Þar sem ég er að deyja úr leiðindum yfir ritgerð sem ég fékk úthlutað á mánudaginn, samtímis með að vera að drukkna í viðskiptafræðitextum hef ég ákveðið að stofna til æðislega ógó brjálæðislega frábærs leiks hérna inni á bloggsíðunni....kannski ætti að kalla þetta "öðruvísi gestabók".
Ég er haldin einbeitingarskorti sem gerir það að verkum að ég get ekki látið internetið í friði þegar ég er að reyna að læra. Ég er búin að fara inn á þetta blogg hérna ca. 10 sinnum í dag til að tjékka hvort einhver væri búin að kommenta....og þegar ég verð fyrir vonbrigðum og fæ ekki þá stundarfullnægju sem fylgir því að sjá nýtt komment þá held ég áfram á netinu. Því vil ég að við hjálpumst öll að og gerum þessar tjékkferðir mínar styttri en skemmtilegri.
Þess vegna ætlum við öll í sameiningu að semja sögu...þá meina ég við ÖLL! Allir sem kunna að slysast inn á þessa síðu eru vinsamlegast beðnir að taka þátt af tillitssemi við Huldu sem þjáist ó svo mikið.
Jæja ég byrja...og þið takið svo við. Þið þekkið leikinn er haggi?
"Einu sinni var stelpa sem var alltaf með svo ískalda putta því hún gerði ekki annað en að pikka á lyklaborðið. Hún reyndi allt sem hún gat, fékk sér te, kveikti á kertum, fór í ullarsokka, en ekkert gékk puttarnir voru alltaf eins og grýlukerti..."
...jæja næsti...
Wednesday, November 29, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
26 comments:
"Einu sinni var stelpa sem var alltaf með svo ískalda putta því hún gerði ekki annað en að pikka á lyklaborðið. Hún reyndi allt sem hún gat, fékk sér te, kveikti á kertum, fór í ullarsokka, en ekkert gékk puttarnir voru alltaf eins og grýlukerti..."
Hún ímyndaði sér að hún sætti uppi í kvistherbergi með nikkuna og renndi fingrunum eftir nótnaborðinu. Hún raulaði í takt við tónana sem ómuðu í höfði hennar. Fingurnir voru enn sem freðnir ýsustautar....
Astandid var ordid thad slæmt... ad hun var hætt ad geta fiktad i harinu a ser med visifingri thegar hun var ekki vid lyklabordid... hrædilegt... thad var annars hennar uppahalds idja. Hun var von ad snua uppa harlokk alveg thar til ad thad var komin ny krulla i harid... en nei... aldrei meir... fingurnir voru ad detta af...
(ánægð með ykkur;) Hún vissi ekki hvad hún ætti til bragðs að taka - hún ákvað því að gera nokkuð sem ekki er stúdínu sæmandi. Hún hækkaði á öllum ofnum í íbúðinni en fór auðvitað um leið að hugsa um komandi hitareikning. Æj æj æj. En skildi trixið virka?...
Ofnarnir hitnuðu og hitnuðu þar til einn sprakk. Allt í steik og enn voru fingurnir ískaldir, ef þetta héldi áfram svona yrði hún amk 10% öryrki! Og engan þekkir stúdínan iðnaðarmanninn til að laga skaðann...skyldi hún geta fengið þetta bætt?...
Stúdínan unga er víst fædd undir heillastjörnu vegna þess að í því sem hún byrjar að örvænta er bankað hjá henni...
Hjartað byrjar að slá örar...hver getur þetta verið. Hún læðist að hurðinni, passar að það braki ekki í þiljunum og kíkir út um 'kíkigatið' á hurðinni. Fyrir utan stendur fjallmyndarlegur ungur maður með bolla í hendinni...
..."Ma jeg fa lanadan einn bolla af sykri?... thad er hun amma min... hun liggur fyrir daudanum og a ser enga osk heitari en ad bragda a steiktri blodmor med sykri i eitt sidasta skipti..."
Studinan heyrdi næstum ekki hvad madurinn sagdi... heldur stod kyrr og stardi... svo mikill var thokki hans...
....hann var sköllóttur og með gleraugu. Hún kannaðist eitthvað við hann, man bara ekki hvaðan. Hmmm....?
Jú allt í einu rann upp fyrir henni ljós....hún hafði séð hann í raunveruleikaþættinum 'Handyman' og þarna stóð hann með bolla af sykri í hendinni! Einhvern veginn náði hún að kreista upp úr sér hljóð "haa sykur haa ööööö já, koddu inn fyrir". Fjallmyndarlegi, sköllótti handverksmaðurinn stígur inn fyrir og brosir. Reyndar hverfur brosið eins og dögg fyrir sólu þegar hann sér ástandið á ofnunum. "Hvað kom fyrir?" spyr hann með skelfingarsvip...
..."Þessu þarf að kippa í lag, vina. Ég skal redda þessu" segir hann alvalegur í bragði og krípur niður að ofninum. Stúlkan starir á bakhluta piltsins og tekur eftir myndarlegri "handy" skorunni er glottir sínu breiðasta á milli bolsins og buxnanna. Hún fær sting í magan og hugsar "hann er þá alvöru, alvöru iðnaðarmaður, drauma tengdasonurinn fundinn"?
Hún roðnar eilítið við tilhugsunina. Allt í einu grípur hana örvæntingar kast...hann má ekki sleppa héðan út hugsar hún....
...svo hún spyr kauða "má bjóða þér kaffi?" og handy svarar að bragði "nej tak, men har du julebryg?"......
Uss haldiði ekki að kella hafi átt nokkra slíka. Hún gekk inn í eldhús og þóttist gramsa í ísskápnum en var í raun að klifra bakvið eldavélina til þess að kippa henni úr sambandi...og kallar í leið fram "ég gæti kannski fengið þið til þess að kíkja á eldavélina, hún virðist eitthvað biluð"
"Eldavélina segiru..." Handymaðurinn með myndarlega bakhlutann reisir sig upp og um leið hverfur "handy" skoran eins og dögg fyrir sólu. "...ég ætti nú að geta það". Stúdínan fær smá sting í hjartað, æji nennir hann þessu kannski ekkert. Handymaðurinn heldur áfram "Ég hef ægilega gaman að því að bardúsa, þannig að you name it ég skal fixa það hm hm" segir hann og á andliti hans sér votta fyrir karlmennsku montsvip...
Stúdínan réttir handymanninum jólabruggið sem hann opnar með tönnunum og teigar af. Hún horfir á hann lotningarfullum augum og sér svitataum rennar niður gagnaugað... "Já, svo þú hefur gaman af því að bardúsa" segir stúdínan. Handýmaðurinn horfir út um eldhúsgluggan og kinkar kolli og lítur svo snöggt í augun á henni og svarar:"já, það er lífið, bar og dús, annars vinn ég við að....
"...selja blóm í litlu blómabúðinni í Þingvallastræti, þú veist Paradísarblóm. Ég er sko...hérna lærður blómaskreytingamaður". "Nú!" segir stúdínan "guð ég hélt þú ynnir sem handverksmaður" segir hún og brosir breytt. Hún hefur nefnilega alltaf verið hrifin af þessum röff/mjúku gaurum sem virðast geta allt. Það skaðar ekki að þeir séu í smá tengslum við sinn innri kvenmann...
...Stúdínan var nú orðin rjóð í vöngum af öllum hamaganginum en mundi allt í einu eftir ísköldu höndunum sínum. Hún fer að velta fyrir sér hvort hún ætti nokkuð að þora að biðja blómaskreytingamanninn/handyman að hlýja sér....
...en í því hún hugsar sjálfa sig og hversu bágt hún eigi með sínar köldu hendur, man hún hver ástæðan var fyrir því að þokkatröllið barði að dyrum...
var það sykur sem þig vantaði? Sagði hún og ræskti sig. Hún var svo krókloppin á puttunum að hún gat varla hreyft þá. "já sykur var það heillinn, ég er að hjálpa henni ömmu minni að sjóða jólaglögg" sagði hann glottandi. Stúdína sagði umm!! sem hún reyndar hélt að hún hefði gert í hljóði en umm-ið hafði víst heyrst upphátt. Finnst þér jólaglögg gott? spurði Hr. Handy. Já sérstaklega með mikilum kanil, svaraði hún en þurfti að passa...
...að hann sæji ekki spurnarblikið í augunum á henni" hafði hann ekki sagt áðan að sykurinn væri út á blóðmör handa deyjandi ömmu sinni? Hún lét á engu bera...
...thad er eitthvad sem ekki stemmir... af hverju sagdi hann ekki allan sannleikann... hver var hin raunverulega astæda fyrir thvi ad hann stod tharna ? var hann kominn til ad hitta hana ? var hann ad njosna um hana ? var hann leigumordingi med hana sem næsta fornarlamb ? hugsanirnar hringsnerust i hofdinu a henni... hana svimadi af navist hans...
...thad er eitthvad sem ekki stemmir... af hverju sagdi hann ekki allan sannleikann... hver var hin raunverulega astæda fyrir thvi ad hann stod tharna ? var hann kominn til ad hitta hana ? var hann ad njosna um hana ? var hann leigumordingi med hana sem næsta fornarlamb ? hugsanirnar hringsnerust i hofdinu a henni... hana svimadi af navist hans...
"er þér sama þó ég fari úr skyrtunni?, mig langar svo að sýna þér bolinn sem ég er í!", sagði Handý og tók af sér gleraugun...
en viti menn, það var enginn bolur undir skyrtunni. Blasti ekki við ungu stúdínunni karlmennskan í öllu sínu veldi (tja eða næstum því). Stinnur brjóstkassinn með mátulegan hárvöxt, þreknir upphandleggirnir og fagurlagaður hálsinn. Hún kiknaði í hnjánum...
...en var um leið skíthrædd.
Hún var hrædd því hún hafði tekið eftir því hversu mikið hún kannaðist við manninna þegar hann hafði tekið niður gleraugun..var þetta ekki pepsí max jólasveinninn sem hún hafði hitt í Fakta á Amagerbrogade í fyrradag?
... og ju... thetta var hann... hun thekkti hann, tho ad skeggid og istruna vantadi... hun gleymdi ollu um handkuldann, sprungna ofninn, sykurbollann, blodmorina, sogurnar tvær um ommuna, handy skorunni, jolabrugginu, blomabudinni i thingvallastræti, ottanum um ad kannski væri hann leigumordingi, jolasveinabuningnum... reif hann ur thvi litla af fotum sem eftir var a karlmannlegum, thokkafullum likama hans og...
... tharf ad segja meira en...
THAU LIFDU HAMINGJUSOM TIL ÆVILOKA
Post a Comment