Friday, April 07, 2006

Jæja kominn tími á smá skrif...

Var búin ad skrifa færslu um daginn, en netid klikkaði eitthvað áður en ég náði að lóda henni upp. Hér reyni ég aftur.

Ég er hér með góðkunningi lögreglunnar. Svo góð vinkona að þeir sáu þörf hjá sér til ad taka mynd af mér og ég held meira að segja að afrit af myndinni sé á leiðinni í póstinum. Reyndar kostar það skildinginn að fá lögguna til að taka mynd af sér, enda er það mikið fyrirtæki fyrir þá. Stilla bíl út í vegarkant, koma upp kösturum á hann, smella af á réttum tíma o.s.frv. Býst við rosalega góðri mynd...svo er líka námsmannaafsláttur. Danir eru svo sneddí!

Fyrir utan þetta litla "henda peningum út um gluggan" atvik er allt gott. Jan var að fara til Suður Frakklands þannig að við systur höfum húsið útaf fyrir okkur í 10 daga. Verí verí verí næs. Hann gaf okkur lúxus páskaegg áður en hann lagði af stað, líka verí verí verí næs.

Var ekki búin að segja ykkur að ég er komin með vinnu á heimili fyrir fjöl-fatlaða. Er að fara í fyrsta skipti í vinnuna núna klukkan 15.

Er komin í páskafrí...eða réttara sagt upplestrarfrí.

Er í ó-blogg stuði.

Bless kex

5 comments:

Kristjana Páls said...

þú ert líka töff og til hamingju með vinnuna og lífið og páskaeggið!

Anonymous said...

Loksins. Ég var að hugsa um hvort þú hefðir verið sett inn fyrir umferðarlögbrot. Kossar frá múttu þinni sem er grafin í skafl á henni Akureyri.

Anonymous said...

Til lukku í krukku með jobbið og enn meir með páskaeggið. Njóttu vel mín kæra.

Anonymous said...

Sæl elskan, bara kvitta fyrir komu mína.. alltaf gaman að fylgjast með henni Huldu minni ;) heyrumst

Anonymous said...

Congrats með vinnuna elskan mín...og já mér þykir mjög töff að vera orðin góðkunningi lögreglunnar...talsvert betra held ég en að vera góðkunningi á minn hátt...fyrir ljótt orðbragð við lögreglumenn í Edinborg...
Sakna þín! Ást og unaður!!!