Fyrir nokkrum mánuðum var ég á leiðinni í skólann í mínu mesta sakleysi. Þegar ég lagði af stað þann morgun hefði mig aldrei grunað að ég ætti eftir að komast svo nálægt dauðanum - eða allavega góðri spítaladvöl. Sendiferðabíll var nálægt því að taka líf mitt, en í heppni minni slapp ég, ég var ekki meira en 1 cm frá því að lenda fyrir bílnum. Í einhverju fegins-, brjálæðis-, gleði-, hræðuslu-, skelfingarkasti setti ég brosið upp, náði augnsambandi við bílstjórann, vinkaði og sagði "eigðu góðan dag". Fokk - hvar er reiðin, hvar er æðiskastið, hvar er umferðarpirringurinn og æsingurinn!!
Núna er klukkan korter i fjögur að nóttu til. Ég var að koma heim af djamminu, blá og marin. Drukkin stelpa hjólaði í veg fyrir mig og við hrundum báðar af hjólunum. Ég lenti á hægri hendi og hægra hné og er að drepast núna. Hún lenti á píkubeininu...og var að drepast hahaha sorry en það var pínu fyndið. Enn og aftur lék ég óendanlega glaða borgarann sem aldrei tekur brosið niður, hvað sem á dvín. Ég sagði nó prob, nó prob. Djííísúúús kræst! Ég hefði átt að öskra, æpa og pirrast og vera svöl. En nei hér sit ég blá og marin eftir að hafa sagt "eigðu góða helgi" við stelpuna!
Flott Hulda haltu bara áfram að vera fölsk og flott!
Ciao mínu kæru vinir.
Friday, March 16, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
já svöl..það mætti halda að þú værir frá Kaliforníu þar sem appelsínurnar vaxa og allir eru jákvæðir! En hey..bara taka kjaftinn á þetta næst!
STELPA STATTU Á ÞÍNU..
en samt, það fæst kannski ekki mikið með því að æsa sig, bara tala rólega og dissa fólk í rólegheitunum, það er alltaf fabjúllus!
Hæ ellllskan.
Brjóstgóða elllskan.
Ég kem til þín von bráðar (þriðjudagskvöld) og ekki er laust við að ég sé verulega þakklát fyrir að fá heimagistingu í Köben :)
Hvað er e-mailið þitt? eða kannski finn ég það á síðunni....fer að leita, en þangað til næst....sjáumst!
Lilja
Fegin er ég að þú ert ekki meira löskuð en þetta. Held að það hafi heldur ekkert uppá sig að vera með einhvern kjaft og leiðindi. Brosið og jákvæðnin skilar alltaf sínu:)
Hvernig væri svo að þú færir af og til inn á skype svo maður geti spjallað eins og engin sé morgundagurinn.
já sæja...skype það er málið. Fer að druslast til að muna eftir því frábæra fyrirbæri.
Og hananú! Smá þurrkuntu í þetta!
hehe hæj brjósta eins og ein góð brjóstamikil vinkona mín er kölluð :D
Nei jedúddamía! Komst í hann krappan í Köben! Hvar er Íslendingurinn í þér, kona góð? Þú ert svo dönsk að meira að segja adrenalínið er ligeglad.
Takk fyrir kommentið, hef nú litið við á síðunni þinni nokkrum sinnum og haft gaman af (sérstaklega af færslunni um hjólalæri og hraðamæli) en ekki kommentað fyrr en núna.
Hvað er samt danskara en drukkin hjólreiðamanneskja?
Post a Comment