Sumarið er komið og ég held svei mér þá að þakka megi föður mínum fyrir það. Allt bendir til þess að hann hafi verið afskaplega ljúfur og góður í ár, því árin eru orðin 51 og dagurinn í dag var einn af bestu dögum sumarins. Til hamingju með daginn pabbi minn.
Um helgina var ég í bústað með Selmu, Lene, Idu og pabba Selmu (hluta úr ferðinni). Á síðasta ári fórum ég, Selma og Lene til Vesterhavet, en í ár var Rørvig staðurinn og Ida bættist í hópinn. Við, hinar fjóru fræknu, erum búnar að ákveða að síðsumarbústaðaferðin sé orðin að hefð – og hefðir eru svo sannarlega til að halda í (ég lærði’ða sko í MA!). Veðrir var gott, geiturnar voru vinir okkar, íslensku hestarnir voru landi og þjóð til sóma, spjallið og þá sérstaklega um hitt kynið vantaði ekki, við böðuðum okkur í hafinu, sólin skein sem aldrei fyrr og við nutum þess að vera til. Maturinn var víst líka góður og bjórinn ekki síður, en þar sem Roskildekvefið, sem er enn að stríða mér þrátt fyrir 10 daga pensilínkúr, gerir það að verkum að ég hvorki finn bragð né lykt af neinu. Ég reyndi þess vegna að ímynda mér hvernig þessi dýrindis matur sem við matreiddum væri á bragðið. Bragðskynið og lyktarskynið er enn ekki komið og sælkerinn ég er að ganga af göflunum yfir því. Kunnið þið einhver ráð við þessu?
Jæja, en hvað um það. Grámyglan og gegnsæjan (þó ekki kvefið) eftir blautt sumar hvarf eins og dögg fyrir sólu í sumarbústaðnum og ég er ekki frá því að ég sé búin að fá smá lit.
Ég bjó til slideshow bara fyrir ykkur:
Núna var ég að koma af síðustu vaktinni minni á sambýlinu. Ég var leist út með gjöfum og heillaóskum og fékk að vita það að það væri alltaf laus staða fyrir mig í O-huset. Ein sem er fastráðin þar tilkynnti mér það svo að hún hefði skírt hvolpinn sinn eftir mér. Ég er sko hæst ánægð með það að eiga hvolpanöfnu.
Rétt rúmlega vika í heimkomu....
sjáumst,
Hulda
Tuesday, August 07, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ó en hrikalega unaðslegt allt saman. Þið þarna í Danaveldi eigið svo sannarlega skilið að fá að sjá sólina smá.
Mikið óskaplega verður gott að fá þig hingað. Finnst öruggara að vita af þér í grendinni.
Ertu ekki til í að taka smá roadtrip með okkur Imbu 24-26 ágúst? Leiðin liggur til hins merka staðar Akureyris. Hef heyrt að þar búi mikið af góðum fjölskyldum og allavega ein mega sæt stelpa.
þessi ferð hefur náttla verið unaður, eins og von og vísa er í svona bjútífúl kósíheitum og sól og sælu. Takk fyrir spjallið á sunnu og endilega komdu með sætu reykjavíkurstelpunum norður að hitta sætu akureyrarstelpuna og nokkrar góðar fjölskyldur þessa helgi. Hún verður fabjúlus því skal í lofa:D:D
Haaaaa stelpur, er það ekki bara?
Jiii ég hlakka svo gasalega til alls....
Oh þvílíkur unaður og góður "endir" á sumri:) Og nú ertu að koma heim á morgun!!!!!!Vúhú, sjæse hvað ég hlakka til kelling! Ég er fyrir norðan en kem suður á miðvikudaginn. Heyrumst:*
hvernig væri að tímabundið blogga a dönsku fyrir okkur hérna í baunalandi sem söknum þín
Post a Comment