Monday, February 05, 2007

Salt í grautinn

Það er ótrúlega skynsamlegt að segja já við helgarvöktum í vinnunni. Þegar maður vinnur um helgar hefur maður oft ekki tíma til að drekka bjór, fara í verslunarleiðangra, né hanga á kaffihúsum. Ég sagði nei takk við vinnu um helgina, enda sjaldan verið þekkt fyrir að vera sérstaklega skynsöm. Flestir eiga í smá peningaströggli í janúar mánuði...ég tek mitt út í febrúar – á boðstolnum verður ósaltaður hafragrautur, te og þurrt rúgbrauð.
Nei, nei ég segi svona, ástandið er ekki alveg svona slæmt, er bara að þykjast vera námsmaður á kúpunni. Ég á alveg fyrir salti í grautinn, en sé ekki fram á að það verði svoleiðis lengi ef ég held þessum lifnaðarháttum áfram.

Á laugardaginn, þegar ég og Anna vorum búnar að borða morgunmat á kaffihúsi, þræddum við búðirnar í miðbænum. Eftir 4 tíma voru pokarnir orðnir allmargir og Anna heyrðist segja með vott af áhyggjutóni ”Ég held að ég verði að skila einhverju af þessu!”. Á leiðinni heim á hjólinu heyrðist svo í mér með vott af stresstóni ”Shitt ég var búin að gleyma, ég er ekki búin að borga leiguna!”. Kæruleysi er okkar fag.
Fór áðan í bankann og ætlaði að biðja um oggu ponku lítinn yfirdrátt til að geta borgað leiguna. Ég setti upp hvolpaaugun og þrammaði inn í bankann, en fór svo skælbrosandi þaðan út - veiiii ég var búin að fá laun. Af þessu má lesa að ég, Hulda ’með allt mitt á hreinu’ Hallgrímsdóttir er með fullkomna yfirsýn yfir fjármálin.

Sit í þessum töluðum orðum og borða ”hjemmelavet smørrebrød” og drekk latte með. Ótrúlegt en satt er ég EKKI á kaffihúsi, heldur heima hjá mér. Já, febrúar mánuður ég býð þig velkominn með öllum þínum nestispökkum og kaffi í termokönnum.

Hér koma nokkrar myndir:

Anna og Sigurd í góðu glensi í eldhúsinu heima.
Lene og Selma í eldhúsinu hjá Selmu, klukkan er 5 að morgni.

Selma að kenna Viktori nýja spilið sem hún keypti á loppó með mér.
Snilldar spil - it's magical.

Ég að missa mig með nýju myndavélina...og nei það er ekki
byrjað að snjóa - þetta er bara ryk.

Nýju fínu, fínu skórnir mínir sem ég keypti mér
á laugardaginn.

Ást héðan
Hulda

3 comments:

Anonymous said...

vá hvað ég er glöð með það að fá auglýsingabælingana þrátt fyrir ingen reklamer skiltið. að missa mig yfir iso...

Kristjana Páls said...

vá hvað skórnir þínir eru fallegir:D:D:D ég kem til þín í kaffi klárlega í maí! Ohh líkahvað ég væri til í einn kaffihúsamorgunmat, búðadroll og hjólatúrsdag í köben..ummmm
ást..Kristjana hinn "þreytti" frambjóðandi

Unknown said...

Hei siss Dolly hin raunverulega á leið til Danmerkur með tónleika. Mátt ekki missa af því!