Tuesday, September 12, 2006

Nýtt rúm nýtt líf. Ný íbúð nýtt líf. Nýtt skólaár nýtt líf!

Það er alltaf jafn gott að fá leyfi til að byrja uppá nýtt, reyna að taka sig á vera skipulagðari, borða hollara og hreyfa sig meira.
Í augnablikinu eiga sér stað einhver kaflaskil í lífi mínu.

Ég vakna á hverjum morgni með bros á vör. Ástæðan er einföld - nýja rúmið mitt gerir mig svo hamingjusama. Þessir 8 tímar sem ég er í því á sólarhring eru hreinn draumur. Fékk mér eftirmiddagslúr í dag ahhhhhh zZzZz. Hérmeð kveð ég gamla rúmið mitt sem ég skildi eftir hjá Jan Fog á Strandvejen. Bless bless gamla mjúka mjúka mjúka rúm megir þú hvíla í friði.

Er flutt. Ég sérpantaði flutningamenn frá Íslandi, Stjöna og Sólina. Hvað er betra en alvöru íslensk hörkukvendi í burð upp á fimmtu hæð? Auður unaður kom líka og Thor sem er með mér í bekk. Við vorum með strengi á öllum ólíklegustu stöðum í fleiri daga á eftir. Bjórkassinn var þó tæmdur, ásamt rauðvíninu, freyðivíninu, vodkanum og á einhvern undarlegan hátt hurfu bananarnir líka...Sólveig áttu til skýringu á því?!?!;) Kósí flutningspartí.

Paradís ís, Dj Margeir, kaffihús, H&M, rigning, Burger King, David var meðal annars það sem var á dagskránni hjá okkur íslensku fljóðunum og svo bara að njóta þess að vera til. Það var ótrúlega gott að geta svona næstum framlengt sumarfríið um viku og fá leyfi til að vera með svona góðu góðu góðu liði.

Skipulagða líf mitt er hafið. Ég og dagbókin mín erum orðnar mestu mátar. Ég læt vinkonu mína muna allt fyrir mig og reyni ekki einu sinni að muna hvenær ég á stefnumót, hvenær ég á að fara að vinna, í skóla o.s.frv. Litla svarta bókin er heilinn minn....og það svínvirkar.
Annars hef ég verið að átta mig aðeins á sjálfri mér. Ég fúnkera best þegar ég hef mikið að gera. Ef ég vinn mikið les ég meira fyrir skólann, ef ég stunda líkamsrækt tek ég meira til heima hjá mér o.s.frv.. Ef er eitthvað á dagskránni hjá mér fyrir er ég betri í að fylla alveg upp í hana en ef hún stendur tóm. Í sumar, þá daga sem ég var ekki að vinna, var ég ótrúlega góð í að láta heilu dagana líða án þess að gera nokkuð og koma nokkru í verk. Þegar kemur að mér er það bara annaðhvort eða....veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt.

Jæja tölvan er að verða batteríslaus og ég er með langan ’To do’ lista sem ég þarf að komast í gegnum.

Heyrumst my loved ones

Hulda

4 comments:

Anonymous said...

I still have last night in my...

Anonymous said...

en samt sko það er allt í lagi að gera stundum ekki neitt...en manni líður samt miklu betur með sjálfan sig þegar maður kemur miklu í verk.. það er næs
til hamingju með kaflaskilin, enda erum við komnar á fullorðinsár!
Er að sjóða grjón fyrir morgundaginn og engiferið liggur tilbúnara en nokkru sinni inni í ísskáp, keypti mér m.a.s. teketil fyrir engiferte-ið í Tiger í dag, náði líka að kaupa Amelíí...ástarkveðjur yfir Danmerkursundið!

Anonymous said...

Nú líkar mér við mína konu :o)
Gangi þér vel.
Knús
mútta

Anonymous said...

Ji hvað það er gaman að heyra hvað þú hefur það gott.. maður verður bara jákvæður af að lesa bloggið þitt, ekki veitir af=) Knús