Sunday, December 30, 2007

Súkkulaðicraving og ölæði

Jólin eru ágæt...en ég verð samt á einhvern undarlegan hátt fegin þegar ég hugsa til þess að machintoshið sé bráðum búið og ferðum mínum á Karó linnir. Ekki misskilja mig ég elska machintosh og Karó og allt sem henni blessaðri fylgir er ó svo ljúft, en samt fæ ég alveg ársskammtinn á þessum tveimur vikum. Líklega er ástæðan samt bara misnotkun af minni hendi....misnotkun sem veldur því að ég hugsa með hryllings til kampavínsins sem ég mun drekka á morgun. Ölæðið síðustu daga hefur víst dregið svolítið úr áramótatilhlökkuninni.









En eitt er samt víst á Akureyri er gaman.................á jólunum.

Friday, December 14, 2007

Bæði betra...



Vona að þið njótið þess að vera inni í hlýjunni meðan veðrið er svona!

Ást, Hulda

Sunday, December 09, 2007

Pipardropar og sálgreining

Hér sit ég með fjörmólk í glasi og maula pipardropa. Ég stóðst hreinlega ekki mátið þegar ég var í Bónus um daginn heldur fjárfesti í 500 grömmum af pipardropum....svo keypti ég líka 70% bónus suðusúkkulaði en það er önnur saga.

Ég sit hérna og er virkilega að tónlistarhommast....er að hlusta á Capri Catarina með Bó, geri aðrir betur segi ég nú bara. Mér varð bara hugsað til þessa lags um daginn og annarra ljóða eftir Davíð Stefánsson og langaði svo mikið að hlusta á annað hvort það eða Konuna sem kyndir ofninn minn en fann lögin hvergi á netinu. Sit svo núna í tölvunni hennar Ingibjargar og hvað haldiði að stelpan hafi fundið í iTunesinu hennar annað en Capri Catarínu, já lífið kemur stundum svo skemmtilega á óvart haha. Vona virkilega að enginn fari með þessa elliheimilissögu áfram.

Annars er ég að gera vinnubók í Leadership áfanga sem ég er í. Spurningarnar hljóma meðal annars svona:
  • What are the elements of my style, personality, an skills that will make my learning to be at better leader more difficault?
  • Who were considered leaders in your family?
  • The patterns I've discovered from my family history that block or support me as a leader are:
  • What are the hardes lessons you have learned in our life?

You get the picture? Ég sit hérna og er að sálgreina sjálfa mig, barnæsku mína og hæfileika mína og galla. Shiiiiiittt æl æl æl! Pipardroparnir, Catarína og fjörmjólkin eru þó að bjarga þessu aðeins. Er komin á bls. 80....130 to go úff!

Skil á þessu á morgun og þá tekur við jólaföndur og kortaskrif júbbíí.

Hulda