Á roadtrippinu á leiðinni heim fékk ég einhverja hamingju tilfinningu í magann.
Á rúðurnar í bílnum dundu risastórir regndropar, góð tónlist ómaði og við stelpurnar spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þessi blanda, ásamt því að vera útvhvíld, gerði það að verkum að ég fékk svona hamingjufiðrildi í magann...leið næstum ein og ég væri nýástfangin.

14 Sex and the city þættir (er eitthvað betra en trúnó sem uppsprettur af Sex and the city þáttum?)
+ 4 flöskur vín (m.a. ítalskt gæðavín sem við fengum frá eigendum sumarbústaðarins)
+ Fullur ísskápur af allskonar góðgæti (ísskápurinn var tæmdur á þremur dögum!)
+ Göngutúrar um mela og móa (reyndar bara einn...letin náði yfirtökum)
+ ”Hver er maðurinn” leikur (innifalið pappír á enninu) eftir 4 rauðvínsglös
+ 3x 2ja tíma brunch (ég elska brunch)
+ 2 kippur af bjór (finnst alltaf jafn fyndið að Selma elskar guld damer...haha)
+ Boltaleikur í Vesterhavet (Ég og Lene ætlum að skrá okkur í stúdentablak í vetur...bara til að fá að vera í míní stuttbuxunum)
+ Lítill ”morfar” (blundur) á ströndinni (náði ekki að sofa svo vel fyrstu nóttina..
Við láum þrjár í skeið, í rúmi sem var 1 og ½ breidd...það voru samt þrjú önnur rúm í húsinu. Æji maður má stundum vera pínu vitlaus.)
+ Shoppingtúr (búðirnar voru eins og kaupfélög árið ’85...þannig að kortið var ekki hreyft úr veskinu)
= Unaður á unað ofan.
Jæja er farin að sofa...
Knús til ykkar allra
Hulda
6 comments:
Æ elsku hvað ég vildi óska þess að hafa verið við Vesterhavet. Ekki það að veðrið sé slæmt hér á henni Akureyri, Nú er klukkan 23:19 og hitamælirinn sýnir 13 gráður á Celcius. Sólin hefur notið þess að leika við okkur og stundum verður leikurinn of ofsafenginn þ.s. mörg okkar eru lokuð inni langt fram á dag.
Vona að þetta endist fram yfir helgi og ég ætla að njóta síðustu sumardaganna í botn. 1000 kossar til ykkar Önnu.
Moaaar
ohh en unaðslegt...ertu til í bröns eftir smá?
Hljómar mjög vel allt sem þessi grein inniheldur. Samt ekki jafn vel og tvítugsafmælispartý Nonna bró, fylgt eftir með einu stykki Hot Chip tónleikum.........gosssh!
....gleymdi að minnast á köben, þig, önnu, tótu, jóni g, loga, marie, mira, katrine og kannski lubba.....fkn snilld
Það verður eiturmagnað...hlakka til brósi;)
ó mæ lord hvað þetta hljómar allt vel! Kyss til þín.. vona að við treffumst einhverja helgina í vetur
Post a Comment