Ástæðan fyrir því að ég blogga í dag er sú að ég er í "hunangsstoppi". Er búin að lesa tvær langar greinar á ensku hérna á bókasafninu og internetið er gulrótin. Svo las ég í allan gærdag, en þá voru "hunangsstoppin" (kannski ekki svo mikið hunang, meira svona gervisæta)að þvo þvott og ryksuga. Maður hlýtur að þurfa að vera smá skitsó til að geta komið sér sjálfum á óvart!
Mansionið nálgast svo óðum. Held að við flytjum kannski inn um helgina. Mig vantar góða gæja og gellur með upphandleggsvöðva í lagi...ekkert HUH. (Þið ykkar sem þekkið fyrri merkingu HUH -Hreinn unaður Hringsson ættuð ekki að láta þetta villa um fyrir ykkur. Það er nefnilega komin upp ný merking, en Sæja pæja tjáði mér að huh væri skammstöfun fyrir slappa upphandleggsvöðva! Reyndar líkar mér betur við bingó-spik...bingó bingó júss júss júss.)

Þar til næst....
Hulda
4 comments:
Hmmmmm...ég veit ekki hversu ánægð ég er með þessa nýju merkingu HUH...held að Hreinn Unaður Hringsson yrði virkilega sár að heyra þetta...
Ekki málið, ég skal skreppa til þín og leggja hönd (jafnvel hendur) á plóginn enda er ég með eindæmum mössuð!
Já vorið fór illa með okkur þarna hulda.. var einmitt farin að svífa um á sæluskýi og dreyma um allt að því sumar á ammælinu mínu.. en áts - það varð hörð brotlending.. búhú :/
...stud gud. Ég kíki í "min kalender" og finn einhverja dúndur helgi.
Post a Comment