Monday, November 20, 2006

Með æluna í hálsinum

Ég sagði við Önnu áðan, að til þess að læra að borða matarvörur sem eru komnar yfir síðasta söludag, þyrfti maður bara að prófa að vera fátækur námsmaður. Hver grettir sig yfir smá súrri mjólk í teið?

Ég kom banhungruð heim úr skólanum kl.19, skellti í mig hálfri þurri hrökkbrauðssneið til að sefja versta hungrið rétt á meðan ég "eldaði". Eldamennskan var ekkert stórfengleg þar sem ég ákvað að hita upp matarafganga, sem ég fékk gefins í vinnunni síðasta fimmtudag. Lyktin var ekkert spes og girnilegt var þetta ekki, en ég ákvað að láta mig hafa það. Ísskápurinn var nú ekki beint fullur.

Ég varð þó eiginlega að éta ofan í mig orð mín, því fyrsti bitinn fyllti mig af svo miklum viðbjóði að ég kúgaðist og ákvað að spýta herlegheitunum í ruslið. Held að þetta hafi verið meira sálrænt en nokkuð annað, því ógirnilegur matur, sem samkvæmt bókinni hefði átt að borða fyrir tveimur dögum, er kannski ekki beint lystugur.

Ég lét þetta þó ekki á mig fá, enda "bensínið" af hrökkbrauðssneiðinni að verða búið og maginn farinn að ákalla eitthvað matarkyns. Ég skellti því pönnunni á eldavélina og spældi mér egg...og svo hitaði ég bakaðar baunir líka. Já, hér með sannaðist það enn og aftur, að egg egg egg egg geta deginum bjargað og dósamatur hann er bara guðsgjöf....svo einfalt er það. Hér er ég södd og sæl með grííísííí mat í mallanum og ólystugt lambakjöt í ruslinu.

Later skaters

Hulda

p.s. allt er við það sama skóli, vinna, hópavinna, skóli, hópavinna, hópavinna, vinna, djamm, skóli, vinna...in case you wanted to know.

8 comments:

Anonymous said...

Elsku.

Farðu og keyptu eð hollt og gott. Vertu svo dugleg að setja inn fréttir af ykkur systrum.

Knús
mamma

Anonymous said...

já lifi dósamaturinn..svo lengi sem þú þarft ekki að flytja með hann:D svo er líka alltaf svo langt í seinsta söludag á honum..ví

Anonymous said...

Lifi súkkulaðið....

3-pakk af lindubuffi gefur manni aldeilis spark í rassinn og næga orku.... örugglega til e-ð svipað súkkó þarna í denmark;)

Fínt að fá sér svo magic með til að skola þessu niður...

Hulda hefur talað... said...

Já kannski að súkkulaði sé bara málið! mmm mig langar í súkkulaði...

Anonymous said...

Elsgan... komdu nu bara i sveitina til min... jeg skal elda slatur fyrir thig !!

Anna Elvíra Herrera said...

hæhæ
hehe dósamaturinn er bestur :)

-Anna Elvíra

Lilý said...

Vá mér líður eins og ég hafi skrifað þessa færslu. En júrósjopper er traustur vinur, núðlur 1,50 pakkinn.

Anonymous said...

djöfull er ég fegin að þú borðaðir þetta ekki, þvílíka vibbalyktin sem kom þegar þú hitaðir það...