
Í augnablikinu er tískuvika hérna í Köben. Ég fór á tískusýningu á laugardaginn hjá Henrik Vibskov, sem er hipp og kúl danskur designer. Svo mikið af fólki. Eftir sýninguna var svo partý....ég hélt að þetta yrði partý ársins því að það var svo mikið af skemmtilegu og kúl fólki þarna...og hot gaurum;) En einhvern veginn rættist aldrei úr kvöldinu, það var eins og partýið aldrei almennilega byrjaði. Ég reyndi, gerði eins og vel og ég gat, dansaði smá og beið og beið og hélt alltaf að allt í einu myndi allt verða kreisí, en það gerðist aldrei. Þannig að klukkan fimm drösslaðist ég heim ásamt vinkonunum, svekkt.
Reyndar bjargaði það kvöldinu að Vibskov dansaði við hliðina á mér á tímabili...það er eitthvað við hann.
Jæja ætla að fara að ryksuga...
Ciao
2 comments:
Noh módel og tískubransinn bara alveg að smella fyrir fótum þér;)
Pant koma með á næstu sýningu.. allavega í huganum=)
Er þessi blessaður hönnuður sonur Marty Feldman?Sá er ljótur.
Þú værir betur komin heim í þvotta. Öll handklæði og rúmföt þurfa þvott eftir törnina. Ég hata þvotta!!!
Óttar Uni var flottur í gær. Virtist ánægður með nafnið og Máninn gat þagað yfir leyndarmálinu í kirkjunni.
Kossar
mútta
Post a Comment