Wednesday, November 29, 2006

Lítil saga eftir okkur

Þar sem ég er að deyja úr leiðindum yfir ritgerð sem ég fékk úthlutað á mánudaginn, samtímis með að vera að drukkna í viðskiptafræðitextum hef ég ákveðið að stofna til æðislega ógó brjálæðislega frábærs leiks hérna inni á bloggsíðunni....kannski ætti að kalla þetta "öðruvísi gestabók".

Ég er haldin einbeitingarskorti sem gerir það að verkum að ég get ekki látið internetið í friði þegar ég er að reyna að læra. Ég er búin að fara inn á þetta blogg hérna ca. 10 sinnum í dag til að tjékka hvort einhver væri búin að kommenta....og þegar ég verð fyrir vonbrigðum og fæ ekki þá stundarfullnægju sem fylgir því að sjá nýtt komment þá held ég áfram á netinu. Því vil ég að við hjálpumst öll að og gerum þessar tjékkferðir mínar styttri en skemmtilegri.
Þess vegna ætlum við öll í sameiningu að semja sögu...þá meina ég við ÖLL! Allir sem kunna að slysast inn á þessa síðu eru vinsamlegast beðnir að taka þátt af tillitssemi við Huldu sem þjáist ó svo mikið.

Jæja ég byrja...og þið takið svo við. Þið þekkið leikinn er haggi?

"Einu sinni var stelpa sem var alltaf með svo ískalda putta því hún gerði ekki annað en að pikka á lyklaborðið. Hún reyndi allt sem hún gat, fékk sér te, kveikti á kertum, fór í ullarsokka, en ekkert gékk puttarnir voru alltaf eins og grýlukerti..."

...jæja næsti...

Sunday, November 26, 2006

Med bauga undir augunum og mánudagur í vændum.....arg!

Á föstudaginn átti ég að fara að vinna á NOMA klukkan 16. Ég var búin að reyna allt sem í mínu valdi stóð til að að losna við vagtina, en nei hún var mín! Ég mætti því dauðþreytt í vinnuna eftir 7 tíma hópavinnu í skólanum og komst að því, að ég var að fara að þjóna á 'julefrokost'(fyllerí ársins hjá Dönum)fyrir 120 manns. Rúsínan í pylsuendanum var svo að partýið átti að vera til 01:30 með möguleika á framlenginu. Yess...geðveikt...akkúrat það sem mig langaði!
Jæja sagan af unaðsvagtinni er ekki búin. Kvöldið varð eftirminnilegt því brunakerfið fór tvisvar í gang, sem þýddi að við urðum að smala öllu liðinu tvisvar út í kuldann og bíða eftir að slökkvimennirnir kæmu og tjékkuðu hvort allt væri í orden (og ekki voru þeir foxy), hluti af forréttnum kláraðist þegar bara helmingurinn af liðinu var búinn að fá sér, þau spiluðu ABBA og Robby Williams allt kvöldið, ástralski kokkurinn okkar tróð tvöhundruð möndlum í 'ris a la mande-ið' sem gerði úthlutun á möndlugjöf að krefjandi verkefni og síðast en ekki síst féll ísskápur um koll sem gerði að borðplötur sem var stillt upp við hann lágu á víð og dreif.

Einhvern veginn var þetta samt bara fínasta vagt. Ég var reyndar dauða nær af þreytu þegar ég kom heim klukkan fjögur um nóttina, svo ekki sé talað um næsta morgun þegar ég átti að hitta hópinn minn í skólanum, en ég meina ég get bara sofið þegar ég verð gömul.

Stundum verður maður bara að brosa framan í lífið þó svo að brosið sé ekki endurgoldið.

Hulda - sem er nýbúin að skila af sér stóru verkefni og fær annað úthlutað á morgun.

Monday, November 20, 2006

Með æluna í hálsinum

Ég sagði við Önnu áðan, að til þess að læra að borða matarvörur sem eru komnar yfir síðasta söludag, þyrfti maður bara að prófa að vera fátækur námsmaður. Hver grettir sig yfir smá súrri mjólk í teið?

Ég kom banhungruð heim úr skólanum kl.19, skellti í mig hálfri þurri hrökkbrauðssneið til að sefja versta hungrið rétt á meðan ég "eldaði". Eldamennskan var ekkert stórfengleg þar sem ég ákvað að hita upp matarafganga, sem ég fékk gefins í vinnunni síðasta fimmtudag. Lyktin var ekkert spes og girnilegt var þetta ekki, en ég ákvað að láta mig hafa það. Ísskápurinn var nú ekki beint fullur.

Ég varð þó eiginlega að éta ofan í mig orð mín, því fyrsti bitinn fyllti mig af svo miklum viðbjóði að ég kúgaðist og ákvað að spýta herlegheitunum í ruslið. Held að þetta hafi verið meira sálrænt en nokkuð annað, því ógirnilegur matur, sem samkvæmt bókinni hefði átt að borða fyrir tveimur dögum, er kannski ekki beint lystugur.

Ég lét þetta þó ekki á mig fá, enda "bensínið" af hrökkbrauðssneiðinni að verða búið og maginn farinn að ákalla eitthvað matarkyns. Ég skellti því pönnunni á eldavélina og spældi mér egg...og svo hitaði ég bakaðar baunir líka. Já, hér með sannaðist það enn og aftur, að egg egg egg egg geta deginum bjargað og dósamatur hann er bara guðsgjöf....svo einfalt er það. Hér er ég södd og sæl með grííísííí mat í mallanum og ólystugt lambakjöt í ruslinu.

Later skaters

Hulda

p.s. allt er við það sama skóli, vinna, hópavinna, skóli, hópavinna, hópavinna, vinna, djamm, skóli, vinna...in case you wanted to know.

Tuesday, November 07, 2006

"dance like there's nobody watching"

Ég bý í húsi sem er byggt í kassa með garði í miðjunni. Þegar ég kíki út um eldhúsgluggann sé ég inn í íbúðirnar hinum megin við. Gluggagæjir er mitt annað nafn.

1.hæð
Unga myndarlega parið með ungu börnin tvö virðast sátt við lífið...og þau hafa svo sannarlega stjórn á því. Hvaða fjölskylda hefur tíma til að borða saman heitan hádegismat á venjulegum þriðjudegi...ÞAU. Hver nennir að ryksuga klukkan 9 á laugardagsmorgni...ÞAU. Þau eru svona fólk sem virðist hafa stjórn á öllu, börnin alltaf háttuð klukkan 9, vinum boðið í lekkeran mat, rauðvín drukkið og kertaljós kveikt. Held að þetta sé svona rútína á rútínu ofan fjölskylda, en samt á góðan hátt og með hunangsstoppum inná milli.



2.hæð
Þessi eru ekkert rosalega hrifin af því að láta sjá inn til sín. Þau eru alltaf með trérúllugardínurnar dregnar niður...en ég er búin að sálgreina þau útfra blómunum. Þetta eru hjón um fimmtugt hálf boring og barnlaus. Konan er kennari í eldri bekkjum grunnskóla og dundar sér við að sauma bútasaum í frítímanum og maðurinn vinnur á tryggingarfélagi og fær sér alltaf 'en lille en' þegar hann kemur heim úr vinnunni.

3.hæðUngt par sem bæði eru í skóla og vinna líka með. Núna standa tvær bjórflösku í glugganum plús kókflaska. Þau eru ekki sóðar...en finnst bara ekki gaman að taka til. Var litið yfir til þeirra um daginn og skellti heldur betur uppúr þegar ég sá að strákurinn var einn heima og var að fríka út...þá meina ég fríííííííka út í stofunni. Þyrfti að fá að heyra þetta lag sem hann var að hlusta á. Held að hann hafi ekki vitað að það væri verið að horfa á sig..."dance like there's nobody watching". Hell yeah svona á að gera þetta!

3.hæð íbúð til hægri - uppáhaldið mitt.
Ungt par (já ég bý sko ekki í neinu ellingjafjölbýlishúsi) hugsa að hún sé í skóla hann í vinnu. Þau djamma um helgar og sofa til klukkan 14 á sunnudögum. Þau hjálpast alltaf að við uppvaskið og virðast bara vera nokkuð samhent. Það besta er samt að hann rífur sig alltaf úr buxunum um leið og hann kemur heim úr vinnunni. Sem betur fer heldur hann samt nærbuxunum. Svona án gríns þá hef ég bara séð hann einu sinni í buxum og það var þegar þau héldu afmælispartý. Held kannski að drengurinn ætti að fara að fjárfesta í þægilegri buxum. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti strípihneigð...skemmtilegt fyrirbæri.

Já þá er komið að okkur
Ég er ekki með gardínur, en svo heppilega vill til að herbergið mitt snýr út að garðinum. Ég lifi oft í þeirri sjálfsblekkingu að það sé bara ég sem njósna um nágrannana. Búbburnar mínar hafa því stundum verið til sýnis...samt bara eldsnöggt þið vitið. Anna Elvíra og Ebba voru í heimsókn og gistu í herberginu mínu þannig að þeirra búbbur hafa líka verið til sýnis. Gaman hjá nágrönnunum.

Mamma kom í heimsókn um daginn og þá fattaði ég hvaðan ég hefði þetta, hún slökkti ljósin og allt. Svo stóðum við mægðurnar saman í syndinni.

Hulda - sem ætlar ekki að hætta að dansa þegar hún er ein, því það eru nefnilega fleiri sem gera svoleiðis.

Saturday, November 04, 2006

halló kalló bimbó sagði hænan og glotti út í annað

Var að enda við að borða rúgbrauð með makríl. Ég elska rúgbrauð með makríl. Ég átti samt ekkert majó. Væri alveg til í að kyssa einhvern núna...en held ekki að það sé neinn sem myndi vilja kyssa mig.


Annars finnst mér að þið ættuð að kíkka yfir á síðuna hjá henni Kristjönu. Ég er afar ánægð með hennar síðustu færslu.