Sunday, February 26, 2006

"Lille Peder edderkop"

Ég var Dolly aftur, keypti hárkollu og söng "Jolene" allt kvöldid. Tad var m.a. tekid upp á myndband, hver veit nema ad ég skelli tví hingad inn.
Hitti Sæju...og hitti hana aftur á eftir. Gaman saman med Sæju pæju.

Vid systur fengud hjálp hjá gódu fólki í gær og fluttum húsgögn og fleira á nýja heimilid. Tid hefdud átt ad sjá upphandleggsvödvana á lidinu!!! váááá



Trifum svo höllina í dag. Eins og sannri höll sæmir tá voru kóngulóavefir upp um alla veggi. En med tuskuna í annarri, ryksuguna í hinni og spreybrúsann í tridju er allt ordid skínandi hreint og fínt. Kóngulærnar verda ad byrja á nýjum meistaraverkum tví hin eru í mallanum á ryksugunni.


Er í rosalega miklu antí blogg studi tessa dagana tannig ad tetta verdur ad nægja.

Bless í bili.
Hulda -med eplakinnar eftir langan göngutúr med Hannibal.

Wednesday, February 22, 2006

Dolly aftur...

Ég þarf að finna öskudagsbúning því ég er að fara í tvær "fastelavnsfester". Held að ég noti sömu hugmynd og ég var með á lýðháskólanum, verði Dolly hin eina sanna aftur en í þett skiptið ætla ég að gera aðeins meira úr því.

Var búin að setja mynd af mér frá síðasta ári í gervi Dollyar en tók hana út aftur því að ég veit að mamma myndi fá sting í hjartað.

Við systur erum fluttar í mansionið. Þeysumst um á bílnum, drekkum kaffi úr expressovél, látum elda oní okkur og förum í labbitúra með Hannibal. Já þetta er lúxus.

Þangað til næst.
Hulda

Thursday, February 16, 2006

Þið eruð hunangsstoppið mitt, mússí múss

Vorfílingurinn sem ég var í síðast þegar ég bloggaði er fokinn út í veður og vind. Við fuglakvaki og harmonikkuspili, tók slydduél og rok! "Fagri-blakkur" stendur fyrir sínu, heldur höfði og þeysist gegnum polla og snjósköfl eins og hann hafi aldrei gert annað. Ég elska svona gaura sem standa með manni í gegnum súrt og sætt.

Ástæðan fyrir því að ég blogga í dag er sú að ég er í "hunangsstoppi". Er búin að lesa tvær langar greinar á ensku hérna á bókasafninu og internetið er gulrótin. Svo las ég í allan gærdag, en þá voru "hunangsstoppin" (kannski ekki svo mikið hunang, meira svona gervisæta)að þvo þvott og ryksuga. Maður hlýtur að þurfa að vera smá skitsó til að geta komið sér sjálfum á óvart!

Mansionið nálgast svo óðum. Held að við flytjum kannski inn um helgina. Mig vantar góða gæja og gellur með upphandleggsvöðva í lagi...ekkert HUH. (Þið ykkar sem þekkið fyrri merkingu HUH -Hreinn unaður Hringsson ættuð ekki að láta þetta villa um fyrir ykkur. Það er nefnilega komin upp ný merking, en Sæja pæja tjáði mér að huh væri skammstöfun fyrir slappa upphandleggsvöðva! Reyndar líkar mér betur við bingó-spik...bingó bingó júss júss júss.)

Þar til næst....
Hulda

Saturday, February 11, 2006

Vor í lofti...

Veðurguðirnir eru að stríða mér. Ég var til í vetrarfrostið, dúðuð frá toppi til táar en við mér tók glampandi sólskin og nánast hlý gola...eða svona. Ég tók húfuna ofan og hjólaði af stað með bros á vör. Með þessu áframhaldi verður komið sumar á afmælinu mínu.

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Ég er búin að vera í skólanum í þrjár vikur -men det føles som én.

Er nýbúin að þvo sængina mína og hún ilmar af Ariel ultra -koddinn minn líka. Sef á bleiku Ariel skýi.

Anna heldur crazy ass, mó fó, fucking plastic fantastic freyðivíns partý í kvöld. Ég, Selma, Lene og Ída verðum THE bartender crew. Semjum Go Go dansa og allt. Anna er búin að kaupa 40 flöskur af fínu freyðivíni þannig að það er von á fullt af freyðivíns brainum. Pabbi segir reyndar að kvenfólk og freyðivín fari ekki saman. Sjáum til.

Er orðin of sein. Á að vera komin niður í Illum eftir 5 mín að hitta önnu, villa og þórdísi.

þar til næst...

Monday, February 06, 2006

Það borgar sig ad vera þerna!

Veit ekki alveg hvernig ég get orðað þetta, en ég og Anna erum nýráðnar þernur hjá frægasta fasteignasala Danmerkur. Starfið gengur út á að fara í labbitúra með hundinn Hannibal og gera hreint í 500 m2 húsinu hans. Þernustarfið hefur heldur betur "benefits":
- ég og Anna búum frítt á fjögurra herbergja efrihæð í húsinu hans
- hann borgar matinn
- við fáum bíl sem við megum nota eins mikið og við viljum
- við fáum bensínkort
- við föllum undir tryggingarnar hans
- hann ferðast mikið og þegar hann er ekki heima megum við horfa á hjúmöngus sjónvarpið hans og kósýast í stóru stofunni við arineldinn
- það er internet
- hann býr við sjóinn og er með einka baðbrú þar sem við getum sólað okkur á sumrin

...ég er pottþétt að gleyma einhverju.

Þetta er svona tú gud tú bí trú! Maðurinn á bara svo mikla peninga að hann munar ekkert um að halda tveimur stúdínum uppi...bara ef þær eru góðar við hundinn hans.
Ég var nýbúin að sækja um námslán þegar ég fékk þetta, þannig að nú er ég með 80.000
kr. á mánuði í kaffihúsapeninga...hehe.

Hef verið undir óheillastjörnu frá því að ég kom til Dk en gæfan er heldur betur búin að snúast mér í hag. ÉG ELSKA LÍFIÐ!

Er líka komin á nýtt hjól sem ég keypti á lögregluuppboði. Það heitir Fagri blakkur og stendur svo sannarlega undir nafni. Ansi gott hjól sem ég fékk á góðu verði.

Helgin var svo unaðsleg. Sólveig Ása var hjá mér, hún klikkar ekki stelpan! Er reyndar allt annað en úthvíld eftir helgina, við tókum auðvitað á því eins og okkur einum er lagið.

Vona að ykkar helgi hafi verið dúndur.

rock on
Hulda