Var spurð að því í gær hvenær ég færi aftur út til Danmerkur og ég svaraði "ég fer heim 27.júlí". Pabbi bað mig vinsamlegast um að endurtaka hvað ég hefði sagt og ég fattaði ekkert. "Heima" hvar er það eiginlega?
Stoppaði stutt í Reykjavíkinni, en náði þó að sjá fögur andlit vinkvenna. Ég var trítuð eins og lúxusdýr...sótt á völlinn og allt. Það er langt síðan ég var sótt á völlinn. Venjulega þegar ég kem til Íslands kem ég út úr tollinum og mæti fleiri hundruð augum, verð hálf pínleg set í fimmta gír og strunsa í gegnum mannfjöldann og í átt að flybössnum. Æji eitthvað óþægileg upplifun. Í þetta skiptið vissi ég að tvær manneskjur í mannaskaranum væru þarna bara fyrir mig...notalegt.
Er komin til Akureyrar núna. Fór út á föstudaginn og fattaði að það er stundum alveg ótrúlega gaman að fara á skrallið í heimabæ sínum...það er gaman að fara út og þekkja næstum alla á dansgólfinu!
Á laugardaginn fór ég út líka og fór m.a. á Kaffi Akureyri. Ég held svei mér þá að Meatloaf syrpan hafi verið spiluð klukkan korter yfir þrjú...æjiégveitþaðekki!
Sit hérna núna í náttfötunum og veit ekkert hvað ég á að gera af mér...það er gott að vera í fríi.
Hulda
Monday, July 17, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Já uss segðu...Kaffi Ak klárlega málið...sumt breytist aldrei...man nú samt ekki eftir að hafa heyrt Friends lagið...svekkjandi! Hreinn unaður að sjá þig ástin mín:)
ég meina, come on, manstu að ég þegar ég sagði þarna á Hróarskeldu að við værum á leið heim, og þá var það "heim" í tjald. home is where I lay may head...en bráðum kem ég heim...sys
ummm meatloaf syrpan...
haha takk fyrir síðast
ég var líka alltaf að segja þetta "fer heim til ástralíu.."
Post a Comment