Monday, June 26, 2006

Páski brosti út að eyrum, afi frændi líka og amman var að rifna úr stolti!

Kúrílúrí hefur látið sjá sig...og það var strákur.
Steinbi stóribró er sem sagt orðinn pabbi í annað sinn og ég þar með tvöföld föðursystir!
Litli strákurinn er með alvöru víkingablóð í æðum sér og vóg 20 merkur og var 57 sentimetrar við fæðingu...já þetta er alvöru karlmaður sem kom í heiminn. Held að upphandleggsvöðvarnir á fólkinu í Grænukinn verði orðnir ansi góðir innan skamms.
Til hamingju Thelma og Steinbjörn...og auðvitað Máni minn.
Set hérna inn mynd af krílinu...en hún er voða lítil.

Knús
Hulda

Sunday, June 25, 2006

Skjótt skiptast á skin og skúrir

Veit ekki hvað varð um bloggandann, held kannski að hann hafi farið norður og niður med tilkomu myspace. En ég ætla að reyna...

Fyrir það fyrsta hef ég verið með smá heimþrá undanfarið, ekkert alvarlegt þó enda er maður að reyna að þykjast vera fullorðinn, standa á eigin fótum og takast á við alvöru lífsins án þess að bugast og væla. Stundum langar mig ennþá að vera lítið barn í kerru og vera keyrð um allt án þess að þurfa að hugsa um eitt né neitt.
Æji ég veit það ekki, ég nenni stundum bara ekki meiru.

Ég og Anna sögðum hundapíustarfinu upp og fluttum frá Klampenborg. Stundum fattar maður að eitthvað sem á yfirborðinu virðist vera frábært, er kannski alls ekki svo frábært heldur er að hafa meiri neikvæð áhrif á mann en jákvæð. Stressvaldur, binding og pressa. Það eina sem mig langar er að njóta þess að lifa...og þetta starf var ekki að bjóða upp á það. Jú ég gat drukkið kaffi úr fancy vél, borðað morgunmat úti við sjávarnið og fengið nýpressaðan appelsínusafa, en ég komst að því að þetta var bara ekki þess virði. Þannig að "Hallarævintýrið" í Klampenborg varði stutt. Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri.

Núna eigum ég og Anna reyndar hvergi heima. Dótið okkar er í geymslu...og við búum á götunni. Ekki alveg reyndar;) Erum komnar með kollegí herbergið hennar Lilju frænku, þannig að við erum með þak yfir höfuðið í sumar og neyðumst ekki til að drekka "guldbajere" med lýðnum í parkinum.

Reyndar er planið að drekka fullt af "bajere" núna í vikunni því ég er að fara á ROSKILDE!!! AAAAAA ég titra af spenningi...og ég meina það. Það er búið að tjalda og það eina sem vantar er að ég klári prófin. Er að fara yfir um...nenni ekki nenni ekki nenni ekki að læra fyrir próf. Ætla samt að massa þetta!

Ætla að sjá svo margt á Roskilde...ohhhhhhh titra crazy crazy crazy crazy

Saturday, June 10, 2006

Þetta er alveg að verða búið...

Sé fyrir endan á þessu verkefnamyrkraholi sem ég er búin að vera í síðustu fimm vikur. Skil á mánudaginn...AAAA ég get ekki beðið. Kannski að ég komist einhvern tímann í samband við umheiminn aftur. Man ekki lengur hvað það þýðir að eiga frítíma.

Sunday, June 04, 2006

Pikk nikk og andfýla

úffffff ég anga svo mikið af hvítlauk núna að þið trúið því varla. Borðaði kjúkling með hvítlaukssósu í kvöldmatinn, afgangar síðan í gær, og hvítlaukssósan var búin að standa og marinera sig sjálfa í sólarhring (æji þið fattið)...og hún var sterk fyrir. Maginn á mér er eins og ólgusjór núna...
Öllu skemmtilegri sjór er mér á hægri hönd núna. Sit í stofunni með útsýni yfir hafið (æji ég verð að fara að hætta að monta mig)...og sólin, fuglarnir, grillið, veröndin...verkefnið!
Já lífið er ekki bara dans á rósum þessa dagana. Er að skrifa fyrsta árs verkefni með fjórum öðrum stelpum. Erum að skrifa um ristilkrabbamein, eða réttara sagt ágreining sem hefur skapast vegna tilboðs um ristilkrabbameinsskoðun. Já og við völdum efnið sjálfar...við höfum svo mikinn áhuga á kúk og þörmum að við gátum hreinlega ekki látið þetta kyrrt liggja.

Gleðilega hvítasunnuhelgi. Er það ekki eitthvað?

Keyrði heim úr vinnunni í dag. Spotti sem tekur venjulega korter tók í dag 1 og 1/2 tíma. Er með strengi í kúplingafætinum núna....ansk**** pikk nikk óða fólk. Getiði ekki verið heima hjá ykkur?

Jæja er farin aftur á vit Beck, Breck, Fairclough og allra hinna góðu vina minna.

Sí jú aránd
Hulda