Monday, March 17, 2008

Hafragrautur eða gulrótarsúpa - ég vel súpuna!

Síðasta mánuðinn er ég búin að reyna að halda í jákvæðnina og hugsa "peningar eru bara peningar" - "þetta reddast" - "það er skemmtilegra að læra í útlöndum" - "hafragrautur er ekki svo slæmur" en núna blöskrar mér hreinlega. Vitiði hvað ég fæ fyrir áttatíuþúsundkrónurnar mínar sem LÍN er svo yndislegur að lána mér um hver mánaðarmót? 4.981 d.kr.! Jahh ef krónan er ekki búin að vera þá veit ég ekki hvað.

Ég sendi hér með uppskrift til allra LÍN-þega sem búa erlendis, nei ég meina ég sendi þetta á alla LÍN-þega. Megi gulrótarsúpan ylja ykkur á þessum síðustu og verstu...það skal tekið fram að þetta er með bestu og ódýrustu réttum sem völ er á. Verði ykkur að góðu.


Gulrótarsúpa med broddkúmeni


600 gr. gulrætur, skrallaðar og skornar í litla bita
1 stór laukur, hakkaður
3 lárberjablöð
2 tsk hvítlaukur, hakkaður
1 msk engifer, hakkað
2 tsk broddkúmen
1 ltr grænmetiskraftur
3 msk lime- eða sítrónusafi
1-1/2 tsk salt
1-1/2 tsk nýmalaður pipar
3-4 msk olía til steikingar

Til að bragðbæta og skreyta með:
Sýrður rjómi
ferskur kóríander

Laukur, lárberjablöð, hvítlaukur og engifer er steikt í ca. 2 mín í olíu í potti með þykkum botni. Gulrótunum er bætt í ásamt broddkúmeninu. Þetta steikt í ca. 3-4 mín og hrært á meðan. Grænmetiskraftinum er hellt á, lok sett á pottinn og súpan látin sjóða í 10-12 mínútur - eða þar til gulræturnar eru orðnar linar. Þá eru lárberjablöðin tekin úr og súpan látin kólna smá og síðan mixuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Í hverja skál sem borin er frá er sett smá "dash" (elska þetta orð!) af sýrðum rjóma og kóríanderblöð þar oná. Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm...prófið þetta.

Súpan er líka kjörin til að frysta. Ég mæli með því að geta tekið einn súpuskammt út eftir erfiðan vinnu- eða skóladag.

Knus og krammer,
Hulda

Sunday, March 16, 2008