem samfélagið hefur ekki haft nein úrræði fyrir, strákar sem eiga í vandræðum með að skilgreina hverjir þeir eru og sem finnast þeir vera óboðnir gestir í sínu eigin landi.

Þegar myndir eins og teiknaða myndin af Muhammed med sprengjuna í túrbaninum birtast í blöðum eykst reiði þessa innflytjendakynslóðar - skiljanlega! Þeir sjá þetta sem holdgervingu samfélagsins sem vill þá ekki, sjá þetta sem tilefni til að sprengja, kasta, öskra og sýna "samfélaginu sem er á móti þeim" í tvo heimana. Þetta er vægast sagt hættuleg þróun.

Þegar búið er að taka ákvörðun um að endurprenta þessar skopmyndir talar Pia Kjærsgård ekki um annað en mikilvægi tjáningarfrelsis og bla bla bla. Í fyrsta lagi er bara almennt eitthvað að kerlingunni (ég legg það ekki í vana minn að kalla konur kerlingar, en hún ER bara kerling þannig að...) og í öðru lagi skil ég ekki tal um tjáningarfrelsi í þessu samhengi. Auðvitað á að ríkja tjáningarfrelsi, en ætti maður ekki að hugsa sig tvisvar um þegar maður veit að endurprentun gæti sært, vakið reiði, aukið bilið á milli Dana og innflytjenda og haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir danskt orðspor á heimsvísu. Er einhver að reyna að vingast við bandarísk yfirvöld hérna?!

Ég felldi tvisvar tár yfir blaðinu í dag, í annað skiptið útaf mannvonsku og í hitt skiptið útaf manngæsku. Það er gott að maður geti ennþá lesið eina og eina jákvæða grein til að vega upp á móti öllum viðbjóðinum sem á sér stað í heiminum.

Njótið sunnudagsins,
Hulda

Thursday, February 14, 2008

Stríðið sem tekur á sig margar myndir

Nóttin er rétt að byrja. Staðan á Politiken.dk núna er svona:

Voldsom brand på skole i Bagsværd
Brandvæsnet slukker brændende biler i Kokkedal
Brand flere steder i København
Politiet beder om hjælp til at stoppe uro
Politiet opfordrer folk til at klage over chikane
Politiet beskyldes for chikane på Nørrebro
Politiet frygter ny uro i aften
Fem kræves fængslet efter uro i København
17 anholdt for ildspåsættelser i København
Lejlighed brænder på Vesterbro

Huggulegt ekki satt!!

Ekki skil ég fólk sem kveikir í bílum hjá saklausu fólki, hefur uppi morðhótanir og kastar steinum í lögreglumenn...en enn minna skil ég krísu-ákvarðanatöku hjá dönskum stjórnmálamönnum.

Ég er orðin þreytt á stríðinu í þessari borg. Verum góð hvort við annað, það er svo miklu skemmtilegra.

Hulda

Tuesday, February 12, 2008

GET LOST

Önnur sýninganna sem ég er með í að skipuleggja á DAC heitir GET LOST. Hún snýst um "social bæredygtighed", sem gæti þýðst yfir á íslensku sem félagsleg burðargeta.

Hvernig skipuleggjum við nútíma stórborgir, fyrir hverja og út frá hvaða gildum?
Að skipuleggja borg sem rúmar alla er meira en að segja það.
Hvernig býr maður til garð þar sem rónarnir geta eytt löngum stundum án þess að það hræði burt barnafjölskyldurnar?
Hvernig byggir maður upp hverfi með félagslegum íbúðum án þess að það endi með að verða ghetto?
Hvernig stuðlar maður að borg med margbreytilegu mannlífi, með fátækum, ríkum, útlendingum, barnafjölskyldum, einhleypum, öldruðum - öllum á sama stað?

Oft virðist "marginalisation" (útskúfun á íslensku?) eiga sér stað í stórborgum, þ.e. minnihlutahópum er ýtt burt frá miðju samfélagsins. Félagslegu íbúðirnar eru settar í útjaðar borgarinnar, gamla fólkið gleymist og fær að vera einmana í friði, skýli fyrir heimilislausa þurfa helst að vera í verksmiðjuhverfum því æsingur verður sjaldan meiri og undirskriftalistar sjaldan lengri en þegar sögur fara á kreik um að opna eigi athvarf fyrir heimilislausa í íbúðahverfi.

Mér finnst mjög áhugavert ad velta þessu fyrir mér. Hér sit ég á Amager sem hefur ekki beint besta orðsporið, en af hverju er það svo? Af hverju er Amager "ófínna" en t.d. Vesterbro? Göturnar eru sópaðar jafn oft og húsin eru jafn vel byggð.

Eiginlega vildi ég ekkert með þessu bloggi, ekki annað en kannski að vekja ykkur, lesendur góðir til umhugsunar. Ég hef engar lausnir á öllum þessum vandamálum sem borgarskipulagsmenn þurfa að glíma við, og eitt er víst, þeir hafa þær ekki heldur.

Lifið heil,
Hulda

Saturday, February 02, 2008

Aldurinn farinn ad segja til sín


Tarna sitjum vid sambylingarnir og bordum fyrstu kvöldmáltídina eftir ad vid fluttum formlega inn. Á bodstólnum var ristad rúgbraud og te.
Ég var ad horfa á fréttirnar í tölvunni og hafdi ekki græna glóru um ad Jón Ingi væri ad taka mynd. Útkoman var skrautleg og bendir svipurinn á mér til tess ad fréttirnar frá hinum stóra heimi hafi ekki beint verid broslegar.


Í dag er laugardagur og ég ætla ad vera ein heima, drekka te og horfa á DR (danska ríkissjónvarpid). Aldurinn er nefnilega ad færast yfir mig:


Efst á innkaupalista - hrukkukrem!


Ummerki gærkvöldsins eru líka enntá adeins of greinileg, tá í formi almennra tussulegheita já og polka-stimpils.



Eigidi gott kvöld og gódan sunnudag kæru vinir.

Hulda

Sunday, January 27, 2008

endurnýtanlegt email

Þar sem ég er agalega léleg i blogginu ákvað ég að nýta email sem ég skrifaði um daginn og skella því hingað inn líka. Reyndar fengu líklega flestir sem lesa þetta blogg emailið, en....

-----------

Heilir og sælir skunkarnir mínir.

Jæja kannski tími til kominn að senda frá sér smá lífsmark.

21 dagur liðinn frá því að ég lenti á Kastrup - dagar sem hafa verið
viðburðaríkir og liðið hratt.
Ég er hress og kát sem aldrei fyrr og nýt þess að hjóla um stræti
Kaupmannahafnar með eplakinnar og vind í hárinu.
Praktíkin er búin að fara mjög vel af stað. Dansk Arkitektur Center er
afbragðs praktíkstaður, og eftir að hafa talað við nokkra
bekkjarfélaga held ég svei mér þá að ég sé með þeim heppnari í hópnum.
Ég er komin undir verndarvænginn hjá Lonnie sem er ung, hörkudugleg og
klár stelpa sem er "communication"-ráðgjafi fyrir sýningateymið á
DAC...og hún er alveg á því að ég eigi að fá max út úr þessum þremur
mánuðum.
Ég verð með í skipulagningu og alls konar vinnu fyrir tvær spennandi
sýningar sem verða í mars og apríl. Fullt af krefjandi verkefnum sem
ég mun læra helling af. Svo verð ég líka með í að sjá um
arkitektúr-hlaup þar sem hlaupið verður framhjá, í gegnum og upp og
niður af fullt af flottum arkitektúr og svo bíða bjór og pylsur við
markið (míííí læk). Hef aldrei farið á eins marga fundi um ævina eins
og undanfarnar þrjár vikur...og þó er ég engin fundarjómfrú (tók þær
víst nokkrar góðar fundarsyrpurnar í Menntaskólanum - skemmtilegustu
fundirnir þar voru klárlega í útgáfunefnd fyrir Sögu Menntaskólans á
Akureyri fjórða bindi!! Ég hafði nefnilega svo óstjórnlega mikið að
til málanna að leggja þar haha). En já allavega afbragðs praktík.

Og hér koma stuttu sögurnar:

1) Það er búið að vera unaðslegt að hafa Önnu og Jón svona nálægt
sér...en ég og Johnny boy erum víst að fara að missa stóru systur
okkur út í hinn stóra heim. Anna er að fara í praktík til San
Francisco á mánudaginn. Mun sakna hennar mikið og er líka ógeðslega
öfundsjúk yfir því að hún sé að fara út í ævintýraleit - mig langar
líka! Ég er samt búin að ákveða, að eftir praktíkina og fyrir
bachelor-skrifin ætla ég að skella mér til San Fran og njóta þess að
vera til. Er strax komin með fiðring í tærnar við hliðina á stórutánum
(váá ég hafði aldrei pælt í því áður en við erum með stóru tá, litlu
tá og svo hvað?? eigum við engin nöfn á hinar tærnar?).

2) Mér líður annars eins og ég sé komin á hinn almenna kjötmarkað.
Eftir að hafa verið í ræktinni í Baðhúsinu bara umkringd konum líðiur
mér fáránlega innan um alla pumpuðu gaurana í hlýrabolunum. Þarf ég að
segja meira en 'tækin fyrir innan- og utanlærisvöðvana'....

3) Ég var að passa tvö íslensk börn á laugardaginn. Ég var mitt í
hárgreiðsluleik við stelpuna, sem er 6 ára þegar hún spyr mig: "af
hverju ert þú með svona andlit, af hverju ertu ekki með svona eins og
ég?" Ég spurði hana hvernig andlitið mitt væri og þá sagði hún "þú ert
með svona mjótt andlit" ég hló innra með mér og hóf svo einhverja
pedagógíska ræðu um að allir væru fæddir misjafnir og bla bla. En
punchline sögunnar er sem sagt að það er ágætt að vera það langleitur
í framan að 6 ára börn fari að spyrja mann af hverju maður sé svona
"öðruvísi".

Jæja gott í bili....og elskurnar endilega skellið í nokkrar línur handa mér;)

Ykkar 4ever and ever and ever,
Hulda

-------------------

Friday, January 04, 2008

Verðlaun veitt fyrir árið 2008

Með slefið út á kinn vaknaði ég í nótt og vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið enda ekki vön að vakna svona um miðja nótt (klukkan var reyndar bara 01 en þar sem ég er orðin vinnandi kona er ég að reyna að koma skikkan á svefnmálin. Lúr undir borði í vinnunni gengur víst ekki í þetta skiptið haha). Eftir að hafa kíkt á klukkuna áttaði ég mig á því að ég hafði vaknað við stunur og öskur nágranna minna. Nágranna sem augljóslega stunda MJÖG hávært kynlíf! Aðrar eins stunur og öskur hef ég ekki heyrt og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera af mér næstu tvær klukkustundirnar. Eyrnatappar voru víðsfjarri og koddinn reyndist ekki nógu hljóðeinangrandi því miður. Þetta þýddi auðvitað bara eitt, ég mætti píreygð af þreytu í vinnuna í morgun, á öðrum vinnudegi.
Var búin að sjá rúmið mitt í hyllingum í dag og hlakkaði mikið til að leggjast undir sæng og hvíla mig aðeins, en þegar heim var komið haldiði ekki að elskulega parið hafi verið í gangi með heimaleikfimina sína aftur. Hún fær hér með öskur-og stunuverðlaun ársins 2008, þó svo að árið sé varla byrjað. Hún á þau bara svo fyllilega skilið.

Annars allt gott. Skrifa meira um það þegar er eitthvað krassandi að frétta.

Knús Hulda