Tuesday, August 01, 2006

Hengilás - töff detail?

Danmörk tók á móti mér með opinn faðm, enda bjóst ég svo sem ekki við öðru. Loforð um rigningu og ógeð hefur bara staðist að hluta til, en sólin...blessuð sólin hefur fyllt uppí hinn hlutann.

Annars er ég bara búin að hafa það voða kósí, ströndin, djamm og vinna. Svaf í kjallaranum í vinnunni í nótt af því að ég var á vakt í gær fra 15-23 og í dag frá 7-15. Pínu krípí kjallari og pínu lítið holuherbergi...en ég var með góða bók. Góð bók getur bjargað ýmsu. Mæli eindregið með "Flugdrekahlauparinn" Khaled Hosseini. Hefði ég hjólað fram og tilbaka milli þessara vakta hefði svefninn orðið eitthvað af skornum skammti. Eftir þetta sumar þarf ég 10 tíma svefn eins og litlu börnin....er búin að venjast aðeins of góðu ;)

Úr einu í annað...ég þarf að hafa uppi á járnsög eftir skrall á laugardaginn. Ég stalst nefnilega með tösku sem Anna á (hún er uppi á hálendi á Íslandi og veit auðvitað ekkert;) og fíflið Kasper vinur minn festi risastóran hengilás á hana. Drengurinn hafði auðvitað ekki hugmynd um hvar lykillinn var enda fann hann lásinn á víðavangi. Kannski að ég reyni bara að telja Önnu trú um að þetta sé það heitasta í dag!?!



Síðast en ekki síst Helena/dellan/della djúsí/Karlotta/Mrs.prince William er nýkrýndur ÍSLANDSMEISTARI í golfi (hahaha fyndið þegar ég ætli að skrifa golfi skrifaði ég óvart foli...voru þetta skilaboð að ofan??). Til hamingju Helena mín. Vissi alltaf að það kæmi að þessu.

Hef ekkert að meira að segja...

Ciao bella, mama mia!

Hulda

8 comments:

Anonymous said...

já ég vildi að það væri svona aðstaða í minni vinnu til að sofa! Ertu búin með það tímabil í lífi þínu að segjast ætla að sofa þegar þú verður gömul?

mér finnst þessi mynd af Helenu og Kristínu svo falleg. Ég fékk tár í augun þegar ég sá hana á mbl.is...

ást til Köb
Kris

Anonymous said...

Já þetta var rosalega ljúf stund hjá okkur mæðgum, við fengum tár í augun báðar...úfff...anyways, takk fyrir símtalið ástin þó að ég næði ekki að svara en það var æðislegt að heyra röddina þína:)
Lov jú

Anonymous said...

Sæl elsku dúllan.
Varðandi lásinn...
Farðu til hjólasmiðs og fáðu hann til að klippa á hann. Ekki saga...Þú sagar töskuna í spað!
Þetta er bara eitt handtak fyrir hjólasmiðinn.

Pabbi (praktical)

Anonymous said...

hæ kom og las

Anonymous said...

Jú takk. Ég kem líklega í nóv ef allt fer að óskum. Veit reyndar ekki hversu lengi ég staldra við í Köben en ætli það sé ekki hægt að fá foreldrana til að stoppa í smá stund svona til að kyssa þig.

Anonymous said...

Cool blog, interesting information... Keep it UP Decorative infant carrier seat cover Does valtrex affect menstrual cycle switch from zoloft to wellbutrin House + rent + darmstadt + germany zyrtec d zyrtec medicapharma.com hyrexin zyrtec Kids chewable valium Tke celebrex zelnorm Ipaq barcode scanner Zyrtec drowsiness oregon coast beach camping Play roulette for fun free Bmw euro lease Vw engine part speifications Cialis work one time Navigator charter plotter concerta online Boostmoble cellular phones mortgage loan interest rates

Anonymous said...

What a great site Jeu pc de scrabble en fran Autism depakote Palladio collection and area rugs

Anonymous said...

http://markonzo.edu likewise http://blog.tellurideskiresort.com/members/paroxetine-side-effects.aspx http://www.ecometro.com/Community/members/meridia-weight-loss.aspx http://riderx.info/members/altace-information-altace-lowest-price.aspx http://blog.bakililar.az/valtrex/ streetdes sacem http://blog.bakililar.az/metronidazole/