Saturday, April 15, 2006

Hefði sæmt síðustu kvöldmáltíðinni!

Vaknaði klukkan 6 eftir slitróttan, fjögurra tíma svefn og fór í vinnuna. Var þreytt...er þreytt. Kannski er ástæðan Íslendingateitið/páskaboðið sem við héldum í gær. Hugsa að líkaminn hafi ekki náð að hvílast í nótt sökum anna við að melta.
Forréttur: Grafin ær og gufusodin aspargus með aioli.
Aðalréttur: Lambalæri og allskonar gúmmelaði.
Eftirréttur: Ostar og vínber, risa kaka a la Anna og fjórfaldur expresso (kannski ástæðan fyrir slitrótta svefninum).
Hugsa að það séu ekki allir námsmenn sem eru með svona matseðil -borinn fram á Strandvejen með útsýni út að sjó.

Er með klígju núna af því að ég tók forskot á sæluna og byrjaði á páskaegginu sem Auður gaf mér. Ætlaði að fá mér einn bita, sem varð að öðrum, sem varð að þriðja. Borðaði hálft páskaegg og það var kvöldmaturinn. Anna er í matarboði og ég er þreytt og nenni ekki að fara úr sófanum. Ætlaði að vera að læra, en sjónvarpið og tölvan freista einhvern veginn meira. Finnst eins og það sé ekki í fyrsta skiptið. Sjálfsagi minn er á lágu stigi...

Ætla að fara að horfa á eitthvað heilalaust sjónvarpsefni, sem hæfir heilastarfsemi minni á þessari stundu. Hugsa að ég fái mér jafnvel smá lúr...mér finnst það svo ógó gott.

Páskaknús til ykkar allra
Hulda

4 comments:

Kristjana Páls said...

æjjj já..er sammála þér..ég er búin að vera södd í viku, pakksödd alveg síðan ég kom norður og með netta klígju á sjálfri mér!

og líka, það er ógó mikið þú að fá þér svona smá lúr, inn-á-milli
sem er náttúrlega ótrúlega næs

Anonymous said...

Mega næs lúr...ég svaf yfir Eurotrip-myndinni, það versta var samt að þegar ég vaknaði var Eurotrip myndin búin og komið hardcore pornó í staðinn...frekar óþægileg upplifun.

Kristjana Páls said...

jiii hverjum finnst ekki næs að vakna upp við "kynlíf"ef það má kalla klám kynlíf...

Anonymous said...

Æi vá, sé að þitt hugarástand er svona eiginlega nákvæmlega eins og mitt. Orkan er á lágu plani, ef ég lendi í sófanum kemst ég ekki upp úr honum og hausinn er orðinn svo stútfullur af lærdóm að það kemst ekki meira inn!! Og já páskaeggið mitt kláraðist á e-n ótrúlegan hátt á EINUM DEGI, sem hefur ALDREI gerst áður, bara 0-9, mér sem finnst ekki páskaegg það góð, og já það var #6! Rosalegt.. súkkulaði flýtur um æðar mínar.. En já, hefði sko ekki sagt nei við matarboði á Strandvejen með útsýni! En risa knús kv. Vala svala.
P.s. Það er búið að opna Wagamama í Tívolí.. mana þig til að prófa, best í heimi!