Wednesday, September 26, 2007

Bless, bless umræða um ruslafötur og piss

Ég kom hingað inn á síðuna og ætlaði að skella í eins og eina bloggfærslu. Hér sit ég um klukkutíma síðar en ekki komin lengra en þetta, ástæðan, ég varð að lesa í gegnum þau 63 komment sem komu við síðustu færslu...já og að sjálfsögðu bæta einni við. Pabbi orðaði þetta rosalega pent áðan, hann sagði "Hulda, ég held að þú hafi stigið inn á jarðsprengjusvæði" og eins og allir vita þá hefur pabbi alltaf rétt fyrir sér.
Eiginlega var ég með fullt af eldheitum efnum sem mig langaði að blogga um; Jagtvegj 69, framkomu Íslendinga við útlendinga, útbreiðslu HIV og ég veit ekki hvað og hvað.....

...en í staðinn ákvað ég að segja ykkur frá því hvað ég borðaði í hádegismat. Hádegismaturinn samanstóð af samloku með hangikjöti og piparrótarsósu. Þurr var hún, en ljúffeng engu að síður.

Hulda - 'sem er farin að dorga yfir sjónvarpinu og býst því við að liggja andvana alla nóttina'.

3 comments:

Kristjana Páls said...

Já, það má svo sannarlega segja að hann Hallgrímur hafi rétt fyrir sér. Svo sannarlega..
Ég hef aldrei smakkað hangikjöt með piparrótarsósu, er örugglega meganæs:D
Svo finnst mér að við ættum að fara að hittast..det går inte det her!!!

Anonymous said...

Hulda..always playing with fire....you dangerous girl

Anonymous said...

Réttlætistilfinning Íslendinga er um margt undarleg. Mér sýnist sem svo að fólki fyndist yfirleitt allt í lagi að dæma fólk fyrir nauðgun þegar það gerðist í raun sekt um ölvunarakstur, eða dæma það fyrir manndráp þegar það gerðist í raun sekt um eiturlyfjasmygl.