Sunday, April 23, 2006

Congrats...!

Til hamingju elskan. Ég vissi að þetta hlyti að enda með þessu.


Koss, knús og heillaóskir frá Köben.

Saturday, April 22, 2006

Söndru Bullock mynd....

Já á TV3 er hvorki meira né minna Söndru Bullock helgi...gerist það betra.
Ok þetta var kaldhæðni. Veit ekki hverjum datt í hug að tileinka henni heila helgi, ætli sjónvarpinu hafi ekki boðist einhver Söndru-pakki á topp prís.
Ég og Lene vinkona liggjum hérna í sófanum, mettar og sælar eftir dýrindis máltíð með rauðvíni og alles.
Ég skilaði einu prófverkefninu í gær, case verkefni sem við vinnum í hópum og fáum 72 tíma til þess. Í gær klukkan 16 hafði ég ekki sofið í 34 tíma. Í dag var ég þreytt...á morgun þarf ég að læra...og hinn fæ ég nýtt 72 tíma verkefni. ARG úff púff, lifi ég þetta af?

Ætla að skella mér tilbaka til Söndru Bullock myndarinnar...

Sofið rótt.

Saturday, April 15, 2006

Hefði sæmt síðustu kvöldmáltíðinni!

Vaknaði klukkan 6 eftir slitróttan, fjögurra tíma svefn og fór í vinnuna. Var þreytt...er þreytt. Kannski er ástæðan Íslendingateitið/páskaboðið sem við héldum í gær. Hugsa að líkaminn hafi ekki náð að hvílast í nótt sökum anna við að melta.
Forréttur: Grafin ær og gufusodin aspargus með aioli.
Aðalréttur: Lambalæri og allskonar gúmmelaði.
Eftirréttur: Ostar og vínber, risa kaka a la Anna og fjórfaldur expresso (kannski ástæðan fyrir slitrótta svefninum).
Hugsa að það séu ekki allir námsmenn sem eru með svona matseðil -borinn fram á Strandvejen með útsýni út að sjó.

Er með klígju núna af því að ég tók forskot á sæluna og byrjaði á páskaegginu sem Auður gaf mér. Ætlaði að fá mér einn bita, sem varð að öðrum, sem varð að þriðja. Borðaði hálft páskaegg og það var kvöldmaturinn. Anna er í matarboði og ég er þreytt og nenni ekki að fara úr sófanum. Ætlaði að vera að læra, en sjónvarpið og tölvan freista einhvern veginn meira. Finnst eins og það sé ekki í fyrsta skiptið. Sjálfsagi minn er á lágu stigi...

Ætla að fara að horfa á eitthvað heilalaust sjónvarpsefni, sem hæfir heilastarfsemi minni á þessari stundu. Hugsa að ég fái mér jafnvel smá lúr...mér finnst það svo ógó gott.

Páskaknús til ykkar allra
Hulda

Friday, April 07, 2006

Jæja kominn tími á smá skrif...

Var búin ad skrifa færslu um daginn, en netid klikkaði eitthvað áður en ég náði að lóda henni upp. Hér reyni ég aftur.

Ég er hér með góðkunningi lögreglunnar. Svo góð vinkona að þeir sáu þörf hjá sér til ad taka mynd af mér og ég held meira að segja að afrit af myndinni sé á leiðinni í póstinum. Reyndar kostar það skildinginn að fá lögguna til að taka mynd af sér, enda er það mikið fyrirtæki fyrir þá. Stilla bíl út í vegarkant, koma upp kösturum á hann, smella af á réttum tíma o.s.frv. Býst við rosalega góðri mynd...svo er líka námsmannaafsláttur. Danir eru svo sneddí!

Fyrir utan þetta litla "henda peningum út um gluggan" atvik er allt gott. Jan var að fara til Suður Frakklands þannig að við systur höfum húsið útaf fyrir okkur í 10 daga. Verí verí verí næs. Hann gaf okkur lúxus páskaegg áður en hann lagði af stað, líka verí verí verí næs.

Var ekki búin að segja ykkur að ég er komin með vinnu á heimili fyrir fjöl-fatlaða. Er að fara í fyrsta skipti í vinnuna núna klukkan 15.

Er komin í páskafrí...eða réttara sagt upplestrarfrí.

Er í ó-blogg stuði.

Bless kex