Monday, October 23, 2006

Yndislegt haustveður með bleikum skýjum

Held að það sé 'kontrastinn' í lífinu sem gerir það áhugavert. Þið kannist við þetta klassíska -blíðviðri/óveður, ást/einmaleiki, skóli/frí o.s.frv.
Á leiðinni heim frá Berlín var ég heldur betur látin finna fyrir þessu kontrasti. Ég var látin falla af ljósbleika skýinu, sem ég var búin að svífa um á frá miðvikudegi til sunnudags, og niður í allvænan drullupoll. Eftirmiðdagsþynnka eins og hún gerist verst herjaði á með svitakófum, kuldahrollum, flökurleika og öðru tilheyrandi.
Mútu-unglingsstrákarnir í eltingaleik, allt fólkið sem borðaði djúpsteiktan fisk og franskar í veitingasölunni í ferjunni, Svíinn sem talaði svo hátt svo hátt, fúli rútubílstjórinn, grátandi barnið allt þetta var svo með til að gera ferðina enn eftirminnilegri.

Berlín var ótrúleg og Sólveig Ása var fyrsta klassa leiðsögumaður. Genbrugsbúðirnar voru auðvitað þræddar - og hver önnur en Sólveig Ása getur fylgt manni í þær allar. Mér fyndist kjörið að hún gæfi út bók sem héti "How to powershop in Berlin". Ég uppskar allavega eins og hún sáði. Fataskápurinn minn hefur gott af þessu...eða?

Kaffihúsaferðir voru líka 'part af prógrammet' - enda er alltaf gott með svo sem eins og einn kaffi latte já eða öllara.
Við fengum okkur sushi, sem kostaði 8 evrur fyrir tvær manneskjur! onbelívabúl. Við fórum líka á veitingastað þar sem maður borgar það sem manni fannst upplifunin vera virði. Engin verð - bara heiðarlegt fólk. Væri hægt að keyra svona konsept á Íslandi eða í Danmörku?
Fórum á Mates of State tónleika og könnuðum auðvitað næturlífið, enda ekki þekktar fyrir annað. Ormurinn var tekinn - held að hann sé kominn í frí núna.
Ég fékk hjól Rósu sambýliskonu Sólveigar lánað þannig að við hjóluðum um stræti borgarinnar og ég fékk stemminguna beint í æð...ÉG ELSKA BERLÍN. Við fórum á Hamburger Bahnhof safnið, sáum mann flasha, borðuðum listaverk, fengum ókeypis plaköt og ég hitti Sören gamla ljósmyndakennara minn frá Krabbesholm og líka Katrine vinkonu Önnu. Heimurinn er lítill.

Ég er búin að vaða úr einu í annað, en ferðin var í einu orði sagt ótrúleg, haustfrí eins og það gerist best.

Takk Sólveig mín fyrir að taka á móti mér og fyrir að vera svona yndisleg.

Knús til ykkar allra.
Hulda - sem er tilbúinn í gráan og kaldan hversdagsleikann því ef lífið væri bara kaffihúsaferð þá yrði maður fljótt þreyttur á latte og bjór.

4 comments:

Anonymous said...

yndislegt..bara yndislegt. Samt satt með þessa kontrasta í lífinu. Það getur verið svo stutt á milli þeirra, full-þunn, sól-rigning, gott-vont, dugnaður-leti og svo framvegis. Ég er sammála þér með það séu konstrastarnir sem gera það áhugavert..og þetta er orðið gott...jæja er samt pínku þreytt og langar að fara að sofa þó að klukkan sé ekki orðin tíu, en hér er eitt stykki iðnaðarmaður og ekki fer maður að sofa með hann í húsinu, jafnvel þó hann búi í kjallaranu. Hvað um það. Var samt ekki næs að finna lyktina af djúpsteikta fiskinum og frönskunum mitt í allri þynnkunni? Vá held á hafi aldrei skrifað svona langt blogg-comment áður...biibiibii
ást til þín
over and over and over and over and out
Kriz da Niggah of Iceland

Anonymous said...

Gott að heyra að fríið var unaður, ekki við öðru að búast. Annars er ekki svo mikið um haustfegurð hér, sé hana allavega ekki lengur, bara skííítakuldi og maður stendur á haus. En það er allt í lagi þar sem ég ætla í unaðsfrí til Danveldis um helgina dúdúdúú yrði enn unaðslegra ef ég gæti hitt þig en koma tímar koma ráð.

Anonymous said...

Berlín best í heimi!

Anonymous said...

Hreinn unaður, æðislegt:) Sakna þín elskan:*