Wednesday, March 21, 2007

Andi með rass í bala

Settist hérna við tölvuna og bjóst við að geta hrist svo sem eins og einni blogg færslu fram úr erminni. Ég sit hér og bíð andans góða - blogg andans. Stundum lætur hann bíða óþarflega lengi eftir sér þessi andi fjandi. Í þessum skrifuðu er ég enn að bíða, en á meðan á biðinni stendur fylli ég upp í línurnar með þvaðri. Er strax komin með fjórar línur og enn ekki búin að segja neitt. Ágætis árangur myndi ég segja (4 1/2 núna).

Jæja nú treysti ég á andann vin minn...
einn
tveir
og
  • Ég bakaði speltbollur með fjölkorni og sólblómafræjum í fyrradag.
  • Ég er að drekka rauðvín núna.
  • Veðrið er ógeðslegt - alltaf!
  • Ég er með kveikt á sjónvarpinu, en samt með það á mute. Stundum getur sjónvarpið virkað eins og vinur - verið til staðar, en þarf ekki endilega að segja neitt.
  • Ég keypti mér nýjan klút í genbrug dag - safnið er orðið 32 stk.
  • Ég er að fara til Berlínar um páskana með Lene og Selmu.
  • Ég keypti mér kort í RÆKTINA áðan!

Ok, andinn hjálpaði ekki rass í bala til við þessa færslu, en en en en en samt fenguð þið fullt af góðum sögum. Heppin þið!

Hulda skapulda segir góða nótt og sofið rótt

Friday, March 16, 2007

Blá og marin...

Fyrir nokkrum mánuðum var ég á leiðinni í skólann í mínu mesta sakleysi. Þegar ég lagði af stað þann morgun hefði mig aldrei grunað að ég ætti eftir að komast svo nálægt dauðanum - eða allavega góðri spítaladvöl. Sendiferðabíll var nálægt því að taka líf mitt, en í heppni minni slapp ég, ég var ekki meira en 1 cm frá því að lenda fyrir bílnum. Í einhverju fegins-, brjálæðis-, gleði-, hræðuslu-, skelfingarkasti setti ég brosið upp, náði augnsambandi við bílstjórann, vinkaði og sagði "eigðu góðan dag". Fokk - hvar er reiðin, hvar er æðiskastið, hvar er umferðarpirringurinn og æsingurinn!!

Núna er klukkan korter i fjögur að nóttu til. Ég var að koma heim af djamminu, blá og marin. Drukkin stelpa hjólaði í veg fyrir mig og við hrundum báðar af hjólunum. Ég lenti á hægri hendi og hægra hné og er að drepast núna. Hún lenti á píkubeininu...og var að drepast hahaha sorry en það var pínu fyndið. Enn og aftur lék ég óendanlega glaða borgarann sem aldrei tekur brosið niður, hvað sem á dvín. Ég sagði nó prob, nó prob. Djííísúúús kræst! Ég hefði átt að öskra, æpa og pirrast og vera svöl. En nei hér sit ég blá og marin eftir að hafa sagt "eigðu góða helgi" við stelpuna!

Flott Hulda haltu bara áfram að vera fölsk og flott!

Ciao mínu kæru vinir.

Thursday, March 15, 2007

23ja og enn að safna brjóstum!

Að verða 23ja er einhvern veginn, ég veit það ekki, ekkert spes....eða allavega hélt ég ekki.
23ja hljómar óþægilega fullorðinslega - en samt nær maður engum áfanga, ekkert svona "jesssss núna má ég fara í Sjallann". Ætli þetta sé ekki búið með "jess núna má ég..."?!?

Dagurinn í gær var samt yndislegur!
Ég vaknaði við að sólin skein inn um gluggan hjá mér og fuglarnir sungu svo fallega (ég má vera væmin ég á næstum ennþá afmæli).
Anna systir útbjó dýrindis morgunmat með nýpressuðum appelsínusafa, latte, heitu brauði og sænskum kanelsnúðum...mmm...
Ég hjólaði svo í skólann með sólgleraugun á mér og með köku undir hendinni (þó ekki í handakrikanum). Sólin skein sko bara af því að ég er búin að vera svo ógó góð stelpa í ár - þið vitið mega, ýkt, geðveikislega góðhjörtuð.
Eftir tímana í skólanum bauð ég nokkrum vel útvöldum í köku og við sátum líklega 15 saman í "kaffihúsi" skólans og smjöttuðum á heimabakaðri brownie köku og drukkum kakó með. Vinirnir góðu sungu svo afmælissönginn fyrir mig og ég roðnaði auðvitað smá...maður má það skooo alveg þegar maður á afmæli. Eftir huggustundina með bekkjarfélögunum hittist ég með Önnu niðri í bæ. Við fórum út að borða í boði mömmu og pabba (takk ma og pa :*) og Anna bauð mér svo í konunglega ballettinn þar sem við sáum stykkið Caroline Matilde.
Hef bara eitt að segja - vóóóóóóóóóó!!! Hafið þið séð stálrassana sem karlkyns ballettdansarar eru með! Sýningin var góð, en roplyktin sem gusaði upp frá manninum við hliðiná var ekki eins góð.

Takk fyrir öll þau fögru sms skeyti, myspace skilaboð, símtöl og fallegu hugsanir sem ég fékk í gær. Þið eruð yndisleg...

Hulda 23ja - og aldrei verið stærri (haha)

Thursday, March 08, 2007

8. mars og ég fékk prins póló í Jónshúsi

Ég var á samkomu í Jónshúsi í kvöld í tilefni af Alþjóðlega baráttudegi kvenna. Skemmtileg samkoma með fínum fyrirlestrum, sem fylgdu líflegar umræður. Það var gaman að sitja þarna meðal gamalla rauðsokkna, sem svo sannarlega börðust á sínum tíma, já og gera enn.

Í gegnum fyrirlestra og spjall komu ýmsar staðreyndir upp og ég get ekki sagt annað en að mitt litla jafnréttishjarta hafi tekið aukaslag af og til.

  • Vissuð þið að Ísland eru að verða ansi aftarlega á merinni þegar kemur að jafnrétti?
  • Vissuð þið að við stöndum verst af öllum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur t.d. að hlutfalli kvenna á þingi?
  • Vissuð þið að árið 2003 voru fleiri konur á Alþingi, en nú er?
  • Vissuð þið að aðeins 9 konur hafa verið ráðherrar á Íslandi?
Allt virðist standa í stað...

Jafnréttisbaráttan er ekki búin, ónei ónei svo langt því frá. Enn er langt í land, þó svo að maður fái næstum gubbuna af að hugsa um það. Hver nennir að hlusta á meira þvaður um jafnrétti, af hverju getur heimurinn ekki bara verið sanngjarn án þess að það kosti blóð, svita og tár.
En við verðum að horfast í augu við það að eitthvað þarf að gerast - að taka Sjálfstæðisflokkinn og rassskella hann væri til dæmis góð byrjun!
"Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins." Þetta stóð á Vísi áðan.

Ég gleymdi að fara í rauða sokka í morgun......en er samt með rauðar varir af rauðvínsdrykkju í tilefni dagsins. Skál fyrir konum, skál fyrir körlum, skál fyrir jafnrétti!

Hulda feministi - eruð þið það ekki örugglega líka?

Monday, March 05, 2007

Ég er fiskur...með Dolly í tungli

Þetta er lýsing á þeim sem eru fæddir á tímabilinu 21.feb-21.mars:

"Du er en viljesvag, holdningsløs og overfølsom mystiker, der gemmer sig bag en maske af påtaget kynisme...og ingen kan være mere verdensfjern, uden at fjerne sig HELT fra denne planet. Bliver du ikke elsket nok, opfinder du ofte dine egne imaginære kærlighedsaffærer, og lider dine medmennesker, hjælper du dem gerne med en fantasifuld hvid løgn, da du dårligt tåler livets barske virkelighed.
Du bør have respekt for de våde varer, for netop der kan du finde trøst...med risiko for at blive hængende på krogen."

Í stuttu máli hef ég engar skoðanir á hlutunum, engan sjálfstæðan vilja, ég er kaldhæðin, lygin og ætti heldur betur að passa mig á bakkusi.

Þessi litlu klausu er að finna aftan á go-cardi (ókeypis auglýsingapóstkort) og á víst að lýsa þeim sem fæddir eru í fiskamerkinu. Herra minn sæll og glaður "tak for lort" segi ég nú bara!

Hef ákveðið að blogga með myndum, því mér er orða vant eftir go-card lesninguna:

Ó svo fríðar! Nanna var í úrslitum skandinavíska topmodels fyrir nokkrum árum, þar lærði hún myndavélasvipinn.

Dolly fyrir ári.

Prufu-Dolly fyrir nokkrum dögum....

...and again

Smá sílí í varirnar verður pottþétt að veruleika eftir þetta...

Drakk rauðvín með Valgerði á föstudaginn. Guðrún Jóna og Adda Soffía kíktu svo í heimsókn og úr varð úrvals spjall og huggulegheit áður en ég hélt á vit ævintýranna - á öskudagsball í designskólanum.

Mine og Selma - prinsessurnar tvær.

Prinsess Lea og Dolly


Neon sverðið og Johnny boy. Hann kom í heimsókn af lýðháskólanum um helgina...og það var fjör.


úúúúú...man ekki hvað við erum að segja.

Ulrik og vinur fengu lánaða gadgets frá Leu og Dolly.

Í gær fórum við systkinin í 30 afmæli hjá Söru. Það var sushi hlaðborð, hvítvín og huggulegheit. Við hliðinni á Söru er Kim vinur hennar, sem ég hef verið að vinna með nokkrum sinnum á Noma veitingastaðnum.

Akira kærasti Söru er sushikökkur og sá um vetingarnar...mmm.

Anna sæta í göngutúr með mér.


Ætla að fara að hjálpa Önnu að elda...það er thai matargerð í gangi.

Knús Hulda

Thursday, March 01, 2007

Það er óhugnanleg hvað er stutt á milli friðar og stríðsástands

Á leiðinni heim úr skólanum fékk ég ekki einn einasta múrstein í hausinn, bensínbombu kastað í veginn fyrir mig, ég sá engan reyk, engin slagsmál, heyrði engin óp, né sá votta fyrir "Ungere" eða víkingasveitinni. Mér finnst ég vera að missa af öllu 'actioninu'....missa af stríðinu í minni eigin borg.

Auðvitað meina ég þetta ekki. Ég er að sjálfsögðu guðslifandi fegin að búa ekki á Nørrebro og þurfa ekki að verða vitni að þessu öllu saman. Veit ekki hvenær þessari vitleysu líkur, ætli það verði nokkurn tímann?

Ég veit það allavega að ég myndi ekki vilja vera meðlimur af þessum "Faderhuset" trúarsöfnuði og eiga að hafa aðsetur á Jagtvej 69. Efast um að á þeirri adressu verði nokkurn tímann friður eftir þetta.

Þetta er búið að vera vitleysa frá upphafi til enda - byrjaði með hrikalegum mistökum stjórnvalda og endar í að "ungerne" snúa Kaupmannahöfn á hvolf. Ég veit ekki lengur með hverjum ég á að halda! Er í raun klofin og held með báðum fylkingum. Má það?

Jagtvej 69 tilheyrir Ungdomshuset og ég vil meina að þar hefði frekar átt að eiga sér stað uppbyggingarstarfsemi frekar en niðurrif. En ætli þetta sé ekki týpískt fyrir núverandi ríkisstjórn, allt sem er fokkíng öðruvísi á að hverfa og þar með endar allt saman með því að minnihlutahópar eiga hvergi aðsetur.
Ég er á hinn boginn komin með nóg af múrsteinakasti og bensínbombum - stríðinu er tapað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Löggan má gjarnan stoppa þetta núna.


Hulda - sem er heil á húfi og á leiðinni á öskudagsball á morgun vííííí