Nei, nei ég segi svona, ástandið er ekki alveg svona slæmt, er bara að þykjast vera námsmaður á kúpunni. Ég á alveg fyrir salti í grautinn, en sé ekki fram á að það verði svoleiðis lengi ef ég held þessum lifnaðarháttum áfram.
Á laugardaginn, þegar ég og Anna vorum búnar að borða morgunmat á kaffihúsi, þræddum við búðirnar í miðbænum. Eftir 4 tíma voru pokarnir orðnir allmargir og Anna heyrðist segja með vott af áhyggjutóni ”Ég held að ég verði að skila einhverju af þessu!”. Á leiðinni heim á hjólinu heyrðist svo í mér með vott af stresstóni ”Shitt ég var búin að gleyma, ég er ekki búin að borga leiguna!”. Kæruleysi er okkar fag.
Fór áðan í bankann og ætlaði að biðja um oggu ponku lítinn yfirdrátt til að geta borgað leiguna. Ég setti upp hvolpaaugun og þrammaði inn í bankann, en fór svo skælbrosandi þaðan út - veiiii ég var búin að fá laun. Af þessu má lesa að ég, Hulda ’með allt mitt á hreinu’ Hallgrímsdóttir er með fullkomna yfirsýn yfir fjármálin.
Sit í þessum töluðum orðum og borða ”hjemmelavet smørrebrød” og drekk latte með. Ótrúlegt en satt er ég EKKI á kaffihúsi, heldur heima hjá mér. Já, febrúar mánuður ég býð þig velkominn með öllum þínum nestispökkum og kaffi í termokönnum.
Hér koma nokkrar myndir:
Snilldar spil - it's magical.
byrjað að snjóa - þetta er bara ryk.
á laugardaginn.
Ást héðan
Hulda
Hulda
3 comments:
vá hvað ég er glöð með það að fá auglýsingabælingana þrátt fyrir ingen reklamer skiltið. að missa mig yfir iso...
vá hvað skórnir þínir eru fallegir:D:D:D ég kem til þín í kaffi klárlega í maí! Ohh líkahvað ég væri til í einn kaffihúsamorgunmat, búðadroll og hjólatúrsdag í köben..ummmm
ást..Kristjana hinn "þreytti" frambjóðandi
Hei siss Dolly hin raunverulega á leið til Danmerkur með tónleika. Mátt ekki missa af því!
Post a Comment