Thursday, March 08, 2007

8. mars og ég fékk prins póló í Jónshúsi

Ég var á samkomu í Jónshúsi í kvöld í tilefni af Alþjóðlega baráttudegi kvenna. Skemmtileg samkoma með fínum fyrirlestrum, sem fylgdu líflegar umræður. Það var gaman að sitja þarna meðal gamalla rauðsokkna, sem svo sannarlega börðust á sínum tíma, já og gera enn.

Í gegnum fyrirlestra og spjall komu ýmsar staðreyndir upp og ég get ekki sagt annað en að mitt litla jafnréttishjarta hafi tekið aukaslag af og til.

  • Vissuð þið að Ísland eru að verða ansi aftarlega á merinni þegar kemur að jafnrétti?
  • Vissuð þið að við stöndum verst af öllum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur t.d. að hlutfalli kvenna á þingi?
  • Vissuð þið að árið 2003 voru fleiri konur á Alþingi, en nú er?
  • Vissuð þið að aðeins 9 konur hafa verið ráðherrar á Íslandi?
Allt virðist standa í stað...

Jafnréttisbaráttan er ekki búin, ónei ónei svo langt því frá. Enn er langt í land, þó svo að maður fái næstum gubbuna af að hugsa um það. Hver nennir að hlusta á meira þvaður um jafnrétti, af hverju getur heimurinn ekki bara verið sanngjarn án þess að það kosti blóð, svita og tár.
En við verðum að horfast í augu við það að eitthvað þarf að gerast - að taka Sjálfstæðisflokkinn og rassskella hann væri til dæmis góð byrjun!
"Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins." Þetta stóð á Vísi áðan.

Ég gleymdi að fara í rauða sokka í morgun......en er samt með rauðar varir af rauðvínsdrykkju í tilefni dagsins. Skál fyrir konum, skál fyrir körlum, skál fyrir jafnrétti!

Hulda feministi - eruð þið það ekki örugglega líka?

16 comments:

Anonymous said...

Þetta líkar mér. Fleiri fundi í Jónshúsi.

Mútta

Anonymous said...

heyr heyr...

kv,
audur

Kristjana Páls said...

já veistu, þetta er alveg hreint ótrúlegt!! Svo fá sterkar, duglegar og beittar konur ekkert nema skít farman í sig. Ef þú ert áberandi kona til dæmis í stjórnmálum, ert yfirlýstur feministi eða bara kona sem stendur á þínu færð þú gribbu stimpil á þig og vinnan þín er ekki metin til jafns á við vinnu karla. það eru fjöldamörg dæmi til um þetta, að kvenskörungar hafa fengið á sig mikla gagnrýni og hafa þurft að víkja frá því sem þær hafa verið að gera. Til dæmis er Þorgerður Katrín sennilega gagnrýnd meira en ef karl væri menntamálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu er kennt um fylgistap samfylkingarinnar..sem kannski er af þvi að hún er kona..hvernig stæðu þau ef karl væri í brúnni? Það eru karla alls staðar annarsstaðar í brúnni og konur til vara! Margréti Sverrisdóttur var hent út úr "jafnréttisrasíska" flokknum (sem nú er orðinn) Frjálslynda flokknum af því að hún var farin að færa sig upp á skaftið og vilja verða varaformaður, það var of róttækt fyrir þá!
Síðan þurfa konur eins og Ólína Þorvarðardóttir að víkja úr starfi af því þær vilja standa á sínu og hafa ekki uppi neitt múður..ég meina ef karlkyns skólameistari hefði sett niður fótinn líkt og hún gerði fyrir vestan, hefði aldrei komið til þessara málaferla og fjölmiðlaumfjöllunar eins og var!! Mannstu ekki eftir þessu?
jæja
har en go' dag
ætla í bónus
ást

Anonymous said...

Ólína er kannski ekki nógu gott dæmi í þessu tilviki þar sem við vitum ekki alla málavexti í kringum það. Hún sagði af sér vegna þess að það ekki lengur vinnufriður fyrir hana í skólanum. Þarna var um að ræða rifrildi milli tveggja fylkinga og við vitum ekkert hvað hvor hópurinn hafði fyrir máli sínu.
En er alveg sammála því að það eru alltof fáar konur á Alþingi, kannski vegna þess að alltof fáar konur bjóða sig fram. En með reglum um sæti á lista þar sem í öðru hverju sæti er kona á þetta að breytast. Bara ef allir flokkarnir tækju það upp.
Og í sambandi við menntamálaráðherra þá var nú Tómas Ingi Olrich ansi mikið gagnrýndur ef ég man rétt.

Kristjana Páls said...

Sæja..þetta snýst samt líka um hvernig viðhorf til kvenna er bara ósjálfrátt já óskaplega mörgum, já ég veit að þetta með Ólínu er kannski ekki gott dæmi, en engu að síður er það bara þannig að kallarnir redda málunum svona í klíkunum, konurnar vinna af sér rassgatið og fá ekki marga plúsa til baka..
það þarf róttækni til þess að ná fram smá breytingum..þannig er þetta nú bara!

Hulda hefur talað... said...

...djöfull er ég ánægð með að það sé smá umræða hérna inni. Ég á samt afar erfitt með að taka þátt í umræðu um íslenska pólitík því ég virðist algjörlega hafa dottið út úr henni um leið og ég fluttist af landi brott, verð samt að fara að gera eitthvað í mínum málum ef ég ætla að kjósa. Get samt vel tekið undir það að konur þurfa að standa sig 200% á við karlana til að fá ekki á sig stöðuga gagnrýni...nýverið þurfti kvenkyns ráðherra í svíþjóð t.d. að segja af sér vegna þess að hún hafði keypt bleyjupakka (tók vitlaust kort upp úr veskinu) á ríkiskortið...auðvitað eitthvað sem hefði ekki átt að gerast, en hvaða karl hefði þurft að segja af sér útaf svona?!?

Londonia said...

Ég verð nú samt að segja að jafnréttisbaráttan á Íslandi er mun lengra komin en hér í Bretlandi. Viðhorfið hér er ennþá ansi mikið þannig að konur eigi að vera heima að hugsa um börnin. Enda er barnagæsla svo dýr hér að það er bara á færi efnafólks að splæsa í hana.

Kristjana Páls said...

Hulda, það hefði örugglega bara þótt krúttlegt ef karlmaður hefði keypt bleiupakka óvart á ríkiskortið!

Anonymous said...

Ji hvað mér líst á þessa umræðu. Það er alveg sorglegt hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin og þá meina ég bæði fyrir karla og konur, karlar eru nefnilega líka beittir órétti og verða fyrir kynjamisrétti líkt og konur, þó það sé auðvitað mun "minna og lítilvægara" en það sem konur verða fyrir, ekki satt?! Hvernig er þetta, hvenær mun tæknin gera karlmanninum kleift að ganga með börnin í staðinn fyrir konur.. grundvallaratriði að mínu mati hah!!
En allavega Hulda mín, takk fyrir síðast, þetta var agalega huggulegt, þrátt fyrir mikla þreytu af minni hálfu þetta kvöld! Hvernig entist Dolly búningurinn? þú settir ekki inn neinar "Dolly the day after" myndir ;) Kv. V

Anonymous said...

æh, ég er svo engin rauðsokka.
enginn feministi

kannski er ég bara ung..
æi ég veit það ekki

Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ENGLAKROPPUR. Við elskum þig.

Mamma og pabbi

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!

Hafðu það gott í dag og fáðu þér mikið gott að borða;)

Kv. Brynja Vala***

Tóta said...

Feliz cumpleaño chica:)
Eigdu gódan dag í dag elskan...knús frá Bólivíu

Anonymous said...

Elsku Hulda mín innilega til hamingju með daginn. Vona að hann hafi verið extra góður.
Kossar frá mér.
Kv. Sæja

Anonymous said...

Karlmenn kaupa ekki bleyjur, bara hommar.

Ég vissi tvennt af þremur.

Kristjana:
Þorgerður Katrín myndi líka vera gagnrýnd minna ef hún stæði sig vel í starfi, sem hún gerir ekki.
Auðvitað er fylgistap Samfylkingar ekki bara Ingibjargar sök, en auðvitað verður formaðurinn að taka á sig þetta. Samfylkingin væri heldur ekki að tapa svona miklu fylgi ef fólk vissi fyrir hvað það stæði. Það er í það minnsta það sem fólk telur sér í trú um að það viti ekki og það er formaðurinn sem þarf að bjarga því eins og góðum foringja sæmir. Össur tapaði ekki svona fylgi og hann var gagnrýndur samt sem áður.
Margréti var ekki úthýst úr flokknum, hún ákvað sjálf að ganga úr honum þar sem hún náði ekki kjöri varaformanns. Það var útaf því hennar skoðanir samræmdust ekki skoðunum flokksmeirihlutans.

Annars er ég nokkuð sammála.

Ég myndi pottþétt koma hingað oftar ef ég skyldi dönsku.

Anonymous said...

Hei kona til hamingju með daginn... einn öl uppá það, skál... Knús og kossar frá Grænu 3