Tuesday, August 22, 2006

Með hamingjufiðrildi í maganum

Þessi ferð var unaður. Er komin heim ó svo sæl. Annað eins hefur ekki sést.
Á roadtrippinu á leiðinni heim fékk ég einhverja hamingju tilfinningu í magann.
Á rúðurnar í bílnum dundu risastórir regndropar, góð tónlist ómaði og við stelpurnar spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þessi blanda, ásamt því að vera útvhvíld, gerði það að verkum að ég fékk svona hamingjufiðrildi í magann...leið næstum ein og ég væri nýástfangin.

14 Sex and the city þættir (er eitthvað betra en trúnó sem uppsprettur af Sex and the city þáttum?)
+ 4 flöskur vín (m.a. ítalskt gæðavín sem við fengum frá eigendum sumarbústaðarins)
+ Fullur ísskápur af allskonar góðgæti (ísskápurinn var tæmdur á þremur dögum!)
+ Göngutúrar um mela og móa (reyndar bara einn...letin náði yfirtökum)
+ ”Hver er maðurinn” leikur (innifalið pappír á enninu) eftir 4 rauðvínsglös
+ 3x 2ja tíma brunch (ég elska brunch)
+ 2 kippur af bjór (finnst alltaf jafn fyndið að Selma elskar guld damer...haha)
+ Boltaleikur í Vesterhavet (Ég og Lene ætlum að skrá okkur í stúdentablak í vetur...bara til að fá að vera í míní stuttbuxunum)
+ Lítill ”morfar” (blundur) á ströndinni (náði ekki að sofa svo vel fyrstu nóttina..
Við láum þrjár í skeið, í rúmi sem var 1 og ½ breidd...það voru samt þrjú önnur rúm í húsinu. Æji maður má stundum vera pínu vitlaus.)
+ Shoppingtúr (búðirnar voru eins og kaupfélög árið ’85...þannig að kortið var ekki hreyft úr veskinu)

= Unaður á unað ofan.


Jæja er farin að sofa...

Knús til ykkar allra
Hulda

Saturday, August 19, 2006

Sumarhusaferd...

Ég er að fara í sumarhús með Lene og Selmu til Vesterhavet:



Veðurspáin:



Dagskráin:





Vona að þið njótið næstu daga....það ætla ég að gera.

Hulda

Monday, August 14, 2006

Skúra, skrúbba, bóna...

.......it must have been love but it's over now.....it's where the wind blows....úúúú.....OK ég viðurkenni það ég elska Roxette. Er að taka til (þetta er bara smá bloggpása;) og syng hástöfum með ohhhhh....it was all that I wanted now I'm living without...lalalalala. Kemur það ykkur á óvart að ég bloggi svona mitt í tiltekt...já eins og þið vitið þarf bara eitthvað svona til að ég hripi niður nokkrar línur. Ekki það að ég hafi eitthvað að segja frekar en venjulega en...

Í augnablikinu er tískuvika hérna í Köben. Ég fór á tískusýningu á laugardaginn hjá Henrik Vibskov, sem er hipp og kúl danskur designer. Svo mikið af fólki. Eftir sýninguna var svo partý....ég hélt að þetta yrði partý ársins því að það var svo mikið af skemmtilegu og kúl fólki þarna...og hot gaurum;) En einhvern veginn rættist aldrei úr kvöldinu, það var eins og partýið aldrei almennilega byrjaði. Ég reyndi, gerði eins og vel og ég gat, dansaði smá og beið og beið og hélt alltaf að allt í einu myndi allt verða kreisí, en það gerðist aldrei. Þannig að klukkan fimm drösslaðist ég heim ásamt vinkonunum, svekkt.
Reyndar bjargaði það kvöldinu að Vibskov dansaði við hliðina á mér á tímabili...það er eitthvað við hann.


Jæja ætla að fara að ryksuga...
Ciao

Monday, August 07, 2006

loksins loksins var ég uppgötvuð!


Já loksins var ég uppgötvuð! Draumurinn draumurinn draumurinn er loksins loksins loksins að fara að rætast. Fegurð mín og sú staðreynd að ég er búin að vera með anorexíu frá því að ég var 11 ára (líkamsfita mín í 2% - og þau 2% eru öll staðsett á brjóstunum) er loksins að skila sér. Ég er að fara að vera módel þann 26.ágúst. Er að fara að sýna loppumarkaða föt á kaffihúsa eventi....vúhú!
Veit reyndar ekki alveg hvernig Nönnu tókst að tala mig útí þetta, en fokkit safna í reynslubankann það er málið hehe!

Yfir í allt annað:
Þegar ég hætti mér inn í matvöruverslanir heima á Íslandi hljómaði ég eins fimm barna einstæð móðir sem þarf að brauðfæða börnin sín af 120.000 kallinum sem hún fær fyrir að vinna fulla vinnu sem leikskólakennari. Kílóið af kjúklingi á 1600 kall!!!! Djísús!

Ég hélt lítið matarboð hérna á föstudaginn...þetta var svona fyrirpartýmatarboð, en við vorum seinna um kvöldið að fara í svokallað partý ársins. Ég fór og verslaði inn fyrir okkur 8 sem ætluðum að borða, keypti rauðvínsflösku og martini flösku, kol og brennivökva, en matar- og vínkarfan kostaði heilar 290 kr. danskar (um 3400 ísl.). Þess má geta að ég átti ekkert í ísskápnum fyrir og helmingurinn af matnum varð afgangs.

Í dag er ég í fríi...svaf lengi (auðvitað) og sit núna í bikiníinu mínu og er svekkt því það er skýjað! Er það ekki týpískt að þegar maður loksins er í fríi er skýjað og allt annað en strandaveður. Kræst!

Er að hlusta á lagið "First day of my life" með Bright eyes...ohhh...gott lag. Veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér. Allir eru í vinnu eða í skóla. Boring..

...ætla að fara að lesa!

Sí jú.

Hulda

Tuesday, August 01, 2006

Hengilás - töff detail?

Danmörk tók á móti mér með opinn faðm, enda bjóst ég svo sem ekki við öðru. Loforð um rigningu og ógeð hefur bara staðist að hluta til, en sólin...blessuð sólin hefur fyllt uppí hinn hlutann.

Annars er ég bara búin að hafa það voða kósí, ströndin, djamm og vinna. Svaf í kjallaranum í vinnunni í nótt af því að ég var á vakt í gær fra 15-23 og í dag frá 7-15. Pínu krípí kjallari og pínu lítið holuherbergi...en ég var með góða bók. Góð bók getur bjargað ýmsu. Mæli eindregið með "Flugdrekahlauparinn" Khaled Hosseini. Hefði ég hjólað fram og tilbaka milli þessara vakta hefði svefninn orðið eitthvað af skornum skammti. Eftir þetta sumar þarf ég 10 tíma svefn eins og litlu börnin....er búin að venjast aðeins of góðu ;)

Úr einu í annað...ég þarf að hafa uppi á járnsög eftir skrall á laugardaginn. Ég stalst nefnilega með tösku sem Anna á (hún er uppi á hálendi á Íslandi og veit auðvitað ekkert;) og fíflið Kasper vinur minn festi risastóran hengilás á hana. Drengurinn hafði auðvitað ekki hugmynd um hvar lykillinn var enda fann hann lásinn á víðavangi. Kannski að ég reyni bara að telja Önnu trú um að þetta sé það heitasta í dag!?!



Síðast en ekki síst Helena/dellan/della djúsí/Karlotta/Mrs.prince William er nýkrýndur ÍSLANDSMEISTARI í golfi (hahaha fyndið þegar ég ætli að skrifa golfi skrifaði ég óvart foli...voru þetta skilaboð að ofan??). Til hamingju Helena mín. Vissi alltaf að það kæmi að þessu.

Hef ekkert að meira að segja...

Ciao bella, mama mia!

Hulda