Saturday, February 11, 2006

Vor í lofti...

Veðurguðirnir eru að stríða mér. Ég var til í vetrarfrostið, dúðuð frá toppi til táar en við mér tók glampandi sólskin og nánast hlý gola...eða svona. Ég tók húfuna ofan og hjólaði af stað með bros á vör. Með þessu áframhaldi verður komið sumar á afmælinu mínu.

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Ég er búin að vera í skólanum í þrjár vikur -men det føles som én.

Er nýbúin að þvo sængina mína og hún ilmar af Ariel ultra -koddinn minn líka. Sef á bleiku Ariel skýi.

Anna heldur crazy ass, mó fó, fucking plastic fantastic freyðivíns partý í kvöld. Ég, Selma, Lene og Ída verðum THE bartender crew. Semjum Go Go dansa og allt. Anna er búin að kaupa 40 flöskur af fínu freyðivíni þannig að það er von á fullt af freyðivíns brainum. Pabbi segir reyndar að kvenfólk og freyðivín fari ekki saman. Sjáum til.

Er orðin of sein. Á að vera komin niður í Illum eftir 5 mín að hitta önnu, villa og þórdísi.

þar til næst...

2 comments:

Kristjana Páls said...

konur og freyðivín fara vel saman...alveg einstaklega vel saman...kannski bara fer fólk og freyðivín vel saman líka! Vona að það hafi verið gaman á laugó hjá þér!! Það var mega gaman á föstu hjá mér, þó mig hafi vantað þig til að taka sporið með beibíííí!

Anonymous said...

Hmmmmm...veit ekki með freyðivínið...jú kannski ef maður blandar því ekki saman við 6 tegundir í viðbót...ollolloll...Helena skemmti sér vel á föstudaginn...svo man hún ekkert eftir kl. 2...sjæse pæse...en þú ert æði!