Friday, February 23, 2007

Hjólalæri og hraðamælir

Umferðaljós æsa upp í mér keppnisskapið - held kannski að þetta gæti talist til hjólasjúkdóms. Ég get ekki, ég endurtek, get EKKI tekið því rólega á hjóli. Rauða ljósið er minn keppinautur, líka þó ég hafi allan heimsins tíma. Ég veit nákvæmlega hversu geðveikt hratt ég þarf að hjóla frá fyrsta ljósinu á H.C.Andersens boulevard, svo ég nái þriðju ljósunum á "leigubílagrænu". Spara alveg þrjár mínútur á þessu! Alveg svitans virði...

Það er hraðamælir í einni götunni á leiðinni í vinnuna. Ég náði um daginn 27 km/klst, daginn eftir 28 km/klst og þarnæsta dag 29 km/klst...ég er alltaf að bæta mig haha. Vona að þessi mælir verði þarna að eilífu, hann auðgar líf mitt.

Í augnablikinu er reyndar snjór og stormur og hjólið því í biðstöðu. Veðurfarið er alveg að fara með Danina, smá snjór og það er eins og himinn og jörð séu að farast.

Mig vantar vetrarskó...

Hulda - blaut í fæturna og með hjólalæri.

p.s. takk kæru vinir sem lesið bloggið...gaman að sjá kommentin við síðustu færslu.

Sunday, February 18, 2007

úrvinda...

Ég er búin að vera á morgunvöktum núna um helgina. Mætti klukkan sjö í gærmorgun og átta í dag. Vinnan mín liggur í klukkutíma fjarlægð á hjóli héðan...þannig að í gær lagði ég af stað heimanfrá klukkan sex!!! Klukkan sex á laugardagsmorgni er fólk að skríða heim af djamminu...það gerir ferðina óneitanlega skemmtilegri (átta mig ekki alveg sjálf á því hvort þetta er skrifað í kaldhæðni eða ekki!). Veit samt ekki alveg hversu svalt það er að nota stundum 3 klukkutíma af þessum 24 sem ég hef í sólarhringnum á hjólinu mínu. Verð allavega að viðurkenna að ég er ogguponku þreytt í fótunum núna.

Svefn er búinn að vera af takmörkuðum skammti um helgina...er úrvinda. Það er erfitt að reyna að "socialisera" og fara snemma heim. Er ekki góð í því að fara snemma heim. Fer á langar kvöldvaktir á morgun og hinn - úff púff múff júff. Ætla að fara að hætta að vinna svona. Verðlaunaði reyndar sjálfa mig í gær eftir vinnu og kíkti við í H&M. Keypti allskonar spennur, töskur og drasl...þið vitið svona dót sem mig vantar ekki, en ég meina "the more the merrier".
Ég las bók um daginn sem heitir "Confessions of a shopaholic".....fannst eins og hún væri sjálfsævisaga. Nei, djók fannst meira næs að vita að það er til fólk sem er verra en ég. Bókin var léttmeti - gott léttmeti. Stundum þarf maður á svoleiðis að halda.

Fór og kyssti Sæju hæ og bæ á Kastrup áðan - hún hafði tekið smá H&M flipp í Árhúsum. You go girl!

Er komin með fiðring í magann fyrir miðvikudaginn....RATATAT TÓNLEIKAR! júhú

Svefndrukknar kveðjur frá Köben

Hulda skabulda

p.s. les einhver þetta blogg? hér er smá könnun - kvitt please, bara í þetta eina skipti. Það myndi gleðja mitt litla hjarta ósegjanlega mikið...merci. peace out

Friday, February 09, 2007

Loveable

Ég er með einhverja tómleika tilfinningu í maganum. Finnst stundum eins og ég lifi í einhverju kóma - það er einhver tilfinningaleg flatneskja í gangi. Veit ekki alveg hvað málið er, held að mig vanti að falla fyrir einhverju, einhverjum, verða ástfangin og fá fiðrildi í magann. Draumprinsinn er handan við hornið – það sagði lófalesturinn allavega, þannig að ég bíð bara.

Þó að ég sé með ást í tonnavís sem mig vantar að losna við þá er líf mitt gott. Vikan er búin að vera skemmtileg, fullt af góðum atburðum, góðum vinum og góðri systur. Á miðvikudaginn kom Lene til mín í te. Það er gott að búa svona nálægt hvorri annarri og geta skroppið yfir í te og spjall. Fór svo á Pétur Ben tónleika á miðvikudaginn, stórgóðir tónleikar og einstaklega ”loveable” Pétur. Ég féll fyrir honum (bloggaði smá á myspacið mitt). Á fimmtudaginn fór ég svo á bíódaga á Norðuratlantsbryggju og horfði á Börn Náttúrunnar og hlustaði á fyrirlestur um Friðrik Þór. Mjög hugguleg kvöldstund: skemmtilegur fyrirlestur, góð mynd og gott hvítvínsglas í boði íslenska sendiráðsins.
Í gær var svo massapartý. Anna reddaði mér og Selmu boðskortum í partýið og þar var frítt áfengi þannig að þetta var ókeypis og gott kvöld. Dagurinn í dag er þess vegna búin að vera skinkudagur. Fór á fætur klukkan hálf fjögur...og er að horfa á Melodi Grand Prix núna. Á ég að segja ykkur soldið? Take That var að spila þar live...hahaha.
Ég læt fylgja nokkrar myndir frá gærkvöldinu:

Selma og Magnus. Hann er fara til Suður Ameríku í nokkra mánuði og hélt smá kveðju tam-tam í gær.


Ég og Selma vorum í góðu glensi.

Hún var í neon bol og fékk lánuð neon gleraugu af strák sem við hittum. Samsetningin varð efni í smá myndaseríu.

Ást til ykkar allra (ég er að vinna í að reyna að koma henni út;)

Hulda skinka

Wednesday, February 07, 2007

Lítil saga úr kennslubók

Eins og þið kannski vitið er ég að læra "kommunikation". Námsefnið er að mestu byggt upp í kringum upplýsinga/skilaboðasendingar frá sendanda til móttakanda. Við erum sem sagt að læra það hvernig á að "kommunikere" þannig að sendandi fái þær upplýsingar í gegn, sem hann óskaði. Í gegnum tíðina hafa margar auglýsingarherferðir mistekist, vöntun verið á upplýsingaflæði í fyrirtækjum o.s.frv.

Hér er lítið dæmi um hvernig skilaboð geta breyst á leiðinni frá sendanda til móttakanda.

"Army soldiers, were told to pass back the message, 'Send reinforcements, we are going to advance'. By the time it was finally communicated it had become, 'Send three and four pence, we're going to a dance". hahaha

Jæja, ætla að halda áfram að lesa.

Góðar stundir
Hulda

Monday, February 05, 2007

Salt í grautinn

Það er ótrúlega skynsamlegt að segja já við helgarvöktum í vinnunni. Þegar maður vinnur um helgar hefur maður oft ekki tíma til að drekka bjór, fara í verslunarleiðangra, né hanga á kaffihúsum. Ég sagði nei takk við vinnu um helgina, enda sjaldan verið þekkt fyrir að vera sérstaklega skynsöm. Flestir eiga í smá peningaströggli í janúar mánuði...ég tek mitt út í febrúar – á boðstolnum verður ósaltaður hafragrautur, te og þurrt rúgbrauð.
Nei, nei ég segi svona, ástandið er ekki alveg svona slæmt, er bara að þykjast vera námsmaður á kúpunni. Ég á alveg fyrir salti í grautinn, en sé ekki fram á að það verði svoleiðis lengi ef ég held þessum lifnaðarháttum áfram.

Á laugardaginn, þegar ég og Anna vorum búnar að borða morgunmat á kaffihúsi, þræddum við búðirnar í miðbænum. Eftir 4 tíma voru pokarnir orðnir allmargir og Anna heyrðist segja með vott af áhyggjutóni ”Ég held að ég verði að skila einhverju af þessu!”. Á leiðinni heim á hjólinu heyrðist svo í mér með vott af stresstóni ”Shitt ég var búin að gleyma, ég er ekki búin að borga leiguna!”. Kæruleysi er okkar fag.
Fór áðan í bankann og ætlaði að biðja um oggu ponku lítinn yfirdrátt til að geta borgað leiguna. Ég setti upp hvolpaaugun og þrammaði inn í bankann, en fór svo skælbrosandi þaðan út - veiiii ég var búin að fá laun. Af þessu má lesa að ég, Hulda ’með allt mitt á hreinu’ Hallgrímsdóttir er með fullkomna yfirsýn yfir fjármálin.

Sit í þessum töluðum orðum og borða ”hjemmelavet smørrebrød” og drekk latte með. Ótrúlegt en satt er ég EKKI á kaffihúsi, heldur heima hjá mér. Já, febrúar mánuður ég býð þig velkominn með öllum þínum nestispökkum og kaffi í termokönnum.

Hér koma nokkrar myndir:

Anna og Sigurd í góðu glensi í eldhúsinu heima.
Lene og Selma í eldhúsinu hjá Selmu, klukkan er 5 að morgni.

Selma að kenna Viktori nýja spilið sem hún keypti á loppó með mér.
Snilldar spil - it's magical.

Ég að missa mig með nýju myndavélina...og nei það er ekki
byrjað að snjóa - þetta er bara ryk.

Nýju fínu, fínu skórnir mínir sem ég keypti mér
á laugardaginn.

Ást héðan
Hulda