Thursday, September 27, 2007

Um viðtökur á færslunni "Götur eru [greinilega] ekki ruslafötur"

Ég komst svo sannarlega að því þegar ég póstaði blogginu "Götur eru [greinilega] ekki ruslafötur", að fyrir mig skiptir magnið af lesendum þessa bloggs ekki máli, heldur gæðin.
Ég ákvað að taka færsluna út af alheimsnetinu því mér fannst umræðan vera komin út í bölvað rugl...orðin ómálefnaleg og fólk byrjað með derring.
Kommetin fóru að flæða inn í gær og enduðu í þeirri skemmtilegu tölu 69. Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda var að linkað var inn á bloggfærsluna af B2.is undir yfirskriftinni "Ofbeldi lögreglunnar í miðbænum nær hæðum" eða eitthvað álíka. Yfirskriftin var í sjálfu sér nóg til að ég hugsaði "þessum leik nenni ég ekki", enda átti bloggið aldrei að gera lítið úr lögreglu þessa lands heldur þess í stað setja stórt spurningamerki við lögreglusáttmálann sem verið er að vinna eftir.
Ég vona að við í framtíðinni getum átt í málefnalegum umræðum á þessu bloggi...

kv. Hulda

5 comments:

Kristjana Páls said...

Heyr heyr!!!

Anonymous said...

Jedúddamía...ég kaus að taka eigi þátt í þessari umræðu...mér leiðist skítkast sem oft vill verða manna á milli!

Lilý said...

Mín fína brjóstabína! Má ég lúlla hjá þér í október? Gettu hvenær :O

Lilý said...

Jeeeeájájá.. ekkert mál elskan. Ég bara hugsaði mér gott til glóðarinnar og um allt sem eldhúsglugginn þinn bíður uppá. En þeir eru fleiri fagrir gluggarnir og góðir kaffimuggarnir. Sólveig liggur vel við höggi, með toppeinkunn úr síðasta túr. Þú færð ást og ást :*

Lilý said...
This comment has been removed by the author.