Sunday, July 09, 2006

Greining

Venjulegur dagur hjá mér

Drösslast fram úr rúminu (eftir 20 snooze og fullt af undarlegum 5 mín. draumum)...það fyrsta sem ég hugsa um er tölvan. Labba tvö skref og kveiki á hvítu fínu tölvunni minni dudduru segir hún og startar upp. Er kominn tölvupóstur? Er einhver búinn að kommenta á Myspace?...en á blogginu? Er einhver skemmtilegur sem ég get talað við á msn?
Fæ mér morgunmat og fer svo á smá ogguponku pínulítinn bloggrúnt, maður verður jú að vita hvað fólk er að aðhafast á þessu blessaða fróni! Úbbs alltíeinu liðnir tveir tímar...og ég sem ætlaði að taka til, þvo þvott og fara í bankann æji það verður bara á morgun. Fer í vinnuna þar sem er internetbann (kóði á tölvunum sem bara fastráðnir hafa...guði sér lof). Kem heim úr vinnunni, hlakka ægilega til að fara að sofa, er búið að láta mig dreyma um rúmið mitt í allan dag, en þarf bara aðeins að tjékka. Er kominn tölvupóstur? Er einhver búinn að kommenta á Myspace?...en á blogginu? Er einhver skemmtilegur sem ég get talað við á msn?

Held kannski að ég sé háð alheimsnetinu. Er til einhver lækning? Hjálp einhver HJÁLP!

Hulda með kössóttu fallegu augun...

5 comments:

Anonymous said...

sama hérna, kem heim af næturvakt og kikka í tölvuna og athuga hvort að ég sé búin að fá meil, komment eða hvað annað, kikka rúnt á bloggin og eitthvað...geri allt í staðinn fyrir að fara beint að sofa!

held það sé til meðferð við þessu

Anonymous said...

ég meina það hlýtur að vera til einhver meðferð við þessu, í heimi þar sem að fyrirtíðaspenna og kvíði vegna of mikillar kaffineyslu (kaffitremmi með öðrum orðum) eru flokkuð sem geðraskanir!

raggatagga said...

Já ég geri ekki mikið annað þessa dagana...ég gæti tekið það að mér að kíkja á allar síðurnar, gera samantekt og senda svo á alla, þá geta allir farið í rúmið á siðsamlegum tíma!

Anonymous said...

Ótrúleg helv... tímaeyðsla. Hvernig væri nú að sauma út í svo sem einn púða, prjóna eina peysu eða hekla einn dúk. :o)
Nóg af óunninni handavinnu handa þér í fríinu skat.

Knús
Mooaaaar

Anonymous said...

Keep up the good work Cellulitis diverticulum Lincoln sport Mini r propecia