Monday, October 23, 2006

Yndislegt haustveður með bleikum skýjum

Held að það sé 'kontrastinn' í lífinu sem gerir það áhugavert. Þið kannist við þetta klassíska -blíðviðri/óveður, ást/einmaleiki, skóli/frí o.s.frv.
Á leiðinni heim frá Berlín var ég heldur betur látin finna fyrir þessu kontrasti. Ég var látin falla af ljósbleika skýinu, sem ég var búin að svífa um á frá miðvikudegi til sunnudags, og niður í allvænan drullupoll. Eftirmiðdagsþynnka eins og hún gerist verst herjaði á með svitakófum, kuldahrollum, flökurleika og öðru tilheyrandi.
Mútu-unglingsstrákarnir í eltingaleik, allt fólkið sem borðaði djúpsteiktan fisk og franskar í veitingasölunni í ferjunni, Svíinn sem talaði svo hátt svo hátt, fúli rútubílstjórinn, grátandi barnið allt þetta var svo með til að gera ferðina enn eftirminnilegri.

Berlín var ótrúleg og Sólveig Ása var fyrsta klassa leiðsögumaður. Genbrugsbúðirnar voru auðvitað þræddar - og hver önnur en Sólveig Ása getur fylgt manni í þær allar. Mér fyndist kjörið að hún gæfi út bók sem héti "How to powershop in Berlin". Ég uppskar allavega eins og hún sáði. Fataskápurinn minn hefur gott af þessu...eða?

Kaffihúsaferðir voru líka 'part af prógrammet' - enda er alltaf gott með svo sem eins og einn kaffi latte já eða öllara.
Við fengum okkur sushi, sem kostaði 8 evrur fyrir tvær manneskjur! onbelívabúl. Við fórum líka á veitingastað þar sem maður borgar það sem manni fannst upplifunin vera virði. Engin verð - bara heiðarlegt fólk. Væri hægt að keyra svona konsept á Íslandi eða í Danmörku?
Fórum á Mates of State tónleika og könnuðum auðvitað næturlífið, enda ekki þekktar fyrir annað. Ormurinn var tekinn - held að hann sé kominn í frí núna.
Ég fékk hjól Rósu sambýliskonu Sólveigar lánað þannig að við hjóluðum um stræti borgarinnar og ég fékk stemminguna beint í æð...ÉG ELSKA BERLÍN. Við fórum á Hamburger Bahnhof safnið, sáum mann flasha, borðuðum listaverk, fengum ókeypis plaköt og ég hitti Sören gamla ljósmyndakennara minn frá Krabbesholm og líka Katrine vinkonu Önnu. Heimurinn er lítill.

Ég er búin að vaða úr einu í annað, en ferðin var í einu orði sagt ótrúleg, haustfrí eins og það gerist best.

Takk Sólveig mín fyrir að taka á móti mér og fyrir að vera svona yndisleg.

Knús til ykkar allra.
Hulda - sem er tilbúinn í gráan og kaldan hversdagsleikann því ef lífið væri bara kaffihúsaferð þá yrði maður fljótt þreyttur á latte og bjór.

Thursday, October 12, 2006

Gleði gleði gleði, gleði líf mitt er

Gammel elevstævne...hvað get ég sagt:

- ég uppi á sviði í silfurkjólnum mínum að taka lagið á mini harmonikku með hljómsveit frá Árhúsum (reyndar tróð ég mér bara upp á sviðið..enn ég rúlaði auðvitað.)

- dans á dans ofan...Við erum að tal um 22-05 pakkann. Tók orminn og allt.

- ég að saka strák um að hafa stolið klútnum mínum því ég fann minn ekki. Kom svo upp úr krafsinu að hann átti alveg eins...pínlegt!

- heilsteiktur grís, besta kjöt sem ég hef fengið lengi lengi lengi

- brunchinn ohhhhhh brunchinn ahhhhh brunchinn

- vöðvabólga eftir koddalausa- og þunnradýnuhelgi

- rútuferð með tollvarðaleiknum, dönskum söngvum og skemmtilegu og ferðaglöðu fólki.

- nýir vinir, svo skemmtilegt lið jei jei.

- mánudagurinn á eftir var alveg ónýtur. Átti að fara á tvo fyrirlestra í skólanum og fara í vinnuna um kvöldið, en gerði ekkert af þessu. Var tussuleg heima og svaf í 16 klukkutíma!



Vikan núna er búin að vera hektísk, hópavinna og aftur hópavinna. Er búin að skila tveimur verkefnum af mér...og fæ nýtt á morgun - never ending story - þannig að framundan er helgi með hópavinnu vúúúúhúúúú partý partý.

Annars byrjar haustfríið á morgun...og ég er líklega að fara til Berlínar á mið. eða fim. yess!

Yfir og út
Hulda

Thursday, October 05, 2006

tippsí oje

Var hjá Auði og Evu í kvöld, það er svo gott að fara í heimsókn til þeirra.....

á fimmtudögum má maður alveg drekka rauðvín og borða tapas...

....er haggi?.


Er að fara til Krabbesholm um helgina, ohhh það verður unaður. ökólógískur matur, áfengi og fullt af góðu fólki. Sveitin ó sveitin.


"Take a chill pill" um helgina....
eða mínusið pilluna út og chillið bara
...það ætla ég að gera.

Koss á liðið