Friday, February 09, 2007

Loveable

Ég er með einhverja tómleika tilfinningu í maganum. Finnst stundum eins og ég lifi í einhverju kóma - það er einhver tilfinningaleg flatneskja í gangi. Veit ekki alveg hvað málið er, held að mig vanti að falla fyrir einhverju, einhverjum, verða ástfangin og fá fiðrildi í magann. Draumprinsinn er handan við hornið – það sagði lófalesturinn allavega, þannig að ég bíð bara.

Þó að ég sé með ást í tonnavís sem mig vantar að losna við þá er líf mitt gott. Vikan er búin að vera skemmtileg, fullt af góðum atburðum, góðum vinum og góðri systur. Á miðvikudaginn kom Lene til mín í te. Það er gott að búa svona nálægt hvorri annarri og geta skroppið yfir í te og spjall. Fór svo á Pétur Ben tónleika á miðvikudaginn, stórgóðir tónleikar og einstaklega ”loveable” Pétur. Ég féll fyrir honum (bloggaði smá á myspacið mitt). Á fimmtudaginn fór ég svo á bíódaga á Norðuratlantsbryggju og horfði á Börn Náttúrunnar og hlustaði á fyrirlestur um Friðrik Þór. Mjög hugguleg kvöldstund: skemmtilegur fyrirlestur, góð mynd og gott hvítvínsglas í boði íslenska sendiráðsins.
Í gær var svo massapartý. Anna reddaði mér og Selmu boðskortum í partýið og þar var frítt áfengi þannig að þetta var ókeypis og gott kvöld. Dagurinn í dag er þess vegna búin að vera skinkudagur. Fór á fætur klukkan hálf fjögur...og er að horfa á Melodi Grand Prix núna. Á ég að segja ykkur soldið? Take That var að spila þar live...hahaha.
Ég læt fylgja nokkrar myndir frá gærkvöldinu:

Selma og Magnus. Hann er fara til Suður Ameríku í nokkra mánuði og hélt smá kveðju tam-tam í gær.


Ég og Selma vorum í góðu glensi.

Hún var í neon bol og fékk lánuð neon gleraugu af strák sem við hittum. Samsetningin varð efni í smá myndaseríu.

Ást til ykkar allra (ég er að vinna í að reyna að koma henni út;)

Hulda skinka

6 comments:

Anonymous said...

Æi nei!! Þýðir það að ég missti af MGP?? Arrgh... En heyrðu, ég er að fara að flyjta úr "sveitasælunni" í albertslund og inná frederiksberg um mánaðamótin, svo það verður kannski meiri sjéns á að við nennum að hittast eitthvað í framtíðinni... ;)

Kristjana Páls said...

Stundum held ég að það þurfi að fara fyrir hornið...ef þú skilur og þá bömmpar maður inní einhvern;) jú fatt mí..
ohh væri til í te núna
ást Ká

Hulda hefur talað... said...

Engar áhyggjur Elsa, þetta var bara danska MGP.
...og Kristjana, ég ætla að fara að standa niðrá horninu hérna með dópsalanum, kannski er hann ástmaðurinn sem ég er búin að vera að leyta að. Hann getur allavega séð fyri mér meðan ég er í námi...hehe.

Kristjana Páls said...

næs að hafa svona "dópsalinn á horninu" í staðinn fyrir "kaupmanninn á horninu". Er hann Abdul?

Nonni said...

En annad, ég hef heyrt ad Istedgade sé kjørinn stadur til ad ná sér í menn....ríka bisnessmenn ;)
Tell me if you heyrir um nogle koncerter :*

Nonni said...

Arcade fire!! áttu mida........og kannski aukamida?? thad er nefnilega uppselt.