Thursday, September 27, 2007

Um viðtökur á færslunni "Götur eru [greinilega] ekki ruslafötur"

Ég komst svo sannarlega að því þegar ég póstaði blogginu "Götur eru [greinilega] ekki ruslafötur", að fyrir mig skiptir magnið af lesendum þessa bloggs ekki máli, heldur gæðin.
Ég ákvað að taka færsluna út af alheimsnetinu því mér fannst umræðan vera komin út í bölvað rugl...orðin ómálefnaleg og fólk byrjað með derring.
Kommetin fóru að flæða inn í gær og enduðu í þeirri skemmtilegu tölu 69. Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda var að linkað var inn á bloggfærsluna af B2.is undir yfirskriftinni "Ofbeldi lögreglunnar í miðbænum nær hæðum" eða eitthvað álíka. Yfirskriftin var í sjálfu sér nóg til að ég hugsaði "þessum leik nenni ég ekki", enda átti bloggið aldrei að gera lítið úr lögreglu þessa lands heldur þess í stað setja stórt spurningamerki við lögreglusáttmálann sem verið er að vinna eftir.
Ég vona að við í framtíðinni getum átt í málefnalegum umræðum á þessu bloggi...

kv. Hulda

Wednesday, September 26, 2007

Bless, bless umræða um ruslafötur og piss

Ég kom hingað inn á síðuna og ætlaði að skella í eins og eina bloggfærslu. Hér sit ég um klukkutíma síðar en ekki komin lengra en þetta, ástæðan, ég varð að lesa í gegnum þau 63 komment sem komu við síðustu færslu...já og að sjálfsögðu bæta einni við. Pabbi orðaði þetta rosalega pent áðan, hann sagði "Hulda, ég held að þú hafi stigið inn á jarðsprengjusvæði" og eins og allir vita þá hefur pabbi alltaf rétt fyrir sér.
Eiginlega var ég með fullt af eldheitum efnum sem mig langaði að blogga um; Jagtvegj 69, framkomu Íslendinga við útlendinga, útbreiðslu HIV og ég veit ekki hvað og hvað.....

...en í staðinn ákvað ég að segja ykkur frá því hvað ég borðaði í hádegismat. Hádegismaturinn samanstóð af samloku með hangikjöti og piparrótarsósu. Þurr var hún, en ljúffeng engu að síður.

Hulda - 'sem er farin að dorga yfir sjónvarpinu og býst því við að liggja andvana alla nóttina'.