Thursday, July 27, 2006

Í kapphlaup við batteríið

Ég er að skrifa þessa færslu með hellur í eyrunum, tár í augunum, skólaus, spennt í belti og er í orðsins fyllstu í skýjunum...eða reyndar fyrir ofan þau. Þvílíkt útsýni sem var þegar vélin var komin á loft og flaug út Eyjafjörð. Útsýnið gerði það að verkum að ég klökknaði (og geri að sjálfsögðu líka þegar ég skrifa þetta) og velti því fyrir mér hvað ég væri að hugsa að yfirgefa svona fallegt land og þessa fallegu fjölskyldu og vini. (Bókin sem ég er að lesa er búin að koma mér í sérstaklega viðkvæmt ástand...úff maður ég ræð ekkert við þessi tár.) En jæja Kaupmannahöfn á eftir að taka vel á móti mér aftur, heyrði að það væri spáð grenjandi rigningu og allt! Nei ég trúi nú ekki að ég hafi alveg misst af hitabylgjunni...ágústmánuður hlýtur að verða góður.
Íslandsferðin var frábær, en “times flies when you´re having fun” og þess vegna má segja að hún hafi verið alltof stutt líka. Hitti mikið af góðu fólki, suma auðvitað alltof stutt og aðra jafnvel ekki neitt, en næst....næst ætla ég að ná öllu.
Allt þetta praktíska sem ég ætlaði að gera í þessari ferð – fara til tannlæknis, tala við bankann o.s.frv. var óvart sett svo aftarlega á forgangslistann að ég hreinlega náði því ekki...eða kannski réttilegra nennti því ekki. Það er gott að það finnist líka tannlæknar í Danmörku svo ekki sé talað um internet og heimabanki.
Ég brasaði ýmislegt á Íslandinu góða, stoppaði stutt í Reykjavíkinni. Jússurnar mínar voru allar svo uppteknar að ég ákvað bara að láta mig hverfa úr borg óttans eftir sólarhringsstopp, enda var mamman líka farin að vilja fá dóttur sína norður yfir heiðar. Sólarhringurinn í Reykjavík hefði samt ekki getað verið betri, góður félagsskapur, góður matur, gott nammi og gott sjónvarpsefni – næs.
Æji hvað það var svo gott að koma í Aðalstrætið. Það er svo skrítið að í hvert skipti sem ég kem “heim heim” (eins og ég kýs að kalla það eftir skilgreiningarerfiðleikana með orðið) finnst mér eins og ég hafi verið þar í gær. "Heima heima" er best! Skrallið á Akureyri var svo róóóósalegt...jiiii hvað var gaman. Dagarnir liðu svo í einhverju hálfgerðu móki og allt í einu var komið að ættarmótinu. Þessi ætt brást ekki frekar en fyrri daginn og endalaus skemmtun átti sér stað þá helgi...hressandi sjóbað (vatnið um 7°gráður), fullt af ungabörnum (með tilheyrandi eggjastoggahringli), afmæli Nóa frænda (rauðvín og ostar), ball (dansi dans með fullt af börnum), góður matur (mmmm), Hafnarbarinn (segi ekki meir), sólskin (svaf þynnkuna úr mér úti á palli) og svo margt fleira. Akureyrin tók svo við aftur og við tók flakk á milli Kaffi Karólínu með Sólveigu, ömmu og A-17, að undantekinni hvalaskoðuninni með pabba, Johannes Møllehave og kærustunni hans. Það er um að gera að fara í hvalaskoðun eins oft og maður getur á ævinni, 4 skiptið hjá mér. Veit fátt betra en að túristast með túristum...þeir eru oft svo hrifnir að landinu okkar að maður hrífst hreinlega bara með – þó að maður hafi kannski séð staðinn oft áður.
Dagarnir liðu of hratt en það kann að gerast þegar maður sefur fram undir hádegi. En brunchinn hjá mömmu klikkar ekki, hvergi fær maður café au lait með meiri sál (eða þið vitið) en “heima heima”.
Það verður skrítið að koma heim í draslaralegt herbergið, tóman ísskápinn og missa af “Supernova” – en í staðinn ætla ég að fara á ströndina því “life is a beach” eins og þið kannski munið.

Hafið það gott ljúfurnar og takk fyrir allar góðu samverustundirnar á Íslandinu bezta....
ást Hulda

p.s. ég var á undan batteríinu nú eru 7% eftir...svona er þetta að vera fljótur að pikka.

Monday, July 17, 2006

Komin heim...

Var spurð að því í gær hvenær ég færi aftur út til Danmerkur og ég svaraði "ég fer heim 27.júlí". Pabbi bað mig vinsamlegast um að endurtaka hvað ég hefði sagt og ég fattaði ekkert. "Heima" hvar er það eiginlega?

Stoppaði stutt í Reykjavíkinni, en náði þó að sjá fögur andlit vinkvenna. Ég var trítuð eins og lúxusdýr...sótt á völlinn og allt. Það er langt síðan ég var sótt á völlinn. Venjulega þegar ég kem til Íslands kem ég út úr tollinum og mæti fleiri hundruð augum, verð hálf pínleg set í fimmta gír og strunsa í gegnum mannfjöldann og í átt að flybössnum. Æji eitthvað óþægileg upplifun. Í þetta skiptið vissi ég að tvær manneskjur í mannaskaranum væru þarna bara fyrir mig...notalegt.

Er komin til Akureyrar núna. Fór út á föstudaginn og fattaði að það er stundum alveg ótrúlega gaman að fara á skrallið í heimabæ sínum...það er gaman að fara út og þekkja næstum alla á dansgólfinu!

Á laugardaginn fór ég út líka og fór m.a. á Kaffi Akureyri. Ég held svei mér þá að Meatloaf syrpan hafi verið spiluð klukkan korter yfir þrjú...æjiégveitþaðekki!

Sit hérna núna í náttfötunum og veit ekkert hvað ég á að gera af mér...það er gott að vera í fríi.

Hulda

Wednesday, July 12, 2006

'Klap dig selv på skulderen'

Sit hérna sveitt og móð eftir klukkutíma hjólatúr úr vinnunni. Kannski væri það ráð að fá sér vinnu sem er oggu ponku pínulítið nær....æjiégveitþaðekki, hún er samt svo fín þessi vinna.

Eins og þið vitið þá blogga ég aldrei nema að það sé eitthvað sem er ennþá erfiðara að drullast til að gera og í þetta skiptið er það að pakka. Eins mikið og ég elska að ferðast, þá hata ég að pakka. Get eiginlega ekki pakkað nema í tímaþröng. Klukkan er 22:30 núna og ég þarf ekki að vera komin út á flugvöll fyrr en klukkan ellefu á morgun... I've got all the time in the world!


Á útrvarpsstöðvunum hér í Danmörku er lagið 'Klap dig selv på skulderen' mikið spilað. Þetta er ógeðslegt lag með ljótustu bling bling "röppurum" í heimi, en hvað um það ég ætla að nota titilsetningu lagsins og gefa sjálfri mér klapp á öxlina. Ég er nefnilega búin að vera svo þrælmögnuð síðustu daga, búin að vinna, finna íbúð fyrir mig og Önnu systur fyrir næsta vetur og svo er ég LÍKA (já takið eftir LÍKA) búin að komast í gegnum heillangan 'TO DO'- lista. Já ég má alveg klappa sjálfri mér á öxlina. Ohhh ég er svo mögnuð!

Hvað er ég annars búin að gera...?

Ég slysaðist inní genbrugsbúð í gær...úbbs!
Ég slysaðist inní genbrugsbúð í dag...úbbs!

Ég keypti 80' skyrtu sem líklega aldrei verður notuð, fattaði það auðvitað fyrst eftir að ég kom heim (en alltaf gott að eiga outfit í 80's party -líta á björtu hliðarnar)
Ég keypti skó næstum eins og þá sem ég á (alltaf gott að eiga aðra til vara!)
Ég keypti anórakk sem mig allt annað en vantar (hann er samt eitthvað svo praktískur)
Ég keypti sólgleraugu (nauðsynlegt að eiga viðeigandi sólgleraugu við öll sín dress)
Ég keypti tösku með doppum á (mikilvægt að eiga tösku með doppum á við skyrtuna með doppunum sem ég líka keypti í dag)

Ég lifi í sjálfsblekkingu um að það sé alltílæ að versla í genbrug þó að maður sé á kúpunni. Bévítans peningar.

Jæja ætla að fara að kveikja á sjónvarpinu og kannski reyna að pakka meðan ég horfi á það...bjartsýni!

Hlakka til að hitta alla þegar ég kem heim

Knús og bæbb

Sunday, July 09, 2006

Greining

Venjulegur dagur hjá mér

Drösslast fram úr rúminu (eftir 20 snooze og fullt af undarlegum 5 mín. draumum)...það fyrsta sem ég hugsa um er tölvan. Labba tvö skref og kveiki á hvítu fínu tölvunni minni dudduru segir hún og startar upp. Er kominn tölvupóstur? Er einhver búinn að kommenta á Myspace?...en á blogginu? Er einhver skemmtilegur sem ég get talað við á msn?
Fæ mér morgunmat og fer svo á smá ogguponku pínulítinn bloggrúnt, maður verður jú að vita hvað fólk er að aðhafast á þessu blessaða fróni! Úbbs alltíeinu liðnir tveir tímar...og ég sem ætlaði að taka til, þvo þvott og fara í bankann æji það verður bara á morgun. Fer í vinnuna þar sem er internetbann (kóði á tölvunum sem bara fastráðnir hafa...guði sér lof). Kem heim úr vinnunni, hlakka ægilega til að fara að sofa, er búið að láta mig dreyma um rúmið mitt í allan dag, en þarf bara aðeins að tjékka. Er kominn tölvupóstur? Er einhver búinn að kommenta á Myspace?...en á blogginu? Er einhver skemmtilegur sem ég get talað við á msn?

Held kannski að ég sé háð alheimsnetinu. Er til einhver lækning? Hjálp einhver HJÁLP!

Hulda með kössóttu fallegu augun...

Thursday, July 06, 2006

30 stiga hiti

Eins og Anna sagði svo snilldarlega áðan þá er:

"LIFE IS A BITCH" viðhorfið búið að breytast í "LIFE IS A BEACH"!

Lífið er bara assgoti gott þessa dagana...



Sumar- og sólskinskveðjur
Hulda

Monday, July 03, 2006

Hæsi og hor...

Þreyta, hæsi, pissurykshor, aumir fætur, bolafar, bólur og bjórbumba, var gjaldið sem ég þurfti að greiða fyrir Roskilde, en það var SVOOOOOO ÞESS VIRÐI!! Gleði og glaumur, unaðstónar og dansi dans var nefnilega það sem ég fékk í staðinn. Allir voru glaðir og þá meina ég allir 80.000. Ég get orðið klökk þegar ég stend með fleiri þúsundum manns á tónleikum og allir eru eins og "one big happy family".
Í vikunni fyrir Roskilde var ég að vinna á rafmagnslager. Starfið fólst í því að útdeila rafmagnstöflum, framlengingarskrúum, kösturum og þar fram eftir götunum og síðast en ekki síst daðra við rafirkja. Trukkastarf fyrir trukk eins og mig...eiginlega er það mér að þakka að Roskilde-festival gat orðið. Fyrir þrjár vaktir fékk ég VIP armband og gat þess vegna pissað á vatnsklósettum og chillað með fræga fólkinu í "mediabyen". Ég, Anna og Selma vorum meðal nokkurra sem fengum þetta starf og við fengum að vita að við erum ráðnar aftur á næsta ári ef við viljum...og við því segi ég JÁ TAKK.

Svo sá ég svoooo marga góða tónleika.
Sigurrós: Fylltist þjóðarstoli og táraðist...á ekki til orð til að lýsa þeim.
Martha Wainwright: Elska þegar hún lyftir vinstri fætinum sínum og ég elska hana. Hún endaði tónleikana á Bloody mother fucking asshole...hefði ekki getað hugsað mér betri endi á góðum tónleikum.
Rufus bróðir hennar: Röddin hans...ohhhh röddin hans! Þegar Martha kom og tók Leonards Cohens Haleluja með honum hélt ég að ég myndi deyja úr hamingu. Er fyrir löngu komin með ógeð af laginu en einhvern veginn fór ógeð mitt suður um höf. í einu orði sagt fallegt.
Jenny Wilson: Hún er ólétt núna og einhvern veginn skín hún enn meira eins og sól í heiði en venjulega. Hélt ekki að það væri hægt að hafa svona mikla útgeislun. Hún tók öll lögin af "Love and Youth" og fleiri til! Dansi dansi dansi dans.
Morrisey: Hann er gamall og með bumbu, en Anna fékk hann til að fara úr skyrtunni...fáir eru svalari. Takk Morrisey þú ert dúndur.
Scissor Sisters: Glamúr og glimmer. Jake Shears ætti að giftast Páli Óskari, er viss um að þeir séu "ment to be"! Ana Matronic tók pínu Roisin Murphy á þetta...ekki alveg jafn svöl samt en er með hellings sexappeal og góða rödd. Tónleikarnir í 2004 voru betri, en þessir voru með í að aflífa röddina mína.
The Streets: Var fremst, nánast að troðast undir, en mér var slétt sama. Það var ógó gaman, dans hopp, fis og ballade.
The Strokes: Lene er fan nr. 1 og það er ekkert skemmtilegra en að vera með fólki á tónleikum sem er að fá draum sinn uppfylltan. Tónleikarnir voru pjúra snilld, þeir kunna sitt fag. Reyndar var heilinn á mér að steikjast og vinstri hliðin í lobster leik en ég gafst ekki upp.
Kanye West, Spank Rock, Rasmus Møbius, Sorte Skole, Editors, Clap your hans say yeah, WHY?, Silwer Jews, LoopTroop, Animal Collective, Rumpistol, Figurines. þessa tónleika sá ég líka, þeir voru engu síðri en þeir sem ég er búin að lýsa hérna að ofan. Vá hvað er til mikið af góðri í tónlist í heiminum...ég veit ekki hvernig maður á að komast yfir að hlusta á allt sem maður vill hlusta á.



Ég lenti í ótrúlega mörgum fyndnum og skrítnum atvikum...
Í gær var Lene vinkona alveg að pissa í sig og 30 metra röðin var ekki alveg að gera sig fyrir hana. Hún skellir sér þess vegna inn í svona skógarrjóður sem er rétt við hliðina á klósettunum, mjög vinsæll stelpu-pissustaður. Þegar hún kemur út segir hún við mig að það hafi verið maður inni í þessu rjóðri að gæjast. Það stóð sem sagt maður bak við tré inni í þessu rjóðri og var að horfa á allar stelpur sem komu að pissa. Ég skellti mér þess vegna inn í rjóðrið, vopnuð myndavélinni minni og náði mynd af kallinum. Reyndar kannski ekkert rosalega góðri, hann stóð jú bak við tré, en það er spennandi að fá myndirnar úr framköllun. Kallinum brá samt heldur betur við flashið og hljóp út úr rjóðrinu. Við sáum hann svo úti á götunni, ætli hann hafi ekki verið að bíða eftir að við færum svo hann gæti skellt sér inn aftur. Skrítið samt að sjá hvað hann var venjulegur í útliti og í pólobol í ofanálag...en fólk hefur víst sínar duldu hliðar hahaha...pissu fetish gerist það fyndnara.
Æji ætlaði líka að segja ykkur frá þremur úber trúber fyndnum gaurum sem röppuðu fyrir mig og Lene í tjaldbúðunum okkar klukkan sex einn morguninn...en ég hefði bara þurft að eiga vídeó af því. "I love rice, I love asian people"...Ég hef ekki hlegið svona mikið síðan í afmælinu hjá Kristjönu forðum daga.

Roskilde stóð svo fyllilega undir væntingum...og meira en það! Ég fór glöð á Roskilde og kom svo hamingjusöm heim. Var líka extra glöð þegar ég fór á Roskilde, því samdægurs hafði ég fengið 11 (svarar til 10 heima) í stóra verkefninu sem ég var búin að vera að vinna að í fleiri vikur með fjórum öðrum stelpum. Var komin með gubbuna og rúmlega það af þessu blessaða þarmakrabbaverkefni, en 10!!! shitt ég kemst ekki yfir það!!! Er ennþá hamingjusöm yfir því að þessi tala standi á einkunnablaðinu.

Stefni að því á næsta ári að safna saman í íslenskar tjaldbúðir á Roskilde, hverjir eru memm?? Koma svo...

Er að koma heim eftir 10 daga. Er byrjuð að telja niður.

Hulda