Monday, June 26, 2006

Páski brosti út að eyrum, afi frændi líka og amman var að rifna úr stolti!

Kúrílúrí hefur látið sjá sig...og það var strákur.
Steinbi stóribró er sem sagt orðinn pabbi í annað sinn og ég þar með tvöföld föðursystir!
Litli strákurinn er með alvöru víkingablóð í æðum sér og vóg 20 merkur og var 57 sentimetrar við fæðingu...já þetta er alvöru karlmaður sem kom í heiminn. Held að upphandleggsvöðvarnir á fólkinu í Grænukinn verði orðnir ansi góðir innan skamms.
Til hamingju Thelma og Steinbjörn...og auðvitað Máni minn.
Set hérna inn mynd af krílinu...en hún er voða lítil.

Knús
Hulda

5 comments:

Anonymous said...

Innilega til hamingju með frændann elskan.

Anonymous said...

Já innilega til hamingju frá mér líka, ég vissi ekki einu sinni að það væri annað á leiðinni! :D

Hulda hefur talað... said...

Svona er madur gódur í ad "kommunikera";)

Anonymous said...

Til hamingju ástin mín! Það er ekkert smáræði sem drengurinn er stór...mússí mússí:)

Anonymous said...

nei nei til lukku með litla/stóra frændann. Hann verður alvöru víkingur eins og frænka sín